Þórarinn opnar veitingastað Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 10:30 Þórarinn Ævarsson, forstöðumaður Spaðans. FBL/Ernir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. Hann hefur útvegað sér húsnæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir staðinn og verður hann rekinn í félaginu Spaðinn ehf., sem stofnað var í lok september.Er þetta veitingastaðurinn sem fólk hefur hvíslað um síðan þú kvaddir IKEA?„Ég get ekki neitað því,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Ekki leið nema hálfur mánuður frá því að hann sagði starfi sínu lausu hjá IKEA í apríl síðastliðnum þangað til að fréttir birtust af meintum pizzustaðakeðjuáformum hans. Þá vísaði hann fregnunum til föðurhúsanna, en bætti við að það væri of snemmt að spá fyrir um framtíðina. Veitingaáhugi Þórarins ætti að koma fáum á óvart - „hjartað mitt liggur þar, það er engum blöðum um það að fletta. Þar er mín sérstaða og sérhæfing. Ég hef unnið við það alla mína ævi þó svo að ég hafi tekið öll þessi ár í IKEA, og í raun breytt því í veitingastað,“ segir Þórarinn. Það er ekki ofsögum sagt; Þórarinn hefur áður starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara, auk þess sem hann kom að stofnun Domino‘s árið 1993 og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005.Vonandi spennandi fyrir almenning „Þannig að þarna þykja mér sóknarfærin liggja,“ segir Þórarinn. Áður en hann sagði skilið við IKEA var Þórarinn iðinn við að gagnrýna verðlag á íslenskum veitingastöðum, við misjafna hrifningu. Það verður því spennandi sjá hvort honum takist að halda verðlagningnu þannig að Íslendingar upplifi sig ekki „einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund [verði] misboðið,“ eins og Þórarinn komst sjálfur að orði í upphafi árs.Hann segist þó ekki geta tjáð sig nánar um nýja veitingastaðinn að svo stöddu, eins og hvort hann muni sérhæfa sig í pizzum eða öðrum mat. „Það er ekki sniðugt að sýna spilin sín of snemma,“ segir Þórarinn. Hugmyndin á bakvið staðinn sé þó mótuð, búið sé að útvega húsnæði fyrir staðinn á höfuðborgarsvæðinu og áætlar Þórarinn að það muni taka nokkra mánuði að standsetja það fyrir rekstur. Hann segir að hann muni þó greina nánar frá veitingastaðnum þegar fram líða stundir. „Þetta eru spennandi tímar, bæði fyrir mig og vonandi almenning í landinu,“ segir Þórarinn, verðandi veitingastaðarekandi. IKEA Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33 Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson segir alltof snemmt að segja til um það hvort hann ætli sér að opna nýjan pítsustað. 1. maí 2019 13:26 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. Hann hefur útvegað sér húsnæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir staðinn og verður hann rekinn í félaginu Spaðinn ehf., sem stofnað var í lok september.Er þetta veitingastaðurinn sem fólk hefur hvíslað um síðan þú kvaddir IKEA?„Ég get ekki neitað því,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Ekki leið nema hálfur mánuður frá því að hann sagði starfi sínu lausu hjá IKEA í apríl síðastliðnum þangað til að fréttir birtust af meintum pizzustaðakeðjuáformum hans. Þá vísaði hann fregnunum til föðurhúsanna, en bætti við að það væri of snemmt að spá fyrir um framtíðina. Veitingaáhugi Þórarins ætti að koma fáum á óvart - „hjartað mitt liggur þar, það er engum blöðum um það að fletta. Þar er mín sérstaða og sérhæfing. Ég hef unnið við það alla mína ævi þó svo að ég hafi tekið öll þessi ár í IKEA, og í raun breytt því í veitingastað,“ segir Þórarinn. Það er ekki ofsögum sagt; Þórarinn hefur áður starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara, auk þess sem hann kom að stofnun Domino‘s árið 1993 og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005.Vonandi spennandi fyrir almenning „Þannig að þarna þykja mér sóknarfærin liggja,“ segir Þórarinn. Áður en hann sagði skilið við IKEA var Þórarinn iðinn við að gagnrýna verðlag á íslenskum veitingastöðum, við misjafna hrifningu. Það verður því spennandi sjá hvort honum takist að halda verðlagningnu þannig að Íslendingar upplifi sig ekki „einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund [verði] misboðið,“ eins og Þórarinn komst sjálfur að orði í upphafi árs.Hann segist þó ekki geta tjáð sig nánar um nýja veitingastaðinn að svo stöddu, eins og hvort hann muni sérhæfa sig í pizzum eða öðrum mat. „Það er ekki sniðugt að sýna spilin sín of snemma,“ segir Þórarinn. Hugmyndin á bakvið staðinn sé þó mótuð, búið sé að útvega húsnæði fyrir staðinn á höfuðborgarsvæðinu og áætlar Þórarinn að það muni taka nokkra mánuði að standsetja það fyrir rekstur. Hann segir að hann muni þó greina nánar frá veitingastaðnum þegar fram líða stundir. „Þetta eru spennandi tímar, bæði fyrir mig og vonandi almenning í landinu,“ segir Þórarinn, verðandi veitingastaðarekandi.
IKEA Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33 Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson segir alltof snemmt að segja til um það hvort hann ætli sér að opna nýjan pítsustað. 1. maí 2019 13:26 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33
Vísar því til föðurhúsanna að hann sé með nýjan pítsustað á prjónunum Þórarinn Ævarsson segir alltof snemmt að segja til um það hvort hann ætli sér að opna nýjan pítsustað. 1. maí 2019 13:26
Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00