Tímamót hjá Fréttablaðinu Jón Þórisson skrifar 19. október 2019 09:30 Kynnt var í gær að breyting hefði orðið á eignarhaldi Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. Við þessa breytingu eignaðist félag í eigu Helga Magnússonar, ásamt öðrum, allt hlutafé í útgáfufélaginu, en félag Helga keypti helmingshlut í því í byrjun júní síðastliðins. Viðskipti þessi marka tímamót í útgáfusögu Fréttablaðsins. Við þau hverfa frá stjórnarborðinu hluthafar sem hafa fylgt blaðinu frá árinu 2004 eða nánast alla útgáfusögu þess. Um er að ræða hjónin Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur og eiginmann hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson. Framlag þeirra til íslenskrar fjölmiðlasögu er mikið og merkilegt og verður án efa gerð skil með ítarlegum hætti í fyllingu tímans. Fréttablaðið þakkar ánægjulegt og uppbyggilegt samstarf við þau og þeirra mikilvægu staðfestu og þrautseigju að halda úti öflugasta fjölmiðli landsins um 16 ára skeið. Um þessar mundir er Fréttablaðið prentað í tæplega 80.000 eintökum sex daga vikunnar og ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína, hvort sem það varðar lestur, útbreiðslu eða upplag. Samhliða þessum breytingum á eignarhaldi útgáfufélagsins er stefnt að því að miðlar Hringbrautar, sem staðið hefur að sjónvarpsútsendingum og netmiðli undir sama nafni, renni inn í Torg. Er sá samruni háður samþykki samkeppnisyfirvalda og umsögn fjölmiðlanefndar. Tilkynning þess efnis hefur verið send þessum stofnunum og bíður meðferðar þeirra. Ætlunin er að starfsemi Hringbrautar flytjist á Hafnartorg þar sem ritstjórn Fréttablaðsins og frettabladid.is er til húsa. Þá var einnig tilkynnt um það í gær að Ólöf Skaftadóttir hafi látið af starfi ritstjóra að eigin ósk. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðastliðin sjö ár. Henni eru þökkuð vel unnin störf. Jón Þórisson lögfræðingur hefur verið ráðinn ritstjóri við hlið Davíðs Stefánssonar. Jón er jafnframt ábyrgðarmaður útgáfunnar. Jóhanna Helga Viðarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra hjá Torgi ehf., verður nú forstjóri og útgefandi fyrirtækisins. Allt er þetta liður í að efla útgáfu Fréttablaðsins og tengdra miðla, ekki síst í þeirri varnarbaráttu sem háð er um sjálfstæða útgáfu fréttamiðla á Íslandi. Stjórn Torgs hefur samþykkt ritstjórnarstefnu fyrir blaðið og miðla þess. Þar segir að stefna fjölmiðla félagsins sé að halda uppi borgaralegum viðhorfum, víðsýni og frjálslyndi. Frelsi sé gert hátt undir höfði og hag neytenda haldið á lofti. Stjórnvöldum á hverjum tíma sé veitt aðhald á öllum sviðum og sama gildi um dómstóla. Fréttablaðið og miðlar þess aðhyllist alþjóðlegt samstarf Íslendinga á breiðum vettvangi og horft sé til þess að dýpka slíkt samstarf til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Jón Þórisson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Kynnt var í gær að breyting hefði orðið á eignarhaldi Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. Við þessa breytingu eignaðist félag í eigu Helga Magnússonar, ásamt öðrum, allt hlutafé í útgáfufélaginu, en félag Helga keypti helmingshlut í því í byrjun júní síðastliðins. Viðskipti þessi marka tímamót í útgáfusögu Fréttablaðsins. Við þau hverfa frá stjórnarborðinu hluthafar sem hafa fylgt blaðinu frá árinu 2004 eða nánast alla útgáfusögu þess. Um er að ræða hjónin Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur og eiginmann hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson. Framlag þeirra til íslenskrar fjölmiðlasögu er mikið og merkilegt og verður án efa gerð skil með ítarlegum hætti í fyllingu tímans. Fréttablaðið þakkar ánægjulegt og uppbyggilegt samstarf við þau og þeirra mikilvægu staðfestu og þrautseigju að halda úti öflugasta fjölmiðli landsins um 16 ára skeið. Um þessar mundir er Fréttablaðið prentað í tæplega 80.000 eintökum sex daga vikunnar og ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína, hvort sem það varðar lestur, útbreiðslu eða upplag. Samhliða þessum breytingum á eignarhaldi útgáfufélagsins er stefnt að því að miðlar Hringbrautar, sem staðið hefur að sjónvarpsútsendingum og netmiðli undir sama nafni, renni inn í Torg. Er sá samruni háður samþykki samkeppnisyfirvalda og umsögn fjölmiðlanefndar. Tilkynning þess efnis hefur verið send þessum stofnunum og bíður meðferðar þeirra. Ætlunin er að starfsemi Hringbrautar flytjist á Hafnartorg þar sem ritstjórn Fréttablaðsins og frettabladid.is er til húsa. Þá var einnig tilkynnt um það í gær að Ólöf Skaftadóttir hafi látið af starfi ritstjóra að eigin ósk. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðastliðin sjö ár. Henni eru þökkuð vel unnin störf. Jón Þórisson lögfræðingur hefur verið ráðinn ritstjóri við hlið Davíðs Stefánssonar. Jón er jafnframt ábyrgðarmaður útgáfunnar. Jóhanna Helga Viðarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra hjá Torgi ehf., verður nú forstjóri og útgefandi fyrirtækisins. Allt er þetta liður í að efla útgáfu Fréttablaðsins og tengdra miðla, ekki síst í þeirri varnarbaráttu sem háð er um sjálfstæða útgáfu fréttamiðla á Íslandi. Stjórn Torgs hefur samþykkt ritstjórnarstefnu fyrir blaðið og miðla þess. Þar segir að stefna fjölmiðla félagsins sé að halda uppi borgaralegum viðhorfum, víðsýni og frjálslyndi. Frelsi sé gert hátt undir höfði og hag neytenda haldið á lofti. Stjórnvöldum á hverjum tíma sé veitt aðhald á öllum sviðum og sama gildi um dómstóla. Fréttablaðið og miðlar þess aðhyllist alþjóðlegt samstarf Íslendinga á breiðum vettvangi og horft sé til þess að dýpka slíkt samstarf til framtíðar.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar