Erlent

Banda­rískur lög­reglu­maður á­kærður fyrir morð

Atli Ísleifsson skrifar
Aaron Dean var sendur í leyfi eftir að málið kom upp. Hann hefur nú verið ákærður fyrir morð.
Aaron Dean var sendur í leyfi eftir að málið kom upp. Hann hefur nú verið ákærður fyrir morð. AP
Bandarískur lögreglumaður sem skaut 28 ára gamla konu til bana á dögunum í Texas, hefur verið ákærður fyrir morð.

Lögreglan var kölluð að heimili í Forth Worth í Texas um síðustu helgi vegna þess að einhver taldi sig hafa séð opnar dyr á húsi í hverfinu. Lögreglumaðurinn Aaron Dean fór í bakgarð hússins og þegar Atatiana Jefferson leit út um gluggann var hún skotin til bana.

Atatiana Jefferson var 28 ára gömul og búsett í húsi í bænum Fort Worth í Texas ríki með átta ára gömlum frænda sínum.Naaccp
Lögreglumaðurinn kynnti sig ekki sem slíkan og kallaði aðeins að henni að rétta upp hendurnar. Áður en hún fékk tækifæri til þess hleypti hann af.

Jefferson lést samstundis af sárum sínum en hún var að passa átta ára gamlan frænda sinn sem varð vitni að morðinu.

Málið hefur enn og aftur vakið upp umræðuna um ofbeldi lögreglu gegn svörtum í Bandaríkjunum en Jefferson var svört og lögreglumaðurinn hvítur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×