Stórefla þarf slysaskráningu hér á landi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2019 13:33 Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg. Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir ráðstefnu á Grand hótel um öryggismál og slysavarnir sem stendur yfir í dag og á morgun. Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna, sér um þjónustu við allar slysavarnadeildir á landinu sem eru þrjátíu og sjö talsins. Hún segir að bæta þurfi slysaskráningar hér á landi. Slysaskrá Íslands heldur utan um skráningu en að sögn Svanfríðar hefur skráningin ekkert breyst síðan árið 2001. „Það er verið að notast við sitt hvort kerfið á heilsugæslu og spítölum. Svo er lögreglan líka með skráningu og tryggingarfélögin eru með sína skráningu þannig að raunverulega er enginn með sömu tölurnar.“Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg.LandsbjörgSvanfríður segir að einnig sé þörf á ítarlegri skráningu svo hægt sé að sinna forvörnum betur. „Já, okkur vantar að vita hvað gerðist, hvernig það gerðist og hvenær það gerðist. Þá getum við farið að vinna forvarnir.“ Svanfríður segir að ekki sé um séríslenskt vandamál að ræða. Á Evrópuráðstefnu um slysavarnir sem hún sótti í síðustu viku hafi slysaskráningar oft borið á góma. „Flest allir fyrirlesararnir þar töluðu mjög mikið um þetta. Við verðum að fá betri skráningar og við verðum að tosa meiri upplýsingar aftur til baka og það er það sem gildir til þess að geta unnið slysavarnir og líka til að sjá hvort verkefnin okkar eru að ná árangri.“ Landlæknir hefur sett af stað vinnuhóp um slysaskráningar. Svanfríður segir að brýnt sé að bregðast við sem allra fyrst. „Ég held að fólk í heilbrigðisstétt og er að skrá sé búið að missa trú á því að vinnan þeirra skipti einhverju máli og þá förum við að tapa upplýsingum, ef fólk skráir ekki nægilega vel, og okkur liggur á að laga svolítið til í garðinum okkar,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg. Björgunarsveitir Heilbrigðismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira
Verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að slysaskráning hér á landi sé ábótavant. Bæði þurfi að samræma gagnagrunna hjá hinum ýmsu stofnunum og þá þarf einnig að skrá ítarlegri upplýsingar. Aðeins þá sé hægt að sinna forvörnum með viðunandi hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir ráðstefnu á Grand hótel um öryggismál og slysavarnir sem stendur yfir í dag og á morgun. Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna, sér um þjónustu við allar slysavarnadeildir á landinu sem eru þrjátíu og sjö talsins. Hún segir að bæta þurfi slysaskráningar hér á landi. Slysaskrá Íslands heldur utan um skráningu en að sögn Svanfríðar hefur skráningin ekkert breyst síðan árið 2001. „Það er verið að notast við sitt hvort kerfið á heilsugæslu og spítölum. Svo er lögreglan líka með skráningu og tryggingarfélögin eru með sína skráningu þannig að raunverulega er enginn með sömu tölurnar.“Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg.LandsbjörgSvanfríður segir að einnig sé þörf á ítarlegri skráningu svo hægt sé að sinna forvörnum betur. „Já, okkur vantar að vita hvað gerðist, hvernig það gerðist og hvenær það gerðist. Þá getum við farið að vinna forvarnir.“ Svanfríður segir að ekki sé um séríslenskt vandamál að ræða. Á Evrópuráðstefnu um slysavarnir sem hún sótti í síðustu viku hafi slysaskráningar oft borið á góma. „Flest allir fyrirlesararnir þar töluðu mjög mikið um þetta. Við verðum að fá betri skráningar og við verðum að tosa meiri upplýsingar aftur til baka og það er það sem gildir til þess að geta unnið slysavarnir og líka til að sjá hvort verkefnin okkar eru að ná árangri.“ Landlæknir hefur sett af stað vinnuhóp um slysaskráningar. Svanfríður segir að brýnt sé að bregðast við sem allra fyrst. „Ég held að fólk í heilbrigðisstétt og er að skrá sé búið að missa trú á því að vinnan þeirra skipti einhverju máli og þá förum við að tapa upplýsingum, ef fólk skráir ekki nægilega vel, og okkur liggur á að laga svolítið til í garðinum okkar,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörg.
Björgunarsveitir Heilbrigðismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Sjá meira