Liverpool búið með mun erfiðari leiki en Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2019 08:30 Mörk frá Mohamed Salah og Jordan Henderson tryggðu Liverpool endurkomusigur á móti Tottenham um síðustu helgi. Getty/Jan Kruger Það er ekki aðeins sex stiga forysta á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur ástæðu til bjartsýni hjá stuðningsmönnum Liverpool. Með því að skoða leikjadagskrá Liverpool og Manchester City til þessa kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Eftir endurkomusigur á móti Tottenham á sunnudaginn er Liverpool áfram tveimur sigurleikjum á undan Englandsmeisturum Manchester City og þrátt fyrir að lítið sé búið af tímabilinu þá er Liverpool líklegt til að geta endað 30 ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum á þessari leiktíð. Sex stiga forskot er gott veganesti í framhaldið en þá er líka gott fyrir liðið að Liverpool er þegar búið að spila við marga sterka mótherja á þessum fyrstu mánuðum tímabilsins. Það er ekki alveg hægt að segja það sama um Pep Guardiola og lærisveina hans í Manchester City sem hafa til þessa næstum því sloppið alveg við að mæta stóru liðum deildarinnar.“Indeed, with some symmetry, Liverpool are now level with Spurs for Kop-end penalties won since May 2017.”@paul_tomkins gives his thoughts on the Tottenham game, and also on exactly how difficult Liverpool’s start to 2019/20 has been https://t.co/OXLYo7WfQ9#LFC — The Tomkins Times (@thetomkinstimes) October 28, 2019 Liverpool er þegar búið að spila við Arsenal, Chelsea, Manchester United, Totteham og sjóðandi heitt lið Leicester City en Manchester City hefur aðeins mætt Tottenham af liðunum úr hópi þeirra sex stóru. Fyrir utan þennan eina leik á móti Tottenham þá er hæsta liðið í töflunni sem Manchester City hefur mætt, lið Crystal Palace. Palace er eins og er í sjötta sæti deildarinnar. Eins hafa Liverpool menn klárað fleiri ferðalög í Meistaradeildinni. Liverpool er búið að ferðast í tvo útileiki þar af annan þeirra á móti Napoli. Liverpool hefur ferðast til Tyrklands (Ofurbikar UEFA), Ítalíu og Belgíu á tímabilinu en City hefur aðeins einu sinni farið út fyrir England. Þegar litið er á mótherja og styrkleika þeirra þá hefur Liverpool mætt átta liðum úr hópi 21 bestu liða Evrópu samkvæmt Club ELO Index en City hefur aðeins mætt einu liði frá 1 til 21 á listanum. Samkvæmt þessu ætti Liverpool að eiga eftir auðveldari leiki en fótboltinn er nú þannig að enginn veit hvernig þetta allt þróast. Það sem er hins vegar ljóst að sex stiga forskot Liverpool virkar aðeins stærra í þessum samanburði.Mótherjar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 2019-20 og staða þeirra í töflunni: Norwich City - 19. sæti Southampton - 18. sæti Arsenal - 5. sæti Burnley - 13. sæti Newcastle United - 17. sæti Chelsea - 4. sæti Sheffield United - 8. sæti Leicester City - 3. sæti Manchester United - 7. sæti Tottenham 11. sætiMótherjar Manchester City í ensku úrvalsdeildinni 2019-20 og staða þeirra í töflunni: West Ham - 10. sæti Tottenham - 11. sæti Bournemouth - 9. sæti Brighton & Hove Albion - 14. sæti Norwich - 19. sæti Watford - 20. sæti Everton - 16. sæti Wolves - 12. sæti Crystal Palace - 6. sæti Aston Villa - 15. sæti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Það er ekki aðeins sex stiga forysta á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur ástæðu til bjartsýni hjá stuðningsmönnum Liverpool. Með því að skoða leikjadagskrá Liverpool og Manchester City til þessa kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Eftir endurkomusigur á móti Tottenham á sunnudaginn er Liverpool áfram tveimur sigurleikjum á undan Englandsmeisturum Manchester City og þrátt fyrir að lítið sé búið af tímabilinu þá er Liverpool líklegt til að geta endað 30 ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum á þessari leiktíð. Sex stiga forskot er gott veganesti í framhaldið en þá er líka gott fyrir liðið að Liverpool er þegar búið að spila við marga sterka mótherja á þessum fyrstu mánuðum tímabilsins. Það er ekki alveg hægt að segja það sama um Pep Guardiola og lærisveina hans í Manchester City sem hafa til þessa næstum því sloppið alveg við að mæta stóru liðum deildarinnar.“Indeed, with some symmetry, Liverpool are now level with Spurs for Kop-end penalties won since May 2017.”@paul_tomkins gives his thoughts on the Tottenham game, and also on exactly how difficult Liverpool’s start to 2019/20 has been https://t.co/OXLYo7WfQ9#LFC — The Tomkins Times (@thetomkinstimes) October 28, 2019 Liverpool er þegar búið að spila við Arsenal, Chelsea, Manchester United, Totteham og sjóðandi heitt lið Leicester City en Manchester City hefur aðeins mætt Tottenham af liðunum úr hópi þeirra sex stóru. Fyrir utan þennan eina leik á móti Tottenham þá er hæsta liðið í töflunni sem Manchester City hefur mætt, lið Crystal Palace. Palace er eins og er í sjötta sæti deildarinnar. Eins hafa Liverpool menn klárað fleiri ferðalög í Meistaradeildinni. Liverpool er búið að ferðast í tvo útileiki þar af annan þeirra á móti Napoli. Liverpool hefur ferðast til Tyrklands (Ofurbikar UEFA), Ítalíu og Belgíu á tímabilinu en City hefur aðeins einu sinni farið út fyrir England. Þegar litið er á mótherja og styrkleika þeirra þá hefur Liverpool mætt átta liðum úr hópi 21 bestu liða Evrópu samkvæmt Club ELO Index en City hefur aðeins mætt einu liði frá 1 til 21 á listanum. Samkvæmt þessu ætti Liverpool að eiga eftir auðveldari leiki en fótboltinn er nú þannig að enginn veit hvernig þetta allt þróast. Það sem er hins vegar ljóst að sex stiga forskot Liverpool virkar aðeins stærra í þessum samanburði.Mótherjar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 2019-20 og staða þeirra í töflunni: Norwich City - 19. sæti Southampton - 18. sæti Arsenal - 5. sæti Burnley - 13. sæti Newcastle United - 17. sæti Chelsea - 4. sæti Sheffield United - 8. sæti Leicester City - 3. sæti Manchester United - 7. sæti Tottenham 11. sætiMótherjar Manchester City í ensku úrvalsdeildinni 2019-20 og staða þeirra í töflunni: West Ham - 10. sæti Tottenham - 11. sæti Bournemouth - 9. sæti Brighton & Hove Albion - 14. sæti Norwich - 19. sæti Watford - 20. sæti Everton - 16. sæti Wolves - 12. sæti Crystal Palace - 6. sæti Aston Villa - 15. sæti
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira