Einum efnilegasta leikmanni Englands refsað fyrir að mæta seint | Spilaði ekki í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2019 22:30 Sancho í leik Englands og Tékklands á dögunum Vísir/Getty Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, var ekki í leikmannahópi liðsins þegar liðið mætti Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Kom það ekki að sök þar sem Marco Reus tryggði heimamönnum mikilvægan 1-0 sigur. Sancho var að venju í landsliðshóp Englands sem mætti Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni EM 2020 á dögunum. Það virðist sem Sancho hafi eitthvað misreiknað flugtímann til Þýskalands því hann skilaði sér ekki á æfingar á áætluðum tíma. Lucien Favre, þjálfari Dortmund, hafði lítinn húmor fyrir því og ákvað að taka Sancho út úr leikmannahóp liðsins í toppslagnum í dag. Hinn 19 ára gamli Sancho hefur spilað mikilvægt hlutverk hjá Dortmund síðan hann kom til liðsins frá Manchester City. Sem stendur hefur hann skorað þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur sex í aðeins sjö leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það er því ekki að ástæðulausu að Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, horfir hýru auga til Sancho en talið er að Dortmund vilji fá yfir 100 milljónir punda fyrir leikmanninn. Eitthvað sem peningamaskína Man Utd ætti að geta borgað fyrir leikmann sem á aðeins eftir að verða betri á komandi árum. Sigurinn er einkar mikilvægur en Mönchengladbach er sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig þegar átta umferðum er lokið. Dortmund varð að vinna til að halda sér í toppbaráttunni en liðið er aðeins stigi á eftir Mönchengladbach í 4. sætinu. Toppbaráttan í Þýskalandi er afar hörð um þessar mundir en ásamt Mönchengladbach eru Wolfsburg einnig með 16 stig. Þá eru Bayern og RB Leipzig með 15 stig lítk og Dortmund. Þar á eftir koma Schalke 04, Freiburg, Eintracht Frankfurt og Bayer Leverkusen öll með 14 stig.The following players will not be available today Jadon Sancho (disciplinary actions), Paco Alcácer (muscular injury), Mario Götze (flu sickness) — Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 19, 2019 Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, var ekki í leikmannahópi liðsins þegar liðið mætti Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Kom það ekki að sök þar sem Marco Reus tryggði heimamönnum mikilvægan 1-0 sigur. Sancho var að venju í landsliðshóp Englands sem mætti Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni EM 2020 á dögunum. Það virðist sem Sancho hafi eitthvað misreiknað flugtímann til Þýskalands því hann skilaði sér ekki á æfingar á áætluðum tíma. Lucien Favre, þjálfari Dortmund, hafði lítinn húmor fyrir því og ákvað að taka Sancho út úr leikmannahóp liðsins í toppslagnum í dag. Hinn 19 ára gamli Sancho hefur spilað mikilvægt hlutverk hjá Dortmund síðan hann kom til liðsins frá Manchester City. Sem stendur hefur hann skorað þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur sex í aðeins sjö leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það er því ekki að ástæðulausu að Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, horfir hýru auga til Sancho en talið er að Dortmund vilji fá yfir 100 milljónir punda fyrir leikmanninn. Eitthvað sem peningamaskína Man Utd ætti að geta borgað fyrir leikmann sem á aðeins eftir að verða betri á komandi árum. Sigurinn er einkar mikilvægur en Mönchengladbach er sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig þegar átta umferðum er lokið. Dortmund varð að vinna til að halda sér í toppbaráttunni en liðið er aðeins stigi á eftir Mönchengladbach í 4. sætinu. Toppbaráttan í Þýskalandi er afar hörð um þessar mundir en ásamt Mönchengladbach eru Wolfsburg einnig með 16 stig. Þá eru Bayern og RB Leipzig með 15 stig lítk og Dortmund. Þar á eftir koma Schalke 04, Freiburg, Eintracht Frankfurt og Bayer Leverkusen öll með 14 stig.The following players will not be available today Jadon Sancho (disciplinary actions), Paco Alcácer (muscular injury), Mario Götze (flu sickness) — Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 19, 2019
Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30