Umturnuðu Hressó og fundu tjörn Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2019 09:30 Unnar Helgi Daníelsson Beck við hina óvæntu, fyrrverandi tjörn í horn bakgarðs Hressingarskálans. Vísir/vilhelm Nýir eigendur Hressingarskálans í Austurstræti hafa tekið til hendinni. Á einum og hálfum mánuði hefur staðnum verið umturnað, færður nær því sem kalla mætti „upprunalegt horf.“ Áratugalöng saga staðarins hefur verið dregin fram og gömlum fastagestum hampað, auk þess sem rykið hefur verið dustað af tjörn sem fannst fyrir slysni í einu horni bakgarðsins. Hulunni verður svipt af nýja Hressingarskálanum í kvöld, sem ætlað er að fylla ákveðið tómarúm í skemmtanalífi borgarinnar. Griðastaður fyrir landlaust tónlistaráhugafólk sem grátið hefur brotthvarf vinsælla tónleikastaða á síðustu misserum. Hressingarskálinn var settur á sölu í maí síðastliðnum, eftir að fyrri eigendur ákváðu að flytjast búferlum til Bandaríkjanna. Húsið við Austurstræti 20 var reist árið 1805 en fyrsti veitingaskálinn opnaði í húsinu á fjórða áratug síðustu aldar. Um er að ræða elsta veitingahús og skemmtistað Reykjavíkur í fullum rekstri, en staðurinn hefur leyfi fyrir 430 manns. Nýju eigendurnir; Unnar Helgi Daníelsson, Guðfinnur Sölvi Karlsson og Björn Jakobsson, sáu tækifæri í þessari ríku sögu. „Bæði garðurinn og húsið sjálft mega muna fífil sinn fegurri, ég held að allir séu sammála um það,“ segir Unnar Helgi. „Við ætlum okkur að auka virðingu staðarins og gera hann að einum þeim skemmtilegasta að koma á.“ Nær allt hefur verið tekið í gegn, allt frá innréttingum til matseðilsins sem nú er afsprengi kokkalandsliðsins, að nafninu frátöldu en Unnar segist hafa lagt ríka áherslu á að tala sjálfur alltaf um Hressingarskálann - en ekki „Hressó.“Hressingarskálinn ber ekki með sér að búið sé að umturna öllu innanhúss. Til stendur að setja upp nýtt skilti fyrir opnunina í kvöld.Vísir/vilhelmVilja halda listatengingunni Unnar Helgi segist hafa varið síðustu vikum í að kynna sér sögu hússins, ekki síst þeirra nafntoguðu einstaklinga sem sótt hafa staðinn í gegnum áratugina. „Eins og Halldór Kiljan Laxness og Steinn Steinarr og fleiri, sem sátu þarna oft,“ að sögn Unnars Helga og bætir við að þeim verði gert hátt undir höfði enda sé ætlunin að Hressingarskálinn verði „hús menningar og lista.“ Þannig stendur til að leigja út efri hæð hússins til listafólks sem skortir aðstöðu. Til stendur að framkvæmdum þar verði lokið eftir um mánuð og munu eigendur Hressingarskálans þá hefja úthlutun á rými efri hæðarinnar. Ætlunin er að þar geti fólk lagt stund á margvíslega list, hvort sem það er skáldskapur, gjörninga- eða myndlist, þeim að kostnaðarlausu. „Þetta er góð leið til að halda í listatengingu hússins,“ segir Unnar. Þrátt fyrir að enn eigi eftir að leggja lokahönd á listarýmið á efri hæðinni er framkvæmdum í aðalrýminu lokið. „Við erum búin að umturna staðnum í rauninni,“ eins og Unnar orðar það. Eigendunum til halds og trausts var hönnuðurinn Kristrún Lárusdóttir Hunter sem hafði yfirumsjón með því að staðurinn kæmist sem næst upprunalegu horfi - án þess þó að verða gamaldags. „Ég er búinn að liggja yfir gömlum myndum af staðnum sem sýna að t.d. að við verðum með sömu kúplaljósin og annað sem hjálpar okkur að tengja saman gamla rýmið og nútímann,“ segir Unnar.Unnar ræddi jafnframt opnun staðarins við Ómar Úlf á X-inu, sem hlusta má á hér að neðan.Húrra-andi yfir vötnum Það er þó ekki aðeins inni í aðalrýminu sem sagan sprettur fram, heldur jafnframt í garðinum þar sem nýju eigendurnir gengu óvænt fram á litla tjörn. „Það var búið að leggja mold yfir hana alla og síðan ruslahaug ofan á það,“ segir Unnar. Þannig verði því ekki háttað eftir breytingarnar „Fulltrúar frá Landbúnaðarháskólanum koma oft til að sýna garðinn og kennarinn kynnti okkur betur fyrir þessari tjörn. Sagði okkur til að mynda hún hafi verið lögð með bárujárnsmóti, eins og gert var í fyrri tíð.“ Það má þó ætla að það verði ekki tjörnin sem mun helst trekkja að gesti á Hressingarskálann. Skemmtanaglaðir Íslendingar hafa kvartað undan skorti á tónleikastöðum í miðborginni, ekki síst eftir lokun skemmtistaðarins Húrra í upphafi árs. Hressingarskálanum er ætlað að fylla þetta tómarúm - og það nokkuð bókstaflega. Nýir eigendur hafa gert Ólaf Halldór Ólafsson að viðburðastjóra staðarins en segja má að hann hafi haft veg og vanda af dagskránni á Húrra á sínum tíma. Þannig verður Hressingarskálinn nýtt heimili hins svokallaða Mánudjazz auk þess sem Babies-böllin munu þar eiga sér samastað. Tónleikahald verður því í fyrirrúmi eftir breytingarnar. Þar mun endurbættur garðurinn koma að góðum notum, sem Unnar segir að verði mikið nýttur næsta sumar þegar veður leyfir. Endurbótunum á húsinu verður fagnað um helgina og segir Unnar Helgi að mikið standi til. Landsþekktir tónlistarmenn munu stíga á svið og ýta þannig tónleikastaðnum Hressingarskálanum formlega úr vör. Dagskráin hefst klukkan 20 í kvöld og kostar ekkert inn. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Gaukurinn, Bakkus, Harlem, Húrra, Þýski barinn og nú Gummi Ben Margir staðir hafa verið reknir í húsnæðinu. Má þar nefna Gaukinn, Bakkus, Harlem, Húrra, Þýska barinn og Húrra. Nú hefur Guðmundur Benediktsson opnað bar á sama stað ásamt félögum sínum. 13. september 2019 13:30 Hressó til sölu Hressingarskálinn Austurstræti, ásamt sportbarnum Bjarna Fel, hefur verið settur á sölu 7. maí 2019 11:54 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Nýir eigendur Hressingarskálans í Austurstræti hafa tekið til hendinni. Á einum og hálfum mánuði hefur staðnum verið umturnað, færður nær því sem kalla mætti „upprunalegt horf.“ Áratugalöng saga staðarins hefur verið dregin fram og gömlum fastagestum hampað, auk þess sem rykið hefur verið dustað af tjörn sem fannst fyrir slysni í einu horni bakgarðsins. Hulunni verður svipt af nýja Hressingarskálanum í kvöld, sem ætlað er að fylla ákveðið tómarúm í skemmtanalífi borgarinnar. Griðastaður fyrir landlaust tónlistaráhugafólk sem grátið hefur brotthvarf vinsælla tónleikastaða á síðustu misserum. Hressingarskálinn var settur á sölu í maí síðastliðnum, eftir að fyrri eigendur ákváðu að flytjast búferlum til Bandaríkjanna. Húsið við Austurstræti 20 var reist árið 1805 en fyrsti veitingaskálinn opnaði í húsinu á fjórða áratug síðustu aldar. Um er að ræða elsta veitingahús og skemmtistað Reykjavíkur í fullum rekstri, en staðurinn hefur leyfi fyrir 430 manns. Nýju eigendurnir; Unnar Helgi Daníelsson, Guðfinnur Sölvi Karlsson og Björn Jakobsson, sáu tækifæri í þessari ríku sögu. „Bæði garðurinn og húsið sjálft mega muna fífil sinn fegurri, ég held að allir séu sammála um það,“ segir Unnar Helgi. „Við ætlum okkur að auka virðingu staðarins og gera hann að einum þeim skemmtilegasta að koma á.“ Nær allt hefur verið tekið í gegn, allt frá innréttingum til matseðilsins sem nú er afsprengi kokkalandsliðsins, að nafninu frátöldu en Unnar segist hafa lagt ríka áherslu á að tala sjálfur alltaf um Hressingarskálann - en ekki „Hressó.“Hressingarskálinn ber ekki með sér að búið sé að umturna öllu innanhúss. Til stendur að setja upp nýtt skilti fyrir opnunina í kvöld.Vísir/vilhelmVilja halda listatengingunni Unnar Helgi segist hafa varið síðustu vikum í að kynna sér sögu hússins, ekki síst þeirra nafntoguðu einstaklinga sem sótt hafa staðinn í gegnum áratugina. „Eins og Halldór Kiljan Laxness og Steinn Steinarr og fleiri, sem sátu þarna oft,“ að sögn Unnars Helga og bætir við að þeim verði gert hátt undir höfði enda sé ætlunin að Hressingarskálinn verði „hús menningar og lista.“ Þannig stendur til að leigja út efri hæð hússins til listafólks sem skortir aðstöðu. Til stendur að framkvæmdum þar verði lokið eftir um mánuð og munu eigendur Hressingarskálans þá hefja úthlutun á rými efri hæðarinnar. Ætlunin er að þar geti fólk lagt stund á margvíslega list, hvort sem það er skáldskapur, gjörninga- eða myndlist, þeim að kostnaðarlausu. „Þetta er góð leið til að halda í listatengingu hússins,“ segir Unnar. Þrátt fyrir að enn eigi eftir að leggja lokahönd á listarýmið á efri hæðinni er framkvæmdum í aðalrýminu lokið. „Við erum búin að umturna staðnum í rauninni,“ eins og Unnar orðar það. Eigendunum til halds og trausts var hönnuðurinn Kristrún Lárusdóttir Hunter sem hafði yfirumsjón með því að staðurinn kæmist sem næst upprunalegu horfi - án þess þó að verða gamaldags. „Ég er búinn að liggja yfir gömlum myndum af staðnum sem sýna að t.d. að við verðum með sömu kúplaljósin og annað sem hjálpar okkur að tengja saman gamla rýmið og nútímann,“ segir Unnar.Unnar ræddi jafnframt opnun staðarins við Ómar Úlf á X-inu, sem hlusta má á hér að neðan.Húrra-andi yfir vötnum Það er þó ekki aðeins inni í aðalrýminu sem sagan sprettur fram, heldur jafnframt í garðinum þar sem nýju eigendurnir gengu óvænt fram á litla tjörn. „Það var búið að leggja mold yfir hana alla og síðan ruslahaug ofan á það,“ segir Unnar. Þannig verði því ekki háttað eftir breytingarnar „Fulltrúar frá Landbúnaðarháskólanum koma oft til að sýna garðinn og kennarinn kynnti okkur betur fyrir þessari tjörn. Sagði okkur til að mynda hún hafi verið lögð með bárujárnsmóti, eins og gert var í fyrri tíð.“ Það má þó ætla að það verði ekki tjörnin sem mun helst trekkja að gesti á Hressingarskálann. Skemmtanaglaðir Íslendingar hafa kvartað undan skorti á tónleikastöðum í miðborginni, ekki síst eftir lokun skemmtistaðarins Húrra í upphafi árs. Hressingarskálanum er ætlað að fylla þetta tómarúm - og það nokkuð bókstaflega. Nýir eigendur hafa gert Ólaf Halldór Ólafsson að viðburðastjóra staðarins en segja má að hann hafi haft veg og vanda af dagskránni á Húrra á sínum tíma. Þannig verður Hressingarskálinn nýtt heimili hins svokallaða Mánudjazz auk þess sem Babies-böllin munu þar eiga sér samastað. Tónleikahald verður því í fyrirrúmi eftir breytingarnar. Þar mun endurbættur garðurinn koma að góðum notum, sem Unnar segir að verði mikið nýttur næsta sumar þegar veður leyfir. Endurbótunum á húsinu verður fagnað um helgina og segir Unnar Helgi að mikið standi til. Landsþekktir tónlistarmenn munu stíga á svið og ýta þannig tónleikastaðnum Hressingarskálanum formlega úr vör. Dagskráin hefst klukkan 20 í kvöld og kostar ekkert inn.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Gaukurinn, Bakkus, Harlem, Húrra, Þýski barinn og nú Gummi Ben Margir staðir hafa verið reknir í húsnæðinu. Má þar nefna Gaukinn, Bakkus, Harlem, Húrra, Þýska barinn og Húrra. Nú hefur Guðmundur Benediktsson opnað bar á sama stað ásamt félögum sínum. 13. september 2019 13:30 Hressó til sölu Hressingarskálinn Austurstræti, ásamt sportbarnum Bjarna Fel, hefur verið settur á sölu 7. maí 2019 11:54 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Gaukurinn, Bakkus, Harlem, Húrra, Þýski barinn og nú Gummi Ben Margir staðir hafa verið reknir í húsnæðinu. Má þar nefna Gaukinn, Bakkus, Harlem, Húrra, Þýska barinn og Húrra. Nú hefur Guðmundur Benediktsson opnað bar á sama stað ásamt félögum sínum. 13. september 2019 13:30
Hressó til sölu Hressingarskálinn Austurstræti, ásamt sportbarnum Bjarna Fel, hefur verið settur á sölu 7. maí 2019 11:54