Hollensk fjölskylda sem beið eftir heimsendi fannst í kjallara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2019 22:15 Sveitabærinn sem fjölskyldan hélt til á. epa/Wilbert Bijzitter Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. „Fjölskyldufaðirinn,“ sem er 58 ára gamall bjó á bóndabýli í Drenthe héraði í norðurhlut Hollands ásamt sex öðrum fullorðnum einstaklingum á aldrinum 18 til 25 ára. Hópurinn fannst eftir að einn sexmenninganna pantaði sér bjór á bar í nágrannabænum Ruinerwold. Þar sagði hann starfsfólki barsins að hann þyrfti á hjálp að halda. Eldri maðurinn var upphaflega talinn vera faðir hinna íbúanna en sveitarstjóri Ruinerwold, Roger de Groot, sagði í samtali við fréttamenn að svo væri ekki. Þá væri hann heldur ekki eigandi býlisins. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ bætti de Groot við. Samkvæmt fréttastofu RTV Drenthe hafði fjölskyldan búið á býlinu í algerri einangrun og biði hún eftir heimsendi.Fjölskyldan hafði ekki verið samskiptum við umheiminn í mörg ár.epa/Wilbert BijzitterEigandi barsins, Chris Westerbeek, lýsti því við fréttamiðilinn hvernig einn fjölskyldumeðlimanna hafði gengið inn á barinn, pantað sér fimm bjóra og drukkið þá alla. „Ég spjallaði við hann og hann sagði mér þá að hann hafi flúið og þyrfti á hjálp að halda… þá hringdum við á lögregluna.“ „Hárið hans var sítt, skegg hans var skítugt, hann klæddist gömlum fötum og virtist mjög áttaviltur. Hann sagðist aldrei hafa gengið í skóla og hefði ekki farið í klippingu í níu ár,“ bætti Westerbeek við. „Hann sagðist eiga bræður og systur sem byggju á sveitabænum. Hann sagðist vera elstur og vildi stöðva það hvernig þau byggju.“ Eftir tilkynningu bareigandans fóru lögreglumenn að sveitabænum og framkvæmdu þar leit. Þar fundu þeir falinn stigagang á bak við skáp í stofu hússins sem lá niður í kjallarann þar sem fjölskyldan bjó.Hier zat klaarblijkelijk een gezin ondergedoken, wachtende op het einde der tijden. Ligt aan een kanaal, paar kilometer buiten het dorp. Volop onderzoek. We worden op afstand gehouden. #bizar #Ruinerwold pic.twitter.com/dUDY8D74cR — Mark Mensink (@IntoBits) October 15, 2019 Í Ruinerwold búa tæplega 3.000 manns og er sveitabærinn rétt utan við bæinn. Á sveitabænum, sem er lítið sýnilegur vegna trjáa, er bæði grænmetisgarður og ein geit. Nágranni sagði í samtali við hollenska fréttamiðla að hann hafi bara séð einn mann á sveitabænum í gegn um tíðina og aldrei nein börn. Þá hafi verið ýmis dýr á bænum svo sem gæsir og hundur. Bréfberinn á svæðinu sagði þá að hann hafi aldrei borið út póst á býlið. Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að 58 ára gamli maðurinn hafi verið handtekinn og verið væri að rannsaka málið nú en maðurinn hafði ekki verið samvinnuþýður. „Í gær barst okkur tilkynning um áhyggjur á lifnaðarháttum fólks sem var búsett í hás í Buitenhuizerweg í #Ruinerwold,“ skrifaði lögreglan á Twitter. „Við fórum þangað.“Gisteren heeft zich iemand bij ons gemeld die zich zorgen maakte om de leefomstandigheden van mensen in een woning aan de Buitenhuizerweg in #Ruinerwold. Zij zouden daar in een afgesloten ruimte verblijven. Wij zijn daar heen gegaan. — Politie Drenthe (@poldrenthe) October 15, 2019 „Enn er mörgum spurningum ósvarað,“ söguð þeir og bættu við að rannsókn væri nú í fullum gangi. Ekki er ljóst hve lengi fjölskyldan hefur haldið til í kjallaranum eða hvað kom fyrir móður barnanna en sveitastjórinn sagði að hún hafi látist fyrir nokkru síðan. Holland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Fjölskylda sem varði níu árum í kjallara í bið eftir „heimsendi“ fannst af hollensku lögreglunni eftir að einn fjölskyldumeðlimanna mætti á bar í nágrenni heimilisins. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. „Fjölskyldufaðirinn,“ sem er 58 ára gamall bjó á bóndabýli í Drenthe héraði í norðurhlut Hollands ásamt sex öðrum fullorðnum einstaklingum á aldrinum 18 til 25 ára. Hópurinn fannst eftir að einn sexmenninganna pantaði sér bjór á bar í nágrannabænum Ruinerwold. Þar sagði hann starfsfólki barsins að hann þyrfti á hjálp að halda. Eldri maðurinn var upphaflega talinn vera faðir hinna íbúanna en sveitarstjóri Ruinerwold, Roger de Groot, sagði í samtali við fréttamenn að svo væri ekki. Þá væri hann heldur ekki eigandi býlisins. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ bætti de Groot við. Samkvæmt fréttastofu RTV Drenthe hafði fjölskyldan búið á býlinu í algerri einangrun og biði hún eftir heimsendi.Fjölskyldan hafði ekki verið samskiptum við umheiminn í mörg ár.epa/Wilbert BijzitterEigandi barsins, Chris Westerbeek, lýsti því við fréttamiðilinn hvernig einn fjölskyldumeðlimanna hafði gengið inn á barinn, pantað sér fimm bjóra og drukkið þá alla. „Ég spjallaði við hann og hann sagði mér þá að hann hafi flúið og þyrfti á hjálp að halda… þá hringdum við á lögregluna.“ „Hárið hans var sítt, skegg hans var skítugt, hann klæddist gömlum fötum og virtist mjög áttaviltur. Hann sagðist aldrei hafa gengið í skóla og hefði ekki farið í klippingu í níu ár,“ bætti Westerbeek við. „Hann sagðist eiga bræður og systur sem byggju á sveitabænum. Hann sagðist vera elstur og vildi stöðva það hvernig þau byggju.“ Eftir tilkynningu bareigandans fóru lögreglumenn að sveitabænum og framkvæmdu þar leit. Þar fundu þeir falinn stigagang á bak við skáp í stofu hússins sem lá niður í kjallarann þar sem fjölskyldan bjó.Hier zat klaarblijkelijk een gezin ondergedoken, wachtende op het einde der tijden. Ligt aan een kanaal, paar kilometer buiten het dorp. Volop onderzoek. We worden op afstand gehouden. #bizar #Ruinerwold pic.twitter.com/dUDY8D74cR — Mark Mensink (@IntoBits) October 15, 2019 Í Ruinerwold búa tæplega 3.000 manns og er sveitabærinn rétt utan við bæinn. Á sveitabænum, sem er lítið sýnilegur vegna trjáa, er bæði grænmetisgarður og ein geit. Nágranni sagði í samtali við hollenska fréttamiðla að hann hafi bara séð einn mann á sveitabænum í gegn um tíðina og aldrei nein börn. Þá hafi verið ýmis dýr á bænum svo sem gæsir og hundur. Bréfberinn á svæðinu sagði þá að hann hafi aldrei borið út póst á býlið. Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að 58 ára gamli maðurinn hafi verið handtekinn og verið væri að rannsaka málið nú en maðurinn hafði ekki verið samvinnuþýður. „Í gær barst okkur tilkynning um áhyggjur á lifnaðarháttum fólks sem var búsett í hás í Buitenhuizerweg í #Ruinerwold,“ skrifaði lögreglan á Twitter. „Við fórum þangað.“Gisteren heeft zich iemand bij ons gemeld die zich zorgen maakte om de leefomstandigheden van mensen in een woning aan de Buitenhuizerweg in #Ruinerwold. Zij zouden daar in een afgesloten ruimte verblijven. Wij zijn daar heen gegaan. — Politie Drenthe (@poldrenthe) October 15, 2019 „Enn er mörgum spurningum ósvarað,“ söguð þeir og bættu við að rannsókn væri nú í fullum gangi. Ekki er ljóst hve lengi fjölskyldan hefur haldið til í kjallaranum eða hvað kom fyrir móður barnanna en sveitastjórinn sagði að hún hafi látist fyrir nokkru síðan.
Holland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira