Frelsi til að ferðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. október 2019 07:30 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfa aukið frelsi til að velja sína leið í samgöngum. Sanngjarnast er að valið standi á milli raunhæfra valkosta. Í því skyni er samgöngusáttmálinn tímamótasamningur þar sem umferðarvandi þorra landsbúa er kominn á dagskrá með lausnum sem felast í uppbyggingu stofnvegakerfisins, bestun ljósastýringar, bættum almenningssamgöngum og heildstæðu hjólastígakerfi. Sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins hafa komið sér saman um sanngjarnt kerfi samgangna þar sem allir hafa raunhæft val um að ferðast með þeim hætti sem þeir kjósa. Með bættum almenningssamgöngum og betra kerfi göngu- og hjólastíga teljum við að hægt verði að auka hlut þeirra sem ekki ferðast á einkabíl úr 24% í 36%. Þetta skiptir verulegu máli þegar spár gera ráð fyrir að bílaumferð myndi aukast a.m.k. um 40% á næstu 15 árum, ef ekkert er að gert. Ef ekki er boðið upp á fjölbreyttara val í samgöngum, sem auðveldar fólki að komast til vinnu eða skóla, munu umferðartafirnar bara lengjast og umferðarmengunin aukast. Við viljum öll frekar eyða tíma okkar og peningum í annað en enn erfiðari morgunumferð eða stress eða hvort við náum tímanlega að sækja börnin á leikskólann síðdegis. Öll viljum við líka betri loftgæði og færri daga þar sem börn og þau sem eru viðkvæm í lungum eru hvött til að halda sig inni við þegar umferðin hefur mengað of mikið. Til að bæta samgöngur fyrir alla þarf að besta ljósastýringu og liðka fyrir þungum umferðarstraumi og draga þar með úr töfum. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir 7,2 ma. kr. í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Það þarf að stuðla að hagkvæmum almenningssamgöngum sem mun einnig draga úr loftmengun, þrengslum, hávaða og slysum. Með sérakreinum strætisvagna og nýju leiðakerfi sem leyfir notendum að komast fljótar á áfangastað verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir enn fleiri íbúa. Með góðu hjólastígakerfi verða hjólreiðar samgöngukostur, allt árið um kring fyrir vaxandi hóp hjólreiðafólks, Fram undan eru ærin verkefni sem hafa verið vel undirbúin með greiningum, skoðunum og umræðu. Undirbúningur við stofnvegaframkvæmdir, Borgarlínu og bestun á ljósastýringum er formlega hafinn í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar. Fjármagn hefur verið tryggt og áætlað að framkvæmdir hefjist árið 2020. Okkur er því ekkert að vanbúnaði – nú er bara að láta hlutina gerast svo allir komist á áfangastað, sama hvaða ferðamáta þeir kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfa aukið frelsi til að velja sína leið í samgöngum. Sanngjarnast er að valið standi á milli raunhæfra valkosta. Í því skyni er samgöngusáttmálinn tímamótasamningur þar sem umferðarvandi þorra landsbúa er kominn á dagskrá með lausnum sem felast í uppbyggingu stofnvegakerfisins, bestun ljósastýringar, bættum almenningssamgöngum og heildstæðu hjólastígakerfi. Sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins hafa komið sér saman um sanngjarnt kerfi samgangna þar sem allir hafa raunhæft val um að ferðast með þeim hætti sem þeir kjósa. Með bættum almenningssamgöngum og betra kerfi göngu- og hjólastíga teljum við að hægt verði að auka hlut þeirra sem ekki ferðast á einkabíl úr 24% í 36%. Þetta skiptir verulegu máli þegar spár gera ráð fyrir að bílaumferð myndi aukast a.m.k. um 40% á næstu 15 árum, ef ekkert er að gert. Ef ekki er boðið upp á fjölbreyttara val í samgöngum, sem auðveldar fólki að komast til vinnu eða skóla, munu umferðartafirnar bara lengjast og umferðarmengunin aukast. Við viljum öll frekar eyða tíma okkar og peningum í annað en enn erfiðari morgunumferð eða stress eða hvort við náum tímanlega að sækja börnin á leikskólann síðdegis. Öll viljum við líka betri loftgæði og færri daga þar sem börn og þau sem eru viðkvæm í lungum eru hvött til að halda sig inni við þegar umferðin hefur mengað of mikið. Til að bæta samgöngur fyrir alla þarf að besta ljósastýringu og liðka fyrir þungum umferðarstraumi og draga þar með úr töfum. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir 7,2 ma. kr. í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Það þarf að stuðla að hagkvæmum almenningssamgöngum sem mun einnig draga úr loftmengun, þrengslum, hávaða og slysum. Með sérakreinum strætisvagna og nýju leiðakerfi sem leyfir notendum að komast fljótar á áfangastað verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir enn fleiri íbúa. Með góðu hjólastígakerfi verða hjólreiðar samgöngukostur, allt árið um kring fyrir vaxandi hóp hjólreiðafólks, Fram undan eru ærin verkefni sem hafa verið vel undirbúin með greiningum, skoðunum og umræðu. Undirbúningur við stofnvegaframkvæmdir, Borgarlínu og bestun á ljósastýringum er formlega hafinn í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar. Fjármagn hefur verið tryggt og áætlað að framkvæmdir hefjist árið 2020. Okkur er því ekkert að vanbúnaði – nú er bara að láta hlutina gerast svo allir komist á áfangastað, sama hvaða ferðamáta þeir kjósa.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun