Breska þingið hafnar tillögu Johnson um snemmbúnar kosningar Andri Eysteinsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 28. október 2019 19:03 Aukinn meirihluti fékkst ekki á breska þinginu fyrir tillögu forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, um að boða til þingkosninga 12. desember næstkomandi. Fyrirfram hafði verið búist við því að tillögunni yrði hafnað, sú varð raunin. Til þess að boðað yrði til kosninga hefði þurft 434 atkvæði með tillögunni en 650 þingmenn sitja í neðri deild breska þingsins. 299 greiddu atkvæði með tillögu forsætisráðherrans. Boris Johnson forsætisráðherra hafði barist fyrir nýjum kosningum allt frá því það varð ljóst að þingið myndi ekki samþykkja nýjan útgöngusamning hans í tæka tíð svo hægt væri að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október eins og samþykkt hafði verið.Brexit slegið á frest til janúarloka Þingið hafði skyldað Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um frest, næðist samningur ekki í gegn í síðasta lagi laugardaginn 19. október. Svar fékkst við þeirri beiðni í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í tísti að svarið hafi verið jákvætt. Sveigjanleg frestun yrði gerð á útgöngunni til loka janúarmánaðar. Það þýðir að Bretar geta gengið út fyrr, nái þeir samkomulagi þar um. Sophie Wilmes, sem varð forsætisráðherra Belgíu í dag, fyrst kvenna, kvaðst ánægð. „Þýði þetta að unnt verði að skipuleggja útgönguna þannig að hún gangi vel fyrir sig tel ég að það sé afar jákvætt,“ sagði Wilmes. Stjórnarandstöðuflokkar í Bretlandi höfðu gefið það út fyrir umræður og atkvæðagreiðslu kvöldsins að þeir myndu ekki styðja tillögu Johnsons um nýjar kosningar. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir Demókratar eru hins vegar ekki alfarið andvígir nýjum kosningum. „Verði lagt fram frumvarp sem gerir okkur kleift að fara í skyndikosningar til að breyta löggjöfinni sem liggur þegar fyrir getum við haldið kosningar þann 9.desember næstkomandi,“ sagði Ian Blackford, þingflokksformaður skoska þjóðarflokksins. Blackford sagði þá lausn vera betri því þá væru kosningar fyrr og forsætisráðherrann fengi skemmri tíma til þess að reyna að koma samningi sínum, sem Blackford segir vondan, í gegnum þingið.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 sem send var út áður en að niðurstöður lágu fyrir. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Sjá meira
Aukinn meirihluti fékkst ekki á breska þinginu fyrir tillögu forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, um að boða til þingkosninga 12. desember næstkomandi. Fyrirfram hafði verið búist við því að tillögunni yrði hafnað, sú varð raunin. Til þess að boðað yrði til kosninga hefði þurft 434 atkvæði með tillögunni en 650 þingmenn sitja í neðri deild breska þingsins. 299 greiddu atkvæði með tillögu forsætisráðherrans. Boris Johnson forsætisráðherra hafði barist fyrir nýjum kosningum allt frá því það varð ljóst að þingið myndi ekki samþykkja nýjan útgöngusamning hans í tæka tíð svo hægt væri að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október eins og samþykkt hafði verið.Brexit slegið á frest til janúarloka Þingið hafði skyldað Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um frest, næðist samningur ekki í gegn í síðasta lagi laugardaginn 19. október. Svar fékkst við þeirri beiðni í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í tísti að svarið hafi verið jákvætt. Sveigjanleg frestun yrði gerð á útgöngunni til loka janúarmánaðar. Það þýðir að Bretar geta gengið út fyrr, nái þeir samkomulagi þar um. Sophie Wilmes, sem varð forsætisráðherra Belgíu í dag, fyrst kvenna, kvaðst ánægð. „Þýði þetta að unnt verði að skipuleggja útgönguna þannig að hún gangi vel fyrir sig tel ég að það sé afar jákvætt,“ sagði Wilmes. Stjórnarandstöðuflokkar í Bretlandi höfðu gefið það út fyrir umræður og atkvæðagreiðslu kvöldsins að þeir myndu ekki styðja tillögu Johnsons um nýjar kosningar. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir Demókratar eru hins vegar ekki alfarið andvígir nýjum kosningum. „Verði lagt fram frumvarp sem gerir okkur kleift að fara í skyndikosningar til að breyta löggjöfinni sem liggur þegar fyrir getum við haldið kosningar þann 9.desember næstkomandi,“ sagði Ian Blackford, þingflokksformaður skoska þjóðarflokksins. Blackford sagði þá lausn vera betri því þá væru kosningar fyrr og forsætisráðherrann fengi skemmri tíma til þess að reyna að koma samningi sínum, sem Blackford segir vondan, í gegnum þingið.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 sem send var út áður en að niðurstöður lágu fyrir.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Sjá meira