Lífið

Dýrin léku sér með grasker í aðdraganda hrekkjavöku

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þetta tígrisdýr virtist skemmta sér nokkuð vel.
Þetta tígrisdýr virtist skemmta sér nokkuð vel. Vísir/AP
Þótt þrettán dagar séu í hrekkjavöku hafa dýrin í Detroit-dýragarðinum tekið forskot á sæluna. Tígrisdýr, nashyrningar og önnur dýr sem búa í dýragarðinum í þessari stærstu borg Michigan-ríkis Bandaríkjanna hafa engan áhuga á því að bíða eftir sjálfri hrekkjavökunni og voru strax farin að skemmta sér í vikunni.

Dýragarðurinn hefur sett sér það markmið að breyta athvörfum dýranna reglulega og bæta þau. Þess vegna hafa starfsmenn nú verið í óða önn við að færa dýrunum hrekkjavökugrasker til þess að leika sér með.

Og þótt grímubúningar spili vissulega stórt hlutverk í hrekkjavökusiðum Bandaríkjamanna gera margir sér grein fyrir því að hátíðin snýst um nammi. Þess vegna býður dýranna óvæntur glaðningur þegar þeim hefur tekist að opna graskerin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×