Jón Þór: Dagný nefbrotnaði og spilar með grímu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. október 2019 10:30 Jón Þór í viðtalinu við vef KSÍ. vísir/skjáskot Íslenska kvennalandsliðið mætir Frakklandi í vináttulandsleik í Frakklandi í dag en flautað verður til leiks klukkan 19.00. Ísland er með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni fyrir EM 2021 og liðið mætir svo Lettum ytra á þriðjudaginn. Jón Þór Hauksson, þjálfari Íslands, segir í samtali við heimasíðu KSÍ að hann muni hreyfa vel við liðinu í kvöld svo að liðið verði í góðu standi gegn leiknum mikilvæga á þriðjudag. „Leikurinn leggst mjög vel í mig og okkur en það sem skiptir meira máli er að leikurinn leggst mjög vel í leikmenn og hópinn í heild sinni,“ sagði Jón Þór. „Það er mikil tilhlökkun að spila á móti frábæru liði og fyrir okkur að máta okkur gegn svona öflugu liði. Að halda okkar takti og við höfum ekki breytt miklu svo það verður gaman að máta það.“ „Við erum með öflugan hóp hérna og munum gera breytingar á milli leikja. Það hefur sýnt sig á þessu ári að þeir leikmenn sem koma inn eru klárir í slaginn og við munum gera miklar breytingar í leiknum á morgun.“Það er stutt á milli leikja og ferðalag strax eftir leik kvöldsins. Jón Þór býst við að gera jafnt breytingar í leiknum gegn Frökkum sem og fyrir leikinn gegn Lettlandi.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/iFQPFIb0bP — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2019 „Við förum strax eftir leik til Lettlands svo við þurfum að hlúa vel að leikmönnunum og hafa þá sem ferkasta á þriðjudaginn. Það er þriðji leikurinn í riðlinum og við ætlum að vera með fullt hús eftir þá þrjá leiki. Það er síðasti leikur okkar á árinu og við viljum klára gott landsliðsár á þriðjudaginn.“ „Það er góð staða á hópnum. Dagný nefbrotnaði í leik með Portland um helgina svo hún hefur verið að spila með grímu. Það er eina sem er að angra okkur. Aðrir eru heilir og ferskir. Það hefur gengið mjög vel hérna úti og leikmenn eru klárir,“ sagði Jón Þór.Staðan á hópnum er góð, en Dagný Brynjarsdóttir nefbrotnaði í síðasta leik sínum með Portland Thorns fyrir landsleikina.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/QDW5QMMx4V — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2019 EM 2021 í Englandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mætir Frakklandi í vináttulandsleik í Frakklandi í dag en flautað verður til leiks klukkan 19.00. Ísland er með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni fyrir EM 2021 og liðið mætir svo Lettum ytra á þriðjudaginn. Jón Þór Hauksson, þjálfari Íslands, segir í samtali við heimasíðu KSÍ að hann muni hreyfa vel við liðinu í kvöld svo að liðið verði í góðu standi gegn leiknum mikilvæga á þriðjudag. „Leikurinn leggst mjög vel í mig og okkur en það sem skiptir meira máli er að leikurinn leggst mjög vel í leikmenn og hópinn í heild sinni,“ sagði Jón Þór. „Það er mikil tilhlökkun að spila á móti frábæru liði og fyrir okkur að máta okkur gegn svona öflugu liði. Að halda okkar takti og við höfum ekki breytt miklu svo það verður gaman að máta það.“ „Við erum með öflugan hóp hérna og munum gera breytingar á milli leikja. Það hefur sýnt sig á þessu ári að þeir leikmenn sem koma inn eru klárir í slaginn og við munum gera miklar breytingar í leiknum á morgun.“Það er stutt á milli leikja og ferðalag strax eftir leik kvöldsins. Jón Þór býst við að gera jafnt breytingar í leiknum gegn Frökkum sem og fyrir leikinn gegn Lettlandi.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/iFQPFIb0bP — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2019 „Við förum strax eftir leik til Lettlands svo við þurfum að hlúa vel að leikmönnunum og hafa þá sem ferkasta á þriðjudaginn. Það er þriðji leikurinn í riðlinum og við ætlum að vera með fullt hús eftir þá þrjá leiki. Það er síðasti leikur okkar á árinu og við viljum klára gott landsliðsár á þriðjudaginn.“ „Það er góð staða á hópnum. Dagný nefbrotnaði í leik með Portland um helgina svo hún hefur verið að spila með grímu. Það er eina sem er að angra okkur. Aðrir eru heilir og ferskir. Það hefur gengið mjög vel hérna úti og leikmenn eru klárir,“ sagði Jón Þór.Staðan á hópnum er góð, en Dagný Brynjarsdóttir nefbrotnaði í síðasta leik sínum með Portland Thorns fyrir landsleikina.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/QDW5QMMx4V — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2019
EM 2021 í Englandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira