Tyrkir fóru langt með að skilja Ísland eftir Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. október 2019 20:30 vísir/getty Vonir Íslands um að fara beint inn á EM 2020 í gegnum undankeppnina eru orðnar ansi litlar eftir að Tyrkland og Frakkland skildu jöfn í leik sínum á Stade de France í kvöld. Frakkar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess að koma marki í leikinn. Það var ekki fyrr en á 76. mínútu að Olivier Giroud braut ísinn og skoraði með skalla eftir hornspyrnu Antoine Griezmann. Tyrkir náðu hins vegar að jafna sex mínútm síðar. Kaan Ayhan skoraði eftir aukaspyrnu. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Þau úrslit þýða að Tyrkir og Frakkar eru með 19 stig í riðlinum, en Ísland er með 15. Það eru tvær umferðir eftir af riðlinum, Ísland og Tyrkland eiga eftir að mætast og svo eiga Tyrkir leik gegn Andorra. Allar líkur eru á því að Tyrkir vinni Andorra svo því skiptir í raun ekki máli þó Ísland nái að vinna Tyrki. Möguleikinn er þó tölfræðilega séð enn fyrir hendi og íslenska liðið þarf að gera sitt og vinna þá leiki sem eftir eru. EM 2020 í fótbolta
Vonir Íslands um að fara beint inn á EM 2020 í gegnum undankeppnina eru orðnar ansi litlar eftir að Tyrkland og Frakkland skildu jöfn í leik sínum á Stade de France í kvöld. Frakkar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess að koma marki í leikinn. Það var ekki fyrr en á 76. mínútu að Olivier Giroud braut ísinn og skoraði með skalla eftir hornspyrnu Antoine Griezmann. Tyrkir náðu hins vegar að jafna sex mínútm síðar. Kaan Ayhan skoraði eftir aukaspyrnu. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Þau úrslit þýða að Tyrkir og Frakkar eru með 19 stig í riðlinum, en Ísland er með 15. Það eru tvær umferðir eftir af riðlinum, Ísland og Tyrkland eiga eftir að mætast og svo eiga Tyrkir leik gegn Andorra. Allar líkur eru á því að Tyrkir vinni Andorra svo því skiptir í raun ekki máli þó Ísland nái að vinna Tyrki. Möguleikinn er þó tölfræðilega séð enn fyrir hendi og íslenska liðið þarf að gera sitt og vinna þá leiki sem eftir eru.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti