Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2019 18:30 Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu. Landsréttur dæmdi hana í 15 mánaða fangelsi í fyrra fyrir ofbeldi gegn fimm börnum sínum á Íslandi. Sænsk félagsmálayfirvöld fengu þýddan dóm yfir konunni sendan. Í lok árs 2016 var konan dæmd í 18 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim og sýnt þeim vanvirðandi háttsemi.Sjá einnig: Átján mánaða fangelsi fyrir alvarleg og ítrekuð ofbeldisbrot gagnvart fimm börnum sínum Börnin eru fædd á árunum 2002 til 2013, en brotin sem dómurinn nær til áttu sér stað á árunum 2010 til 2015. Landsréttur mildaði dóminn úr 18 mánuðum í 15 mánuði í fyrra. Konan, sem alltaf hefur neitað sök, var svipt forsjá barna sinna fimm. Konan hefur enn ekki hafið afplánun og er nú búsett í Svíþjóð þar sem hún eignaðist annað barn í sumar. „Bara á fæðingardeildinni þá kemur vitneskja frá barnaverndaryfirvöldum á íslandi um að hún sé dæmd fyrir ofbeldi gagnvart börnum sem hún átti á íslandi og að þau börn hafi verið tekin af henni,“ segir Sigrún Landvall, lögmaður konunnar. Konan og barnið hafi þá verið sett á sérstakt heimili þar sem sem þau voru undir eftirliti. Allt hafi gengið vel þar til félagsmálayfirvöld hafi fengið dóminn sendan í sænskri þýðingu. Nú fái hún ekki að hitta barnið. „Ég tel þetta allt of harðan dóm gagnvart þessari konur. Hún var undir allt öðrum kringumstæðum á Íslandi þegar þetta gerðist með börnin hennar þar. Það eru mörg ár síðan og hún er nú í allt öðrum aðstæðum í betri aðstæðum til að sjá um barnið sitt. Hún hefur allan tíman lýst yfir samstarfi við yfirvöld hér og hún vill fá hjálp og hún þarf stuðning en þeir telja að hún taki hann ekki til sín eins og þeir ætlast til,“ segir Sigrún en konan viðurkennir ekki brot sín. Sigrún telur að brotið sé á rétti til fjölskyldulífs, gagnvart barninu og móðurinni. Þá sé meðalhófs ekki gætt. „Það er sterkur réttur barns að þekkja foreldri sitt. Það er nú þegar búið að skemma þessi tengsl milli barnsins og móðurinnar vegna þess að barnið er skyndilega tekið af móðurinn, hún var með það á brjósti,“ segir Sigrún. Búið er að áfrýja ákvörðun félagsmálayfirvalda. „Það á ekki að beita börn ofbeldi og auðvitað á að vernda þetta barn gagnvart því en að algjörlega að gera samasemmerki á milli þess að hún hafi verið dæmd á Íslandi sé of mikil hætta á að hún fari illa með þetta barn, það er of langt gengið. Það á að gefa þessari konu stuðning þannig hún geti séð um barnið sitt.“ Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Svíþjóð Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu. Landsréttur dæmdi hana í 15 mánaða fangelsi í fyrra fyrir ofbeldi gegn fimm börnum sínum á Íslandi. Sænsk félagsmálayfirvöld fengu þýddan dóm yfir konunni sendan. Í lok árs 2016 var konan dæmd í 18 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim og sýnt þeim vanvirðandi háttsemi.Sjá einnig: Átján mánaða fangelsi fyrir alvarleg og ítrekuð ofbeldisbrot gagnvart fimm börnum sínum Börnin eru fædd á árunum 2002 til 2013, en brotin sem dómurinn nær til áttu sér stað á árunum 2010 til 2015. Landsréttur mildaði dóminn úr 18 mánuðum í 15 mánuði í fyrra. Konan, sem alltaf hefur neitað sök, var svipt forsjá barna sinna fimm. Konan hefur enn ekki hafið afplánun og er nú búsett í Svíþjóð þar sem hún eignaðist annað barn í sumar. „Bara á fæðingardeildinni þá kemur vitneskja frá barnaverndaryfirvöldum á íslandi um að hún sé dæmd fyrir ofbeldi gagnvart börnum sem hún átti á íslandi og að þau börn hafi verið tekin af henni,“ segir Sigrún Landvall, lögmaður konunnar. Konan og barnið hafi þá verið sett á sérstakt heimili þar sem sem þau voru undir eftirliti. Allt hafi gengið vel þar til félagsmálayfirvöld hafi fengið dóminn sendan í sænskri þýðingu. Nú fái hún ekki að hitta barnið. „Ég tel þetta allt of harðan dóm gagnvart þessari konur. Hún var undir allt öðrum kringumstæðum á Íslandi þegar þetta gerðist með börnin hennar þar. Það eru mörg ár síðan og hún er nú í allt öðrum aðstæðum í betri aðstæðum til að sjá um barnið sitt. Hún hefur allan tíman lýst yfir samstarfi við yfirvöld hér og hún vill fá hjálp og hún þarf stuðning en þeir telja að hún taki hann ekki til sín eins og þeir ætlast til,“ segir Sigrún en konan viðurkennir ekki brot sín. Sigrún telur að brotið sé á rétti til fjölskyldulífs, gagnvart barninu og móðurinni. Þá sé meðalhófs ekki gætt. „Það er sterkur réttur barns að þekkja foreldri sitt. Það er nú þegar búið að skemma þessi tengsl milli barnsins og móðurinnar vegna þess að barnið er skyndilega tekið af móðurinn, hún var með það á brjósti,“ segir Sigrún. Búið er að áfrýja ákvörðun félagsmálayfirvalda. „Það á ekki að beita börn ofbeldi og auðvitað á að vernda þetta barn gagnvart því en að algjörlega að gera samasemmerki á milli þess að hún hafi verið dæmd á Íslandi sé of mikil hætta á að hún fari illa með þetta barn, það er of langt gengið. Það á að gefa þessari konu stuðning þannig hún geti séð um barnið sitt.“
Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Svíþjóð Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira