Allir jafnir á Neyðarmóttökunni Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. október 2019 09:15 "Þolendur lýsa auknu trausti á kerfið, bæði heilbrigðiskerfið og löggæslu, það er allavega það sem við heyrum frá þeim,“ segir Hrönn Stefánsdóttir. Fréttablaðið/Anton brink Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, segir fleiri karla og konur í virkri vímuefnaneyslu leita til þeirra eftir kynferðisofbeldi. „Komur þeirra hafa þrefaldast síðustu þrjú árin, en brotunum hefur ekki endilega fjölgað. Þau koma til okkar því þau leggja traust á móttökuna og eru frekar tilbúin að leita sér aðstoðar,“ segir Hrönn og segir mestu máli skipta samvinnu við úrræði á borð við Frú Ragnheiði, Konukot og VoR sem er færanlegt vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar en það teymi aðstoðar fólk í erfiðleikum vegna vímuefna og/eða geðsjúkdóma. „Stærsti hluti þolenda sem leitar til okkar eru konur. Strákar og karlar eru enn meira hikandi við að leita sér aðstoðar eftir kynferðisofbeldi en það færist þó líka í aukana. Þróunin upp á síðkastið er sú að þolendur í vímuefnaneyslu viðurkenna oftar brotin sem þau verða fyrir og leggja fram kæru til lögreglu, sem er mjög jákvætt.“Öruggt húsnæði mikilvægt „Á Neyðarmóttökunni viljum við tryggja öryggi ef aðstæður fólks sem leitar til okkar eru ótryggar og erum í góðu samstarfi við Konukot og Kvennaathvarfið ef á þarf að halda.“ Hrönn segir þennan hóp þolenda kynferðisofbeldis sérstaklega viðkvæman. „Við vitum að hættan á kynferðisofbeldi er mikil þegar fólk er heimilislaust og í neyslu. Konur í þessum aðstæðum eru í mikilli hættu á ofbeldi. Þær verða stundum háðar ofbeldismönnum sínum varðandi vímuefni og húsnæði. Þess vegna er mjög mikilvægt að tryggja þeim húsnæði og styðja við þær. Þær eru stundum að gista á sófanum hjá einhverjum og eru ekki óhultar í þeim aðstæðum.“Fylgir því meiri skömm að glíma við kynferðisofbeldi sem verður í neyslu? „Það er margfalt meiri skömm. Ég heyri oft eitthvað á þá leið að viðkomandi hefði átt að vera löngu búinn að koma sér út úr þessu. En þá erum við dugleg að svara því að ábyrgðin sé alltaf gerandans. Þessi hópur þolenda er oft manneskjur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi margsinnis áður. Jafnvel alveg frá barnæsku. Þau segja okkur að þau vilji bara deyfa sig og noti þess vegna vímuefni. Við á Neyðarmóttökunni getum verið brú yfir í velferðarþjónustu og með meiri samvinnu við önnur úrræði getum við betur stutt við þessa einstaklinga sem til okkar leita. Það er svo margt sem þarf að huga að, staðan sem þau eru í er ótrygg, þau vita ekki hvernig næsti sólarhringur verður eða hvort ofbeldismaðurinn nær aftur til þeirra. Stundum á kynferðisofbeldi sér stað í nánum samböndum og það er líka flókið.“Vilja þessir þolendur kæra brot sín? Verða þeir fyrir endurteknum brotum? „Þolendur lýsa auknu trausti á kerfið, bæði heilbrigðiskerfið og löggæslu, það er allavega það sem við heyrum frá þeim. Það má meðal annars þakka úrræðum Frú Ragnheiðar, Konukots og VoR-teymisins því að þau eru í beinum tengslum við þessa einstaklinga og geta stutt við þau og frætt þau um hvert þau eiga að leita, eftir ofbeldið. Ég fagna þessu aukna trausti, það sýnir hvað það er mikilvægt að vera í góðri samvinnu við önnur kerfi. Ég sé mikinn mun á þeim tæplega sjö árum sem ég hef starfað hér. Það að leggja fram kæru á hendur ofbeldismanni er jákvætt því að þolendur eru að setja ákveðin mörk. Þetta er hópur sem verður fyrir endurteknum brotum og brotin eru oft líka undanfari neyslunnar. Rannsóknir sýna það mjög skýrt að áföll í æsku tengjast neyslu. Einnig að búa við mikla streitu sem barn getur orðið til þess að þú farir að misnota vímuefni.“Sjálfsásökunin mjög sterkSættir fólk sem er í neyslu sig frekar við ofbeldissambönd en aðrir? „Þau sætta sig ekkert frekar við að vera í ofbeldissamböndum en aðrir. En sjálfsásökunin er mjög sterk og við reynum að aðstoða þau við að leiðrétta þá hugsun. Því enginn kemur sér í þessar aðstæður. Það eru gerendur sem brjóta á þeim og bera ábyrgð. Þegar þessir einstaklingar voru ungir þá voru færri úrræði og minni stuðningur í nærumhverfi þeirra til að leita sér aðstoðar eftir ofbeldi en í dag eru aukin úrræði fyrir þolendur. Með stuðningi og fræðslu leita þau hingað á Neyðarmóttökuna og hér eru allir jafnir. Við erum ekki að horfa á einstakling sem er í þessum aðstæðum vegna neyslu heldur einstakling sem varð fyrir ofbeldi og við ætlum að aðstoða hann. Við heyrum sögur af því að kynferðisofbeldið hafi komið í kjölfar greiða eða vegna þvingunar, tengt neyslu. Okkar hlutverk er að aðstoða fólk og sinna því eftir ofbeldið sem og minna þau á að kynferðisofbeldi, nauðganir og þvinganir séu aldrei réttlætanlegar, sama hvaða aðstæður eru fyrir hendi.“ Þolendur í neyslu eru á öllum aldri. „Yngsti þolandinn sem hingað hefur leitað og var í neyslu var þrettán ára. Sá elsti sem ég man eftir um sextugt. Aldursbilið er ögn breiðara hvað varðar þolendur í neyslu en almennt.“ Þú nefndir að konur væru stærsti hópurinn sem leitar til ykkar, en nú hafa nokkur stórmál sem varða drengi í neyslu sem voru misnotaðir verið í deiglunni. Hver er ykkar tilfinning? „Ég get ekki talað um einstök tilvik en við sinnum strákum og körlum, en þeir koma síður til okkar. Við myndum gjarnan vilja fá þá til okkar og aðstoða þá eftir ofbeldi því við gerum það jafnt og við konur. En eins og er alls staðar í heiminum þá leita karlmenn sér ekki aðstoðar eftir kynferðisofbeldi í eins miklum mæli og konur, þeir eru að ég held ekki alveg tilbúnir. Það er meira stigma og það er svona innri stimplun. Þeir loka frekar á ofbeldið og nota jafnvel óheilbrigðar leiðir til að takast á við ofbeldið sem þeir hafa orðið fyrir, eins og aukna áfengisnotkun. Karlmenn leita sér svo stundum aðstoðar á fullorðinsaldri vegna ofbeldis sem þeir urðu fyrir 14-16 ára en við myndum vilja geta aðstoðað þá sem fyrst eftir ofbeldisatvik.“ Hrönn nefnir að þó að sjálfsásökunin sér mikil hjá þolendum kynferðisofbeldis hafi opin umræða dregið aðeins úr henni. „Ungt fólk veit betur hvað er rétt og rangt og það hefur komið með aukinni umræðu og fræðslu. Það er meira meðvitað um hvað er rétt og rangt. En hjá eldri einstaklingum er sjálfsásökunin enn þung og mikil, kannski er það vegna þess að það er svo innprentað í til dæmis mína kynslóð að við ættum að passa okkur.“Með sömu drauma Hrönn segir fordóma í samfélaginu gagnvart fólki í vímuefnaneyslu. „Það er stimpill á fólki í vímuefnaneyslu. En þetta er bara fólk eins og við, sem á fjölskyldur, jafnvel börn og eiga sömu drauma og væntingar til lífsins og við. Mér finnst einstaklingar í vímuefnaneyslu stundum dálítið ósýnilegur hópur. Starfsfólk bráðamóttöku og Neyðarmóttöku leggur sig fram við að taka vel á móti einstaklingum í vímuefnaneyslu. Við leggjum okkur fram við að sýna þeim virðingu jafnt á við aðra sjúklingahópa og alltaf í meiri mæli, ég vona að þau finni þær jákvæðu breytingar sem hafa orðið á undanförnum árum í þjónustu til þeirra. Að því sögðu þá má alltaf bæta þjónustuna og við þurfum að fara að endurskoða til dæmis verkjalyfjagjafir einstaklinga í vímuefnaneyslu, fráhvarfsmeðferð og jafnvel hvort það sé grundvöllur fyrir því að hefja meðferð á bráðamóttökunni eins og farið er að gera í sumum fylkjum Bandaríkjanna. Í teymi Neyðarmóttökunnar eru frábærir réttargæslumenn sem sinna þolendum með tilliti til réttarkerfisins og styðja þá í kæruferli. Mér finnst lögreglan sinna þessum málum vel og að sama skapi er komið aukið traust á að kerfið vinni með þeim sem þolendum, jafnvel þó að þau séu í vímuefnaneyslu. Hvað dómskerfið varðar þá veit ég ekki hvort það sé nokkur munur á málum eftir einstaklingum. Það er margt sem mætti þróast þar en það er í stöðugri endurskoðun sýnist mér.“Skaðaminnkun virkarHvaða skoðun hefur þú á afglæpavæðingu vímuefnaneyslu í þessu samhengi? „Ég vil hugsa þetta út frá hugmyndafræði skaðaminnkunar og tel að við verðum að mæta einstaklingi í vímuefnaneyslu þar sem hann er staddur hverju sinni. Skaðaminnkunarmódelið er að virka. Við verðum að hafa í huga að ef einstaklingur í vímuefnaneyslu er í aðstæðum sem eru ótryggar, hefur orðið fyrir árás eða ofbeldi og hringir á sjúkrabíl, þá kemur lögreglan með á staðinn eða er komin á undan stundum. Við höfum heyrt að þetta hamli því að þolendur leiti sér aðstoðar viðbragðsaðila, það er að segja sjúkraflutningamanna. Af því að það er kannski einhver vímuefnaneysla á svæðinu. Það er eitt sem má skoða í þessu. Ég held að við vitum alveg að vímuefni eru skaðleg en fyrir þennan hóp sem er í virkri vímuefnaneyslu þá verðum við að mæta fólki þar sem það er statt. Ég vil að við sem samfélag einbeitum okkur frekar að þeim sem fjármagna og skipuleggja fíkniefnasölu frekar en að refsa veiku fólki með litla skammta sem eru þeirra lífæð. Það er leitt að fólk sem hefur orðið fyrir alvarlegu ofbeldi geti hræðst það að hringja á lögregluna.“María vildi innrita sig i meðferð á Vogi. Hún þurfti frá að hverfa því að þar mætti hún ofbeldismanni sínum sem hafði haldið henni nauðugri.„Þær mæta ofbeldismönnum á Vogi, spítölum, í úrræðum, alls staðar“ „Ég hef enga tölu á því hversu oft það hefur verið brotið á mér,“ segir kona sem leyfir blaðamanni að skyggnast inn í tilveru sína. Hún er um fertugt og hefur verið í vímuefnaneyslu frá því hún var tæplega tvítug. Við skulum kalla konuna Maríu. Með henni er kona sem hún treystir og hefur stutt Maríu í rúmlega tvö ár með góðum árangri. María: Ég hef verið í neyslu í tuttugu ár. Það varð mjög hröð þróun hjá mér. Er oft að reyna að hætta. Það gengur upp og niður. Ég nota rítalín enn þann dag í dag, stundum morfín.Vinkona: Hún er búin að vera rosalega dugleg. Með þéttan stuðning. Hún hittir teymi frá Reykjavíkurborg á hverjum degi og hefur mörgum sinnum náð að vera edrú í svolítinn tíma. Og þá getað unnið hlutastörf.María: Ég var mörg ár á götunni. Lenti fyrst á götunni áður en Konukot var opnað og þá var mikið brotið á mér. Þetta er alltaf áfall, en ég hef bara enga tölu á þessu. Mér finnst þeir heppnir sem lenda í þessu kannski bara einu sinni eða tvisvar.Vinkona: Ég hef stundum upplifað að henni finnst ekki ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir hafa verið nógu merkilegt til að nefna það við mig.María: Maður segir bara stundum við sig: Æi, þetta er bara svona. Hún vinkona mín minnir mig á það að ábyrgðin sé ekki mín. Ég reyndi að kæra eitt ákveðið mál. En það gekk ekki upp.Viltu segja mér frá því?María: Maðurinn tók mig gíslatöku og neitaði að hleypa mér út. Hann lét mig fá morfínsprautu. Ég er ekki mjög vön því, en ég var búin að segja við hann að ég vildi það ekki. Vildi bara töflur. Svo bara vakna ég í engum fötum í rúmi með hann við hliðina á mér. Ég var með mikla áverka. Hann hélt mér þarna inni í nokkra sólarhringa. En mér tókst að fá leyfi til að fara niður og taka á móti efnum og þá flúði ég. Ég hljóp út á götu og þaðan fór ég í Konukot. Þær þekktu mig vel og sáu strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Þær tóku mig afsíðis á skrifstofuna sína og hringdu á sjúkrabíl. En svo ákvað ég að kæra. Ég fékk lögfræðing, ég fór í skýrslutöku og sagði frá því sem gerðist.Vinkona: Þetta var orð gegn orði og við fengum að vita að það hefði unnið gegn henni að hafa verið undir áhrifum. Ég var með henni í Bjarkarhlíð þegar við fengum fréttirnar, að málið hefði verið fellt niður og það var henni gífurlegt áfall. Síðan þá hefur ofbeldismaðurinn orðið á vegi hennar. Hún fór á Vog einn daginn en útskrifaði sig strax þegar hún sá hann. Það var hún sem þurfti að fara. Ekki hann. Þær mæta ofbeldismönnum á Vogi, spítölum, í úrræðum, alls staðar.Þú færð aðstoð frá VoR-teyminu. Hefur lífið breyst frá því að það kom þér til aðstoðar?María: Það varð mikil breyting til góðs þegar VoR-teymið kom inn. Ég hitti þau á hverjum degi og er að fara að flytja í nýtt húsnæði. Er skeptísk en ég vona að það verði til góðs.Dæmir fólk þig?María: Já.Vinkona: Fólk ætti að hafa það í huga áður en það dæmir að það er nokkuð sem við sjáum sem erum að vinna með konum eins og Maríu og það er að mjög margar þeirra hafa orðið fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi í æsku. Fólk sem er í hennar stöðu er þar ekki af því það vill það. Þetta kýs enginn. Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, segir fleiri karla og konur í virkri vímuefnaneyslu leita til þeirra eftir kynferðisofbeldi. „Komur þeirra hafa þrefaldast síðustu þrjú árin, en brotunum hefur ekki endilega fjölgað. Þau koma til okkar því þau leggja traust á móttökuna og eru frekar tilbúin að leita sér aðstoðar,“ segir Hrönn og segir mestu máli skipta samvinnu við úrræði á borð við Frú Ragnheiði, Konukot og VoR sem er færanlegt vettvangs- og ráðgjafarteymi Reykjavíkurborgar en það teymi aðstoðar fólk í erfiðleikum vegna vímuefna og/eða geðsjúkdóma. „Stærsti hluti þolenda sem leitar til okkar eru konur. Strákar og karlar eru enn meira hikandi við að leita sér aðstoðar eftir kynferðisofbeldi en það færist þó líka í aukana. Þróunin upp á síðkastið er sú að þolendur í vímuefnaneyslu viðurkenna oftar brotin sem þau verða fyrir og leggja fram kæru til lögreglu, sem er mjög jákvætt.“Öruggt húsnæði mikilvægt „Á Neyðarmóttökunni viljum við tryggja öryggi ef aðstæður fólks sem leitar til okkar eru ótryggar og erum í góðu samstarfi við Konukot og Kvennaathvarfið ef á þarf að halda.“ Hrönn segir þennan hóp þolenda kynferðisofbeldis sérstaklega viðkvæman. „Við vitum að hættan á kynferðisofbeldi er mikil þegar fólk er heimilislaust og í neyslu. Konur í þessum aðstæðum eru í mikilli hættu á ofbeldi. Þær verða stundum háðar ofbeldismönnum sínum varðandi vímuefni og húsnæði. Þess vegna er mjög mikilvægt að tryggja þeim húsnæði og styðja við þær. Þær eru stundum að gista á sófanum hjá einhverjum og eru ekki óhultar í þeim aðstæðum.“Fylgir því meiri skömm að glíma við kynferðisofbeldi sem verður í neyslu? „Það er margfalt meiri skömm. Ég heyri oft eitthvað á þá leið að viðkomandi hefði átt að vera löngu búinn að koma sér út úr þessu. En þá erum við dugleg að svara því að ábyrgðin sé alltaf gerandans. Þessi hópur þolenda er oft manneskjur sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi margsinnis áður. Jafnvel alveg frá barnæsku. Þau segja okkur að þau vilji bara deyfa sig og noti þess vegna vímuefni. Við á Neyðarmóttökunni getum verið brú yfir í velferðarþjónustu og með meiri samvinnu við önnur úrræði getum við betur stutt við þessa einstaklinga sem til okkar leita. Það er svo margt sem þarf að huga að, staðan sem þau eru í er ótrygg, þau vita ekki hvernig næsti sólarhringur verður eða hvort ofbeldismaðurinn nær aftur til þeirra. Stundum á kynferðisofbeldi sér stað í nánum samböndum og það er líka flókið.“Vilja þessir þolendur kæra brot sín? Verða þeir fyrir endurteknum brotum? „Þolendur lýsa auknu trausti á kerfið, bæði heilbrigðiskerfið og löggæslu, það er allavega það sem við heyrum frá þeim. Það má meðal annars þakka úrræðum Frú Ragnheiðar, Konukots og VoR-teymisins því að þau eru í beinum tengslum við þessa einstaklinga og geta stutt við þau og frætt þau um hvert þau eiga að leita, eftir ofbeldið. Ég fagna þessu aukna trausti, það sýnir hvað það er mikilvægt að vera í góðri samvinnu við önnur kerfi. Ég sé mikinn mun á þeim tæplega sjö árum sem ég hef starfað hér. Það að leggja fram kæru á hendur ofbeldismanni er jákvætt því að þolendur eru að setja ákveðin mörk. Þetta er hópur sem verður fyrir endurteknum brotum og brotin eru oft líka undanfari neyslunnar. Rannsóknir sýna það mjög skýrt að áföll í æsku tengjast neyslu. Einnig að búa við mikla streitu sem barn getur orðið til þess að þú farir að misnota vímuefni.“Sjálfsásökunin mjög sterkSættir fólk sem er í neyslu sig frekar við ofbeldissambönd en aðrir? „Þau sætta sig ekkert frekar við að vera í ofbeldissamböndum en aðrir. En sjálfsásökunin er mjög sterk og við reynum að aðstoða þau við að leiðrétta þá hugsun. Því enginn kemur sér í þessar aðstæður. Það eru gerendur sem brjóta á þeim og bera ábyrgð. Þegar þessir einstaklingar voru ungir þá voru færri úrræði og minni stuðningur í nærumhverfi þeirra til að leita sér aðstoðar eftir ofbeldi en í dag eru aukin úrræði fyrir þolendur. Með stuðningi og fræðslu leita þau hingað á Neyðarmóttökuna og hér eru allir jafnir. Við erum ekki að horfa á einstakling sem er í þessum aðstæðum vegna neyslu heldur einstakling sem varð fyrir ofbeldi og við ætlum að aðstoða hann. Við heyrum sögur af því að kynferðisofbeldið hafi komið í kjölfar greiða eða vegna þvingunar, tengt neyslu. Okkar hlutverk er að aðstoða fólk og sinna því eftir ofbeldið sem og minna þau á að kynferðisofbeldi, nauðganir og þvinganir séu aldrei réttlætanlegar, sama hvaða aðstæður eru fyrir hendi.“ Þolendur í neyslu eru á öllum aldri. „Yngsti þolandinn sem hingað hefur leitað og var í neyslu var þrettán ára. Sá elsti sem ég man eftir um sextugt. Aldursbilið er ögn breiðara hvað varðar þolendur í neyslu en almennt.“ Þú nefndir að konur væru stærsti hópurinn sem leitar til ykkar, en nú hafa nokkur stórmál sem varða drengi í neyslu sem voru misnotaðir verið í deiglunni. Hver er ykkar tilfinning? „Ég get ekki talað um einstök tilvik en við sinnum strákum og körlum, en þeir koma síður til okkar. Við myndum gjarnan vilja fá þá til okkar og aðstoða þá eftir ofbeldi því við gerum það jafnt og við konur. En eins og er alls staðar í heiminum þá leita karlmenn sér ekki aðstoðar eftir kynferðisofbeldi í eins miklum mæli og konur, þeir eru að ég held ekki alveg tilbúnir. Það er meira stigma og það er svona innri stimplun. Þeir loka frekar á ofbeldið og nota jafnvel óheilbrigðar leiðir til að takast á við ofbeldið sem þeir hafa orðið fyrir, eins og aukna áfengisnotkun. Karlmenn leita sér svo stundum aðstoðar á fullorðinsaldri vegna ofbeldis sem þeir urðu fyrir 14-16 ára en við myndum vilja geta aðstoðað þá sem fyrst eftir ofbeldisatvik.“ Hrönn nefnir að þó að sjálfsásökunin sér mikil hjá þolendum kynferðisofbeldis hafi opin umræða dregið aðeins úr henni. „Ungt fólk veit betur hvað er rétt og rangt og það hefur komið með aukinni umræðu og fræðslu. Það er meira meðvitað um hvað er rétt og rangt. En hjá eldri einstaklingum er sjálfsásökunin enn þung og mikil, kannski er það vegna þess að það er svo innprentað í til dæmis mína kynslóð að við ættum að passa okkur.“Með sömu drauma Hrönn segir fordóma í samfélaginu gagnvart fólki í vímuefnaneyslu. „Það er stimpill á fólki í vímuefnaneyslu. En þetta er bara fólk eins og við, sem á fjölskyldur, jafnvel börn og eiga sömu drauma og væntingar til lífsins og við. Mér finnst einstaklingar í vímuefnaneyslu stundum dálítið ósýnilegur hópur. Starfsfólk bráðamóttöku og Neyðarmóttöku leggur sig fram við að taka vel á móti einstaklingum í vímuefnaneyslu. Við leggjum okkur fram við að sýna þeim virðingu jafnt á við aðra sjúklingahópa og alltaf í meiri mæli, ég vona að þau finni þær jákvæðu breytingar sem hafa orðið á undanförnum árum í þjónustu til þeirra. Að því sögðu þá má alltaf bæta þjónustuna og við þurfum að fara að endurskoða til dæmis verkjalyfjagjafir einstaklinga í vímuefnaneyslu, fráhvarfsmeðferð og jafnvel hvort það sé grundvöllur fyrir því að hefja meðferð á bráðamóttökunni eins og farið er að gera í sumum fylkjum Bandaríkjanna. Í teymi Neyðarmóttökunnar eru frábærir réttargæslumenn sem sinna þolendum með tilliti til réttarkerfisins og styðja þá í kæruferli. Mér finnst lögreglan sinna þessum málum vel og að sama skapi er komið aukið traust á að kerfið vinni með þeim sem þolendum, jafnvel þó að þau séu í vímuefnaneyslu. Hvað dómskerfið varðar þá veit ég ekki hvort það sé nokkur munur á málum eftir einstaklingum. Það er margt sem mætti þróast þar en það er í stöðugri endurskoðun sýnist mér.“Skaðaminnkun virkarHvaða skoðun hefur þú á afglæpavæðingu vímuefnaneyslu í þessu samhengi? „Ég vil hugsa þetta út frá hugmyndafræði skaðaminnkunar og tel að við verðum að mæta einstaklingi í vímuefnaneyslu þar sem hann er staddur hverju sinni. Skaðaminnkunarmódelið er að virka. Við verðum að hafa í huga að ef einstaklingur í vímuefnaneyslu er í aðstæðum sem eru ótryggar, hefur orðið fyrir árás eða ofbeldi og hringir á sjúkrabíl, þá kemur lögreglan með á staðinn eða er komin á undan stundum. Við höfum heyrt að þetta hamli því að þolendur leiti sér aðstoðar viðbragðsaðila, það er að segja sjúkraflutningamanna. Af því að það er kannski einhver vímuefnaneysla á svæðinu. Það er eitt sem má skoða í þessu. Ég held að við vitum alveg að vímuefni eru skaðleg en fyrir þennan hóp sem er í virkri vímuefnaneyslu þá verðum við að mæta fólki þar sem það er statt. Ég vil að við sem samfélag einbeitum okkur frekar að þeim sem fjármagna og skipuleggja fíkniefnasölu frekar en að refsa veiku fólki með litla skammta sem eru þeirra lífæð. Það er leitt að fólk sem hefur orðið fyrir alvarlegu ofbeldi geti hræðst það að hringja á lögregluna.“María vildi innrita sig i meðferð á Vogi. Hún þurfti frá að hverfa því að þar mætti hún ofbeldismanni sínum sem hafði haldið henni nauðugri.„Þær mæta ofbeldismönnum á Vogi, spítölum, í úrræðum, alls staðar“ „Ég hef enga tölu á því hversu oft það hefur verið brotið á mér,“ segir kona sem leyfir blaðamanni að skyggnast inn í tilveru sína. Hún er um fertugt og hefur verið í vímuefnaneyslu frá því hún var tæplega tvítug. Við skulum kalla konuna Maríu. Með henni er kona sem hún treystir og hefur stutt Maríu í rúmlega tvö ár með góðum árangri. María: Ég hef verið í neyslu í tuttugu ár. Það varð mjög hröð þróun hjá mér. Er oft að reyna að hætta. Það gengur upp og niður. Ég nota rítalín enn þann dag í dag, stundum morfín.Vinkona: Hún er búin að vera rosalega dugleg. Með þéttan stuðning. Hún hittir teymi frá Reykjavíkurborg á hverjum degi og hefur mörgum sinnum náð að vera edrú í svolítinn tíma. Og þá getað unnið hlutastörf.María: Ég var mörg ár á götunni. Lenti fyrst á götunni áður en Konukot var opnað og þá var mikið brotið á mér. Þetta er alltaf áfall, en ég hef bara enga tölu á þessu. Mér finnst þeir heppnir sem lenda í þessu kannski bara einu sinni eða tvisvar.Vinkona: Ég hef stundum upplifað að henni finnst ekki ofbeldi sem hún hefur orðið fyrir hafa verið nógu merkilegt til að nefna það við mig.María: Maður segir bara stundum við sig: Æi, þetta er bara svona. Hún vinkona mín minnir mig á það að ábyrgðin sé ekki mín. Ég reyndi að kæra eitt ákveðið mál. En það gekk ekki upp.Viltu segja mér frá því?María: Maðurinn tók mig gíslatöku og neitaði að hleypa mér út. Hann lét mig fá morfínsprautu. Ég er ekki mjög vön því, en ég var búin að segja við hann að ég vildi það ekki. Vildi bara töflur. Svo bara vakna ég í engum fötum í rúmi með hann við hliðina á mér. Ég var með mikla áverka. Hann hélt mér þarna inni í nokkra sólarhringa. En mér tókst að fá leyfi til að fara niður og taka á móti efnum og þá flúði ég. Ég hljóp út á götu og þaðan fór ég í Konukot. Þær þekktu mig vel og sáu strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Þær tóku mig afsíðis á skrifstofuna sína og hringdu á sjúkrabíl. En svo ákvað ég að kæra. Ég fékk lögfræðing, ég fór í skýrslutöku og sagði frá því sem gerðist.Vinkona: Þetta var orð gegn orði og við fengum að vita að það hefði unnið gegn henni að hafa verið undir áhrifum. Ég var með henni í Bjarkarhlíð þegar við fengum fréttirnar, að málið hefði verið fellt niður og það var henni gífurlegt áfall. Síðan þá hefur ofbeldismaðurinn orðið á vegi hennar. Hún fór á Vog einn daginn en útskrifaði sig strax þegar hún sá hann. Það var hún sem þurfti að fara. Ekki hann. Þær mæta ofbeldismönnum á Vogi, spítölum, í úrræðum, alls staðar.Þú færð aðstoð frá VoR-teyminu. Hefur lífið breyst frá því að það kom þér til aðstoðar?María: Það varð mikil breyting til góðs þegar VoR-teymið kom inn. Ég hitti þau á hverjum degi og er að fara að flytja í nýtt húsnæði. Er skeptísk en ég vona að það verði til góðs.Dæmir fólk þig?María: Já.Vinkona: Fólk ætti að hafa það í huga áður en það dæmir að það er nokkuð sem við sjáum sem erum að vinna með konum eins og Maríu og það er að mjög margar þeirra hafa orðið fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi í æsku. Fólk sem er í hennar stöðu er þar ekki af því það vill það. Þetta kýs enginn.
Birtist í Fréttablaðinu Kynferðisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira