Innlent

Hart deilt á nýtt deiliskipulag

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. Vísir/vilhelm
„Það er okkur óskiljanlegt með öllu að meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar skuli leyfa sér að gjörbreyta þeirri lausn sem góð sátt hafði náðst um,“ bókuðu fulltrúar minnihlutans í skipulagsráði Hafnarfjarðar í gær. Til meðferðar var skipulag á svokölluðum Gjótum.

„Gert er ráð fyrir að fjöldi íbúða aukist úr 150 í 485 með því að leyfa allt að níu hæða byggingar og fara með nýtingarhlutfall lóðar í 2,31 sem yrði það hæsta í Hafnarfirði. Ef þetta gengi eftir yrðu íbúar um 1.400 talsins á þessu litla svæði,“ bókaði minnihlutinn.

Fulltrúar meirihlutans ásamt fulltrúa Miðflokksins sögðu í bókun uppbygginguna í fullkomnu samræmi við markmið svæðisskipulags og í góðu samræmi við rammaskipulag frá í maí í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×