Formúla 1

Albon betri en Verstappen?

Bragi Þórðarson skrifar
Albon og Verstappen hafa aðeins verið liðsfélagar í nokkrar keppnir.
Albon og Verstappen hafa aðeins verið liðsfélagar í nokkrar keppnir. Getty
Alexander Albon hefur fengið 17 stigum meira en Max Verstappen síðan að Tælendingurinn kom til Red Bull.

Alexander Albon fékk tækifæri hjá Red Bull eftir ungverska kappaksturinn eftir að Pierre Gasly missti sæti sitt og var færður niður til Toro Rosso.

Síðan þá hefur Albon skorað 48 stig, 17 stigum meira en nýji liðsfélagi sinn, Max Verstappen. Stór ástæða þess er að ungi Hollendingurinn varð frá að hverfa bæði í belgíska kappakstrinum og í Japan um helgina.

Í tímatökum hefur Max þó alltaf verið hraðari. Albon virðist þó byrjaður að venjast Red Bull bílnum og náði hann nákvæmlega sama tíma á liðsfélagi sinn í tímatökunum í Japan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×