Héldu meistarakaffi í vinnunni: Pínu gas í manni þessa dagana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2019 10:30 Þeir Björn Einarsson, formaður Víkings, og Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, mega vera afar ánægðir með afrakstur sinna liða í sumar. Margir vita ekki að þeir eru einnig og hafa verið til fjölda ára samstarfsmenn hjá TVG Ziemsen. Félagarnir héldu meistarakaffi í vinnunni í gær þar sem haldið var upp á árangurinn. Þar var afrakstur sumarsins til sýnis - Íslandsmeistarabikar KR fyrir sigur í Pepsi Max deild karla og bikarinn sem Víkingar fengu fyrir sigur liðsins í Mjólkurbikar karla. „Mér finnst þrælmerkilegt að við sem vinnum hérna á sama vinnustað höfum náð þessum tveimur stóru titlum í sumar,“ sagði Björn. Kristinn neitar því ekki að starfsmenn TVG Ziemsen þurfi aðeins að líða fyrir velgengni þeirra félaga. „Það er pínu gas í manni þessa dagana, því er ekki að neita,“ sagði Kristinn í léttum dúr. „En starfsmenn fagna með okkur líka, þetta er eins liðsheild eins og í fótboltanum.“ KR-ingar fengu fyrir síðastliðið tímabil tvo af lykilmönnum Víkinga í sitt lið, þá Arnþór Inga Kristinsson og Alex Frey Hilmarsson. „Yfirleitt erum við mjög samhentir yfir sumarið. En ég neita því ekki að það kom pínu spennustig þegar Arnþór færði sig yfir. En við leystum það svo, við félagarnir,“ sagði Björn í viðtali við Hörð Magnússon í Sportpakkanum. Björn fullyrti enn fremur að í hópi starfsmanna hans væru að langmestum hluta Víkingar - níu af hverjum tíu. „Það er auðvitað bara kjaftæði,“ sagði Kristinn brosandi. „Hann er rosalegur, kallinn.“ Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Þeir Björn Einarsson, formaður Víkings, og Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, mega vera afar ánægðir með afrakstur sinna liða í sumar. Margir vita ekki að þeir eru einnig og hafa verið til fjölda ára samstarfsmenn hjá TVG Ziemsen. Félagarnir héldu meistarakaffi í vinnunni í gær þar sem haldið var upp á árangurinn. Þar var afrakstur sumarsins til sýnis - Íslandsmeistarabikar KR fyrir sigur í Pepsi Max deild karla og bikarinn sem Víkingar fengu fyrir sigur liðsins í Mjólkurbikar karla. „Mér finnst þrælmerkilegt að við sem vinnum hérna á sama vinnustað höfum náð þessum tveimur stóru titlum í sumar,“ sagði Björn. Kristinn neitar því ekki að starfsmenn TVG Ziemsen þurfi aðeins að líða fyrir velgengni þeirra félaga. „Það er pínu gas í manni þessa dagana, því er ekki að neita,“ sagði Kristinn í léttum dúr. „En starfsmenn fagna með okkur líka, þetta er eins liðsheild eins og í fótboltanum.“ KR-ingar fengu fyrir síðastliðið tímabil tvo af lykilmönnum Víkinga í sitt lið, þá Arnþór Inga Kristinsson og Alex Frey Hilmarsson. „Yfirleitt erum við mjög samhentir yfir sumarið. En ég neita því ekki að það kom pínu spennustig þegar Arnþór færði sig yfir. En við leystum það svo, við félagarnir,“ sagði Björn í viðtali við Hörð Magnússon í Sportpakkanum. Björn fullyrti enn fremur að í hópi starfsmanna hans væru að langmestum hluta Víkingar - níu af hverjum tíu. „Það er auðvitað bara kjaftæði,“ sagði Kristinn brosandi. „Hann er rosalegur, kallinn.“
Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira