Skortir lagaheimildir fyrir þvingunarrúrræðum sem beitt er á geðdeild Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 15:50 Geðsvið Landspítalans á Kleppi. Vísir/Vilhelm Fullnægjandi lagaheimildir eru ekki til staðar í íslenskri löggjöf til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofnunum sem geta falið í sér inngrip í réttindi sem varin eru í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis sem nú hefur verið birt á vef embættisins. Stjórnvöldum er gefinn frestur til 1. maí 2020 til að bregðast við.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að þótt sjúklingur sé frelsissviptur á grundvelli lögræðislaga eða dóms, veiti það starfsmönnum geðheilbrigðisstofnana þó ekki sjálfkrafa heimild til að skerða réttindi sjúklinga. Skýrslan er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða, en umboðsmanni var falið það verkefni að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Skýrslan byggist á niðurstöðum úr eftirlitsheimsóknum á þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi í Reykjavík, réttargeðdeild, öryggisgeðdeild og sérhæfða endurhæfingargeðdeild en þar hafa einstaklingar jafnan verið vistaðir án samþykkis að því er segir í frétt á vef umboðsmanns. Tilmælum beint til þriggja ráðherra Fram kemur þó að almennt búi sjúklingar á deildunum þremur við góðan aðbúnað. Afþreying og endurhæfing sé almennt í góðu horfi og mönnun í lagi. Þó eru sett fram nokkrar ábendingar og tilmæli í skýrslunni. Bent er á að á Íslandi sé ekki til staðar sérstök geðheilbrigðislöggjöf, ólíkt því sem gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður komst einnig að því við athugun sína að vistun og meðferð sjúklinga sem glíma við alvarlegan geðrænan vanda feli í sér frávik frá meginreglum um sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga miðað við núverandi framkvæmd. „Þrátt fyrir að ekki verði séð að sjúklingar þar séu beittir ómannlegri eða vanvirðandi meðferð verði ekki fram hjá því litið að ráðstafanir sem kunni að skerða stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga verði að eiga sér fullnægjandi lagastoð,“ segir meðal annars í frétt á vef umboðsmanns um málið. Þar til úr þessu verði bætt beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Landspítalans að taka skipulag og starfsemi deildanna til skoðunar. Tilmælum er jafnframt beint til heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra um lagaleg álitaefni. Þá er athygli félagsmálaráðherra enn fremur vakin á því að skortur sé á félagslegum búsetuúrræðum sem getur valdið því að vistun fólks á spítalanum geti orðið lengri og þungbærari en ella. Heilbrigðismál Landspítalinn Mannréttindi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Fullnægjandi lagaheimildir eru ekki til staðar í íslenskri löggjöf til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofnunum sem geta falið í sér inngrip í réttindi sem varin eru í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis sem nú hefur verið birt á vef embættisins. Stjórnvöldum er gefinn frestur til 1. maí 2020 til að bregðast við.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að þótt sjúklingur sé frelsissviptur á grundvelli lögræðislaga eða dóms, veiti það starfsmönnum geðheilbrigðisstofnana þó ekki sjálfkrafa heimild til að skerða réttindi sjúklinga. Skýrslan er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða, en umboðsmanni var falið það verkefni að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Skýrslan byggist á niðurstöðum úr eftirlitsheimsóknum á þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi í Reykjavík, réttargeðdeild, öryggisgeðdeild og sérhæfða endurhæfingargeðdeild en þar hafa einstaklingar jafnan verið vistaðir án samþykkis að því er segir í frétt á vef umboðsmanns. Tilmælum beint til þriggja ráðherra Fram kemur þó að almennt búi sjúklingar á deildunum þremur við góðan aðbúnað. Afþreying og endurhæfing sé almennt í góðu horfi og mönnun í lagi. Þó eru sett fram nokkrar ábendingar og tilmæli í skýrslunni. Bent er á að á Íslandi sé ekki til staðar sérstök geðheilbrigðislöggjöf, ólíkt því sem gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður komst einnig að því við athugun sína að vistun og meðferð sjúklinga sem glíma við alvarlegan geðrænan vanda feli í sér frávik frá meginreglum um sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga miðað við núverandi framkvæmd. „Þrátt fyrir að ekki verði séð að sjúklingar þar séu beittir ómannlegri eða vanvirðandi meðferð verði ekki fram hjá því litið að ráðstafanir sem kunni að skerða stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga verði að eiga sér fullnægjandi lagastoð,“ segir meðal annars í frétt á vef umboðsmanns um málið. Þar til úr þessu verði bætt beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Landspítalans að taka skipulag og starfsemi deildanna til skoðunar. Tilmælum er jafnframt beint til heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra um lagaleg álitaefni. Þá er athygli félagsmálaráðherra enn fremur vakin á því að skortur sé á félagslegum búsetuúrræðum sem getur valdið því að vistun fólks á spítalanum geti orðið lengri og þungbærari en ella.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mannréttindi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira