Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2019 09:33 Borpallurinn West Hercules í Barentshafi við boranir fyrir norska ríkisolíufélagið Equinor. Mynd/ Ole Jørgen Bratland, Equinor. Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu mikla árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu norska greiningafyrirtækisins Rystad Energy, sem Dagens Næringsliv fjallar um. Í henni segir að í ár verði boraðir alls 130 olíubrunnar, ýmist með fljótandi borpöllum eða botnföstum. Af þeim séu 55 leitarborholur, sem er 16 prósenta aukning frá árinu 2018. „Við gerum ráð fyrir einhvers staðar á bilinu 30 til 50 rannsóknarborholum á ári fram til ársins 2030,“ segja skýrsluhöfundar Rystad Energy. „Noregur er það land í heiminum þar sem aukningin er mest. Olíufélögin eru með sterka lausafjárstöðu og það er mikil fylgni milli þess og þeirra fjármuna sem varið er til olíuleitar,“ segir talsmaður Rystad. Hann bendir á að norska landgrunnið sé mjög samkeppnishæft. Frá því olíukreppan skall á hafi félögum tekist að lækka kostnað við olíuleit verulega. Fjöldi nýrra olíulinda hafi fundist í nágrenni við lindir sem þegar séu nýttar, sem bjóði upp á mikla arðsemi. Sjá einnig: Nýjasta olíulindin framlengir olíuævintýri Norðmanna um áratugi Fleiri olíufélög hafi verið að bætast við, sem hafi einnig stuðlað að aukinni bjartsýni í norska olíugeiranum. Og enginn telji að bjartsýnin minnki á næstu árum. Mikil olíuleit þýðir mikil umsvif í þjónustu við leitina. Þannig segja greinendur að heildartekjur norska olíuþjónustugeirans á síðasta ári hafi numið um 370 milljörðum norskra króna, sem var tíu prósenta vöxtur frá árinu áður. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, var í heimsókn sinni til Reykjavíkur í lok ágústmánaðar spurð í fréttum Stöðvar 2 hvort það gæti farið saman að tala hátíðlega um norðurslóðir og loftlagsmál en vera á sama tíma að stórauka olíuleit í Barentshafi. Hér má sjá svar hennar: Bensín og olía Norðurslóðir Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12 Nýjustu olíulindir taldar tryggja auðlegð Noregs næstu áratugi Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. 7. október 2019 20:27 Grænlendinga dreymir enn um olíuævintýri Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt nýja fimm ára áætlun um olíuleit. Með henni er lýst þeirri stefnumörkun að Grænland verði olíuframleiðsluland í framtíðinni. 21. júní 2019 13:10 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu mikla árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu norska greiningafyrirtækisins Rystad Energy, sem Dagens Næringsliv fjallar um. Í henni segir að í ár verði boraðir alls 130 olíubrunnar, ýmist með fljótandi borpöllum eða botnföstum. Af þeim séu 55 leitarborholur, sem er 16 prósenta aukning frá árinu 2018. „Við gerum ráð fyrir einhvers staðar á bilinu 30 til 50 rannsóknarborholum á ári fram til ársins 2030,“ segja skýrsluhöfundar Rystad Energy. „Noregur er það land í heiminum þar sem aukningin er mest. Olíufélögin eru með sterka lausafjárstöðu og það er mikil fylgni milli þess og þeirra fjármuna sem varið er til olíuleitar,“ segir talsmaður Rystad. Hann bendir á að norska landgrunnið sé mjög samkeppnishæft. Frá því olíukreppan skall á hafi félögum tekist að lækka kostnað við olíuleit verulega. Fjöldi nýrra olíulinda hafi fundist í nágrenni við lindir sem þegar séu nýttar, sem bjóði upp á mikla arðsemi. Sjá einnig: Nýjasta olíulindin framlengir olíuævintýri Norðmanna um áratugi Fleiri olíufélög hafi verið að bætast við, sem hafi einnig stuðlað að aukinni bjartsýni í norska olíugeiranum. Og enginn telji að bjartsýnin minnki á næstu árum. Mikil olíuleit þýðir mikil umsvif í þjónustu við leitina. Þannig segja greinendur að heildartekjur norska olíuþjónustugeirans á síðasta ári hafi numið um 370 milljörðum norskra króna, sem var tíu prósenta vöxtur frá árinu áður. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, var í heimsókn sinni til Reykjavíkur í lok ágústmánaðar spurð í fréttum Stöðvar 2 hvort það gæti farið saman að tala hátíðlega um norðurslóðir og loftlagsmál en vera á sama tíma að stórauka olíuleit í Barentshafi. Hér má sjá svar hennar:
Bensín og olía Norðurslóðir Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15 Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12 Nýjustu olíulindir taldar tryggja auðlegð Noregs næstu áratugi Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. 7. október 2019 20:27 Grænlendinga dreymir enn um olíuævintýri Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt nýja fimm ára áætlun um olíuleit. Með henni er lýst þeirri stefnumörkun að Grænland verði olíuframleiðsluland í framtíðinni. 21. júní 2019 13:10 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Lögþing Færeyja samþykkti einróma nýtt olíuleitarútboð Lögþing Færeyja samþykkti einróma að hefja nýtt olíuleitarútboð í lögsögu eyjanna, að þessu sinni í samstarfi við Breta. Jafnframt var ákveðið að lækka gjöld af olíuvinnslu. 6. maí 2019 22:15
Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12
Nýjustu olíulindir taldar tryggja auðlegð Noregs næstu áratugi Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. 7. október 2019 20:27
Grænlendinga dreymir enn um olíuævintýri Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt nýja fimm ára áætlun um olíuleit. Með henni er lýst þeirri stefnumörkun að Grænland verði olíuframleiðsluland í framtíðinni. 21. júní 2019 13:10