Erlent

Maðurinn sem fór í fyrstu geim­gönguna er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Alexei Leonov fór í geimgönguna í mars 1965.
Alexei Leonov fór í geimgönguna í mars 1965. Getty
Rússneski geimfarinn Alexei Leonov lést í Moskvu dag, 85 ára að aldri. Leonov náði þeim merka áfanga að vera fyrsti maðurinn í sögunni sem fór í geimgöngu.

Leonov fór í umrædda geimgöngu í mars árið 1965 þegar hann fór út úr geimfarinu í um tólf mínútur áður en hann hélt aftur inn.

Alexei Leonov.Getty
Litlu munaði að geimgangan endaði með hörmungum þar sem geimbúningur hans blés út með þeim afleiðingum að hann átti í vandræðum að komast aftur inn í farið Voskhod 2.

Á ferli sínum var Leonov sovéskur stjórnandi Soyuz-Apollo áætlunarinnar, sem leiddi til fyrstu sameiginlegu geimferð Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Síðar átti hann eftir að starfa innan stjórnmála og í viðskiptum.

Leonov birti fjölda vísindagreina og var virkur málari, en myndir hans voru meðal annars notaðar á sovéskum frímerkjum.

Leonov var góður vinur Júrí Gagarín, sem fór fyrstur manna út í geim, árið 1961.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×