Hvernig er best að nota þýfið? Flosi Eiríksson skrifar 2. október 2019 09:00 Á Vopnafirði er í gangi afar sérkennilegt mál sem um leið dregur skýrt fram ákveðna þætti í samfélaginu. Í stuttu máli eru málavextir þannig að vegna mistaka sem urðu hjá Vopnafjarðarhreppi var greidd of lág iðgjöld til Lífeyrissjóðs fyrir hóp starfsmanna sveitarfélagsins. Þessi mistök stóðu yfir allt frá árinu 2005 til ársins 2016 er árvökull starfsmaður á leikskóla og trúnaðarmaður starfsmanna, áttaði sig á mistökunum og benti á þau. Nú virðist þetta vera nokkuð einfalt, sveitarfélagið gerir mistök, þau uppgötvast og þá myndi maður halda að gengið væri í að greiða það sem vangreitt er auk eðlilegrar ávöxtunar til að tryggja að viðkomandi starfsmenn glati ekki lífeyrisréttindum. En í heimi launagreiðanda er réttlætið flóknara. Meirihluti sveitarstjórnar Vopnafjarðar virðist vera búinn að tala sig inn á að beita ýmsum vafasömum æfingum. Ber þar fyrst að nefna að fullyrt er að hluti krafnanna sé fyrndur og því beri bænum ekki að skila því sem stolið var af starfsmönnum því þeir hafi bara ekki fattað það nógu snemma. Er það ótrúlega lágkúrulegur málflutningur hjá stjórnvaldi að hafa þannig réttindi af starfsmönnum sínum. Hin rökin sem heyrast mikið, eru að með því að greiða núna það sem vangreitt sé íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og hafi áhrif á framkvæmdagetu þess. Það virðist semsagt í alvöru sem forsvarsmenn sveitarfélagsins séu að tala um hvernig þeir vilji ráðstafa fjármunum sem sannanlega áttu að fara í að greiða í lífeyrissjóð starfsmanna. Þetta fé sem sveitarfélagið greiddi ekki eins og lögbundið er, vegna sinna eigin mistaka og hafði því af starfsfólki sínu á núna að verja í framkvæmdir og rekstur, og svo er það sett upp með þeim einstaklega ósmekklega hætti að ef sveitarfélagið borgi þessa óumdeildu skuld sína þá sé ekki hægt að gera þetta eða hitt. Ekki skal gert lítið úr góðum og þörfum verkum sem ráðast þarf í á Vopnafirði en að sveitarstjórn ætli að nota hálfgert þýfi á kostnað starfsmanna á ekki að koma til umræðu eða greina. Margir lenda í þeirri stöðu á lífsleiðinni að þurfa að velja á milli þess sem er siðferðilega rétt eða velja auðveldari leið. Þá reynir á manndóminn. Það er aumt þegar opinber aðili eins og sveitarfélag skríður í skjól við lagakróka og heykist á að gera upp skuldir sínar. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Vopnafjörður Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á Vopnafirði er í gangi afar sérkennilegt mál sem um leið dregur skýrt fram ákveðna þætti í samfélaginu. Í stuttu máli eru málavextir þannig að vegna mistaka sem urðu hjá Vopnafjarðarhreppi var greidd of lág iðgjöld til Lífeyrissjóðs fyrir hóp starfsmanna sveitarfélagsins. Þessi mistök stóðu yfir allt frá árinu 2005 til ársins 2016 er árvökull starfsmaður á leikskóla og trúnaðarmaður starfsmanna, áttaði sig á mistökunum og benti á þau. Nú virðist þetta vera nokkuð einfalt, sveitarfélagið gerir mistök, þau uppgötvast og þá myndi maður halda að gengið væri í að greiða það sem vangreitt er auk eðlilegrar ávöxtunar til að tryggja að viðkomandi starfsmenn glati ekki lífeyrisréttindum. En í heimi launagreiðanda er réttlætið flóknara. Meirihluti sveitarstjórnar Vopnafjarðar virðist vera búinn að tala sig inn á að beita ýmsum vafasömum æfingum. Ber þar fyrst að nefna að fullyrt er að hluti krafnanna sé fyrndur og því beri bænum ekki að skila því sem stolið var af starfsmönnum því þeir hafi bara ekki fattað það nógu snemma. Er það ótrúlega lágkúrulegur málflutningur hjá stjórnvaldi að hafa þannig réttindi af starfsmönnum sínum. Hin rökin sem heyrast mikið, eru að með því að greiða núna það sem vangreitt sé íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og hafi áhrif á framkvæmdagetu þess. Það virðist semsagt í alvöru sem forsvarsmenn sveitarfélagsins séu að tala um hvernig þeir vilji ráðstafa fjármunum sem sannanlega áttu að fara í að greiða í lífeyrissjóð starfsmanna. Þetta fé sem sveitarfélagið greiddi ekki eins og lögbundið er, vegna sinna eigin mistaka og hafði því af starfsfólki sínu á núna að verja í framkvæmdir og rekstur, og svo er það sett upp með þeim einstaklega ósmekklega hætti að ef sveitarfélagið borgi þessa óumdeildu skuld sína þá sé ekki hægt að gera þetta eða hitt. Ekki skal gert lítið úr góðum og þörfum verkum sem ráðast þarf í á Vopnafirði en að sveitarstjórn ætli að nota hálfgert þýfi á kostnað starfsmanna á ekki að koma til umræðu eða greina. Margir lenda í þeirri stöðu á lífsleiðinni að þurfa að velja á milli þess sem er siðferðilega rétt eða velja auðveldari leið. Þá reynir á manndóminn. Það er aumt þegar opinber aðili eins og sveitarfélag skríður í skjól við lagakróka og heykist á að gera upp skuldir sínar. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun