Íslenski boltinn

Stjarnan samdi við tvo leikmenn á tveimur dögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vignir Jóhannesson og Emil Atlason.
Vignir Jóhannesson og Emil Atlason. mynd/stjarnan/samsett
Stjarnan er byrjuð að safna leikmönnum fyrir næstu leiktíð í Pepsi Max-deild karla en á síðustu tveimur dögum hefur félagið samið við tvo leikmenn.

Markvörðurinn Vignir Jóhannesson skrifaði undir samning við Stjörnuna í gær. Honum er ætlað að fylla skarð Guðjóns Orra Sigurjónssonar sem hefur verið varamarkvörður Stjörnunnar undanfarin ár.







Í dag var það svo Emil Atlason sem skrifaði undir samning við Stjörnuna en hann lék á síðustu leiktíð með HK þar sem hann skoraði þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni.

Emil hefur leikið 120 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim leikjum 26 mörk en hér á landi hefur hann einnig verið á mála hjá FH, Val, KR og Þrótti.







Rúnar Páll Sigmundsson verður áfram þjálfari Stjörnunnar en Stjarnan endaði í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×