Erlent

Ný hand­töku­skipun á hendur Puigdemont gefin út

Atli Ísleifsson skrifar
Evrópska handtökuskipunin á hendur Carles Puigdemont var hins vegar ógilt á síðasta ári, en nú hefur ný verið gefin út.
Evrópska handtökuskipunin á hendur Carles Puigdemont var hins vegar ógilt á síðasta ári, en nú hefur ný verið gefin út. Getty
Hæstiréttur Spánar hefur gefið út nýja handtökuskipun á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar.

AP greinir frá málinu, en tilkynningin kemur í kjölfar þungra dóma sem fjöldi leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna fékk í Hæstarétti Spánar í morgun.

Evrópska handtökuskipunin á hendur Puigdemont var ógilt á síðasta ári, en nú hefur ný verið gefin út.

Þungir dómar

Puigdemont var fremstur í flokki þeirra sem barðist fyrir sjálfstæði héraðsins árið 2017, þegar yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í þjóðaratkvæðagreiðslu greiddi atkvæði með aðskilnaði frá Spáni. Í kjölfarið samþykkti katalónska þingið að lýsa yfir sjálfstæði.

Níu fyrrverandi leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna voru dæmdir í milli níu og þrettán ára fangelsi fyrir uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé í morgun. Réttarhöld hafa staðið í um fjóra mánuði og hlaut Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, þyngsta dóminn, eða þrettán ár.



Flúði til Belgíu

Þjóðaratkvæðagreiðslan í Katalóníu árið 2017 var dæmd ólögleg, og lokaði lögregla fjölda kjörstaða. Einungis um 43 prósent kosningabærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunnar, en um níu af hverjum tíu þeirra greiddi atkvæði með sjálfstæði. Í kjölfarið lýsti héraðsþingið yfir sjálfstæði héraðsins.

Í kjölfarið leysti Spánarstjórn upp héraðsþing Katalóníu og boðaði til nýrra kosninga til þingsins. Flúði Puigdemont þá til Belgíu.


Tengdar fréttir

Leið­togar Kata­lóna fá þunga fangelsis­dóma

Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×