Þjóðin hvött til að hjálpa við að kenna tækjum íslensku Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2019 20:15 Almenningur er hvattur til að leggja til raddir sínar til aðstoðar við gerð hugbúnaðar þannig að tæki og tölvur geti skilið íslensku. Forseti Íslands var meðal þeirra sem lagði til rödd sína í dag. Fyrirtækið Almannarómur hóf í dag söfnun radda sem nýtast við gerð hugbúnaðar þannig að íslenskan verði full gjaldgeng í hinum stafræna heimi og tæki og tölvur skilji íslensku. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gáfu raddir sínar í dag. Þau skiptu með sér línum úr vísunni:Á íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og varog hún á orð sem geyma gleði og sorg um gamalt líf og nýtt í sveit og borgá vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar málað gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn nema ég og þú. Sjá má þau lesa ljóðið í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. „Við viljum að tungumálið okkar lifi og það þarf að lifa í hinum stafræna heimi. Þetta verkefni sem stjórnvöld eru búin að fjármagna er til þess að tryggja að við getum talað við tækin okkar á íslensku og tækin svari til baka á íslensku,“ segir Lilja. Stjórnvöld styrkja verkefnið með tveimur milljörðum króna en Samtök atvinnulífsins hafa komið að því á síðari stigum en áætlað er að það taki fjögur til fimm ár. „Þetta er verkefni sem við þurfum alltaf að hlúa að eins og við höfum verið að gera í gegnum ár hundruðin. Núna erum við í þessari nýju áskorun þar sem enskan er að koma svona sterk inn og er alls staðar,“ segir menntamálaráðherra. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms hvetur almenning til að fara inn á vefinn samromur.is og gefa raddsýni. Nauðsynlegt sé að safna öllum framburði bæði þeirra sem hér eru fæddir og þeirra sem hingað hafi flutt til að tryggja skilning tækja á íslenskunni. Íslenska á tækniöld Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Almenningur er hvattur til að leggja til raddir sínar til aðstoðar við gerð hugbúnaðar þannig að tæki og tölvur geti skilið íslensku. Forseti Íslands var meðal þeirra sem lagði til rödd sína í dag. Fyrirtækið Almannarómur hóf í dag söfnun radda sem nýtast við gerð hugbúnaðar þannig að íslenskan verði full gjaldgeng í hinum stafræna heimi og tæki og tölvur skilji íslensku. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gáfu raddir sínar í dag. Þau skiptu með sér línum úr vísunni:Á íslensku má alltaf finna svar og orða stórt og smátt sem er og varog hún á orð sem geyma gleði og sorg um gamalt líf og nýtt í sveit og borgá vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar málað gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn nema ég og þú. Sjá má þau lesa ljóðið í frétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. „Við viljum að tungumálið okkar lifi og það þarf að lifa í hinum stafræna heimi. Þetta verkefni sem stjórnvöld eru búin að fjármagna er til þess að tryggja að við getum talað við tækin okkar á íslensku og tækin svari til baka á íslensku,“ segir Lilja. Stjórnvöld styrkja verkefnið með tveimur milljörðum króna en Samtök atvinnulífsins hafa komið að því á síðari stigum en áætlað er að það taki fjögur til fimm ár. „Þetta er verkefni sem við þurfum alltaf að hlúa að eins og við höfum verið að gera í gegnum ár hundruðin. Núna erum við í þessari nýju áskorun þar sem enskan er að koma svona sterk inn og er alls staðar,“ segir menntamálaráðherra. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms hvetur almenning til að fara inn á vefinn samromur.is og gefa raddsýni. Nauðsynlegt sé að safna öllum framburði bæði þeirra sem hér eru fæddir og þeirra sem hingað hafi flutt til að tryggja skilning tækja á íslenskunni.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira