Hvernig er best að nota þýfið? Flosi Eiríksson skrifar 2. október 2019 09:00 Á Vopnafirði er í gangi afar sérkennilegt mál sem um leið dregur skýrt fram ákveðna þætti í samfélaginu. Í stuttu máli eru málavextir þannig að vegna mistaka sem urðu hjá Vopnafjarðarhreppi var greidd of lág iðgjöld til Lífeyrissjóðs fyrir hóp starfsmanna sveitarfélagsins. Þessi mistök stóðu yfir allt frá árinu 2005 til ársins 2016 er árvökull starfsmaður á leikskóla og trúnaðarmaður starfsmanna, áttaði sig á mistökunum og benti á þau. Nú virðist þetta vera nokkuð einfalt, sveitarfélagið gerir mistök, þau uppgötvast og þá myndi maður halda að gengið væri í að greiða það sem vangreitt er auk eðlilegrar ávöxtunar til að tryggja að viðkomandi starfsmenn glati ekki lífeyrisréttindum. En í heimi launagreiðanda er réttlætið flóknara. Meirihluti sveitarstjórnar Vopnafjarðar virðist vera búinn að tala sig inn á að beita ýmsum vafasömum æfingum. Ber þar fyrst að nefna að fullyrt er að hluti krafnanna sé fyrndur og því beri bænum ekki að skila því sem stolið var af starfsmönnum því þeir hafi bara ekki fattað það nógu snemma. Er það ótrúlega lágkúrulegur málflutningur hjá stjórnvaldi að hafa þannig réttindi af starfsmönnum sínum. Hin rökin sem heyrast mikið, eru að með því að greiða núna það sem vangreitt sé íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og hafi áhrif á framkvæmdagetu þess. Það virðist semsagt í alvöru sem forsvarsmenn sveitarfélagsins séu að tala um hvernig þeir vilji ráðstafa fjármunum sem sannanlega áttu að fara í að greiða í lífeyrissjóð starfsmanna. Þetta fé sem sveitarfélagið greiddi ekki eins og lögbundið er, vegna sinna eigin mistaka og hafði því af starfsfólki sínu á núna að verja í framkvæmdir og rekstur, og svo er það sett upp með þeim einstaklega ósmekklega hætti að ef sveitarfélagið borgi þessa óumdeildu skuld sína þá sé ekki hægt að gera þetta eða hitt. Ekki skal gert lítið úr góðum og þörfum verkum sem ráðast þarf í á Vopnafirði en að sveitarstjórn ætli að nota hálfgert þýfi á kostnað starfsmanna á ekki að koma til umræðu eða greina. Margir lenda í þeirri stöðu á lífsleiðinni að þurfa að velja á milli þess sem er siðferðilega rétt eða velja auðveldari leið. Þá reynir á manndóminn. Það er aumt þegar opinber aðili eins og sveitarfélag skríður í skjól við lagakróka og heykist á að gera upp skuldir sínar. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Vopnafjörður Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Á Vopnafirði er í gangi afar sérkennilegt mál sem um leið dregur skýrt fram ákveðna þætti í samfélaginu. Í stuttu máli eru málavextir þannig að vegna mistaka sem urðu hjá Vopnafjarðarhreppi var greidd of lág iðgjöld til Lífeyrissjóðs fyrir hóp starfsmanna sveitarfélagsins. Þessi mistök stóðu yfir allt frá árinu 2005 til ársins 2016 er árvökull starfsmaður á leikskóla og trúnaðarmaður starfsmanna, áttaði sig á mistökunum og benti á þau. Nú virðist þetta vera nokkuð einfalt, sveitarfélagið gerir mistök, þau uppgötvast og þá myndi maður halda að gengið væri í að greiða það sem vangreitt er auk eðlilegrar ávöxtunar til að tryggja að viðkomandi starfsmenn glati ekki lífeyrisréttindum. En í heimi launagreiðanda er réttlætið flóknara. Meirihluti sveitarstjórnar Vopnafjarðar virðist vera búinn að tala sig inn á að beita ýmsum vafasömum æfingum. Ber þar fyrst að nefna að fullyrt er að hluti krafnanna sé fyrndur og því beri bænum ekki að skila því sem stolið var af starfsmönnum því þeir hafi bara ekki fattað það nógu snemma. Er það ótrúlega lágkúrulegur málflutningur hjá stjórnvaldi að hafa þannig réttindi af starfsmönnum sínum. Hin rökin sem heyrast mikið, eru að með því að greiða núna það sem vangreitt sé íþyngjandi fyrir sveitarfélagið og hafi áhrif á framkvæmdagetu þess. Það virðist semsagt í alvöru sem forsvarsmenn sveitarfélagsins séu að tala um hvernig þeir vilji ráðstafa fjármunum sem sannanlega áttu að fara í að greiða í lífeyrissjóð starfsmanna. Þetta fé sem sveitarfélagið greiddi ekki eins og lögbundið er, vegna sinna eigin mistaka og hafði því af starfsfólki sínu á núna að verja í framkvæmdir og rekstur, og svo er það sett upp með þeim einstaklega ósmekklega hætti að ef sveitarfélagið borgi þessa óumdeildu skuld sína þá sé ekki hægt að gera þetta eða hitt. Ekki skal gert lítið úr góðum og þörfum verkum sem ráðast þarf í á Vopnafirði en að sveitarstjórn ætli að nota hálfgert þýfi á kostnað starfsmanna á ekki að koma til umræðu eða greina. Margir lenda í þeirri stöðu á lífsleiðinni að þurfa að velja á milli þess sem er siðferðilega rétt eða velja auðveldari leið. Þá reynir á manndóminn. Það er aumt þegar opinber aðili eins og sveitarfélag skríður í skjól við lagakróka og heykist á að gera upp skuldir sínar. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun