Örkin er efni í stórmynd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. október 2019 16:00 Ómar valdi að hætta sem fréttamaður 67 ára og gerast aðgerðasinni. Mynd/Riff Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF heiðraði Ómar Ragnarsson fyrir ævistarf sitt við kvikmyndun á náttúru landsins og veitti honum heiðursverðlaunin Græna lundann. Guðmundur Ingi umhverfisráðherra afhenti verðlaunin í Norræna húsinu. Þar var líka opnuð ljósmyndasýningin Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, sem er samstarfsverkefni Ólafs Sveinssonar kvikmyndagerðarmanns og Landverndar. Ómar hefur alloft fengið verðlaun áður fyrir náttúrumyndir sínar. Á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Canavese á Ítalíu 2004 voru tvenn aðalverðlaun veitt. Hann hlaut önnur þeirra fyrir mynd sína In Memorial sem fjallar um Kárahnjúkavirkjun. BBC fékk hin fyrir mynd um ána Níl. „Þá fann maður til smæðar sinnar, því aðstöðumunurinn var mikill,“ segir Ómar þegar hann rifjar þetta upp. Árið 2006 hætti Ómar sem fréttamaður. „Ríkisútvarpið var gert að hlutafélagi og það stóð þannig á skrefinu hjá mér að ég var að verða 67 ára. Svo ég notaði tækifærið og valdi að gerast frekar aðgerðasinni. Mitt mat var að ég mundi gera meira gagn þannig. Það var líka alltaf verið að klaga mig fyrir útvarpsráði. Ég hætti 21. september og fimm dögum seinna var farin mótmælaganga vegna Kárahnjúka.“ Ómar safnaði efni í mynd sem hefur vinnuheitið Örkin, því svo hét bátur sem hann notaði mikið þegar lónið var að myndast. „Ég veit ekki til að nokkurs staðar í heiminum hafi það verið myndað frá viku til viku – jafnvel frá degi til dags – þegar jafnstórt land og Hvalfjörður er að sökkva. Örkin átti að vera fullkomin mynd um svæðið, svo er hvorki peningur né tími til að vinna hana og kannski verður hún aldrei að veruleika. En myndefnið er til.“ Spurður að lokum hvernig hann hafi það svarar Ómar: „Ég segi eins og karlinn sem var talað við í lok myndarinnar Hvellur og átti skammt eftir ólifað. „Ég hef það eins gott og ég get ætlast til.““ Birtist í Fréttablaðinu RIFF Umhverfismál Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF heiðraði Ómar Ragnarsson fyrir ævistarf sitt við kvikmyndun á náttúru landsins og veitti honum heiðursverðlaunin Græna lundann. Guðmundur Ingi umhverfisráðherra afhenti verðlaunin í Norræna húsinu. Þar var líka opnuð ljósmyndasýningin Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, sem er samstarfsverkefni Ólafs Sveinssonar kvikmyndagerðarmanns og Landverndar. Ómar hefur alloft fengið verðlaun áður fyrir náttúrumyndir sínar. Á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Canavese á Ítalíu 2004 voru tvenn aðalverðlaun veitt. Hann hlaut önnur þeirra fyrir mynd sína In Memorial sem fjallar um Kárahnjúkavirkjun. BBC fékk hin fyrir mynd um ána Níl. „Þá fann maður til smæðar sinnar, því aðstöðumunurinn var mikill,“ segir Ómar þegar hann rifjar þetta upp. Árið 2006 hætti Ómar sem fréttamaður. „Ríkisútvarpið var gert að hlutafélagi og það stóð þannig á skrefinu hjá mér að ég var að verða 67 ára. Svo ég notaði tækifærið og valdi að gerast frekar aðgerðasinni. Mitt mat var að ég mundi gera meira gagn þannig. Það var líka alltaf verið að klaga mig fyrir útvarpsráði. Ég hætti 21. september og fimm dögum seinna var farin mótmælaganga vegna Kárahnjúka.“ Ómar safnaði efni í mynd sem hefur vinnuheitið Örkin, því svo hét bátur sem hann notaði mikið þegar lónið var að myndast. „Ég veit ekki til að nokkurs staðar í heiminum hafi það verið myndað frá viku til viku – jafnvel frá degi til dags – þegar jafnstórt land og Hvalfjörður er að sökkva. Örkin átti að vera fullkomin mynd um svæðið, svo er hvorki peningur né tími til að vinna hana og kannski verður hún aldrei að veruleika. En myndefnið er til.“ Spurður að lokum hvernig hann hafi það svarar Ómar: „Ég segi eins og karlinn sem var talað við í lok myndarinnar Hvellur og átti skammt eftir ólifað. „Ég hef það eins gott og ég get ætlast til.““
Birtist í Fréttablaðinu RIFF Umhverfismál Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira