„Samfélög verða ekki sameinuð þótt sveitarfélög sameinist“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. október 2019 16:51 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, segir óhjákvæmilegt að gera breytingar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í tengslum við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á sveitastjórnarstiginu. Hann spyr hvort réttlætanlegt sé að ríkustu sveitarfélögin fái framlög úr sjóðnum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga á ársfundi jöfnunarsjóðs í dag. Ítrekaði hann um leið mikilvægi sjóðsins fyrir hinar dreifðari byggðir. „Við þurfum ekki að hugsa lengi um það hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir byggðir landsins ef sjóðsins nyti ekki við,“ sagði Sigurður Ingi. Fyrir liggur að reglum um sjóðinn verður breytt. Samkvæmt þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá muni lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags miðast við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir hafa verið uppi um tillöguna en aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja tillöguna.Milljarður á ári í framlög vegna sameininga Í aðgerðaáætluninni sem sett er fram í þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti allt að 15 milljörðum í framlög vegna sameininga sveitarfélaga á næstu 15 árum eða einn milljarð á ári. Þrátt fyrir þær breytingar sem framundan séu er óhjákvæmilegt að áfram verði einhverjar óhagkvæmar einingar að sögn ráðherra. „Samfélög verða ekki sameinuð þótt sveitarfélög sameinist,“ sagði ráðherra, með vísan til þess að sveitarfélögunum verði í sjálfvald sett að taka ákvörðun um hverjum þau sameinist. Greiðslur úr jöfnunarsjóði nema hjá flestum sveitarfélögum um 20-40% af tekjum þeirra en dæmi eru um að framlög úr sjóðnum nemi um eða yfir 50% af tekjum sveitarfélags. Þessu varpar Sigurður Ingi upp í ávarpi sínu sem birt er í ársskýrslu jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018 sem kynnt var á fundinum í dag. Þó ekki sé deilt um mikilvægi sjóðsins segir Sigurður Ingi eðlilegt að staldra við þessar tölur „og spyrja hvort eðlilegt sé að svo hátt hlutfall tekna komi úr sameiginlegum sjóði þeirra,“ skrifar ráðherra í ávarpi sínu. Þá megi einnig spyrja „hvort réttlætanlegt sé að sveitarfélög með bæði mjög háar skatttekjur og vannýtta tekjustofna fái framlög úr þessum sameiginlega sjóði sveitarfélaga.“ Samkvæmt ársreikningi jöfnunarsjóðs sem kynntur var í dag var tekjuafgangur sjóðsins 38,6 milljónir króna á árinu 2018 samanborið við rekstrarhalla upp á rúmar 750 milljónir árinu á undan, 2017. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, segir óhjákvæmilegt að gera breytingar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í tengslum við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á sveitastjórnarstiginu. Hann spyr hvort réttlætanlegt sé að ríkustu sveitarfélögin fái framlög úr sjóðnum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga á ársfundi jöfnunarsjóðs í dag. Ítrekaði hann um leið mikilvægi sjóðsins fyrir hinar dreifðari byggðir. „Við þurfum ekki að hugsa lengi um það hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir byggðir landsins ef sjóðsins nyti ekki við,“ sagði Sigurður Ingi. Fyrir liggur að reglum um sjóðinn verður breytt. Samkvæmt þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá muni lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags miðast við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir hafa verið uppi um tillöguna en aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja tillöguna.Milljarður á ári í framlög vegna sameininga Í aðgerðaáætluninni sem sett er fram í þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti allt að 15 milljörðum í framlög vegna sameininga sveitarfélaga á næstu 15 árum eða einn milljarð á ári. Þrátt fyrir þær breytingar sem framundan séu er óhjákvæmilegt að áfram verði einhverjar óhagkvæmar einingar að sögn ráðherra. „Samfélög verða ekki sameinuð þótt sveitarfélög sameinist,“ sagði ráðherra, með vísan til þess að sveitarfélögunum verði í sjálfvald sett að taka ákvörðun um hverjum þau sameinist. Greiðslur úr jöfnunarsjóði nema hjá flestum sveitarfélögum um 20-40% af tekjum þeirra en dæmi eru um að framlög úr sjóðnum nemi um eða yfir 50% af tekjum sveitarfélags. Þessu varpar Sigurður Ingi upp í ávarpi sínu sem birt er í ársskýrslu jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018 sem kynnt var á fundinum í dag. Þó ekki sé deilt um mikilvægi sjóðsins segir Sigurður Ingi eðlilegt að staldra við þessar tölur „og spyrja hvort eðlilegt sé að svo hátt hlutfall tekna komi úr sameiginlegum sjóði þeirra,“ skrifar ráðherra í ávarpi sínu. Þá megi einnig spyrja „hvort réttlætanlegt sé að sveitarfélög með bæði mjög háar skatttekjur og vannýtta tekjustofna fái framlög úr þessum sameiginlega sjóði sveitarfélaga.“ Samkvæmt ársreikningi jöfnunarsjóðs sem kynntur var í dag var tekjuafgangur sjóðsins 38,6 milljónir króna á árinu 2018 samanborið við rekstrarhalla upp á rúmar 750 milljónir árinu á undan, 2017.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira