Mátti ekki vera ber að ofan á klósettinu Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 5. október 2019 15:00 Fannar segir að tökurnar hafi gengið áfallalaust fyrir sig og ekkert drama eða vesen hafi verið á setti. Önnur sería af sjónvarpsþáttunum Venjulegt fólk hefst á Sjónvarpi Símans þann 16. október. Vala Kristín Eiríksdóttir leikur eitt aðalhlutverkanna og Fannar Sveinsson leikstýrir þáttunum og skrifar þá ásamt þeim Völu, Júlíönu Söru og Dóra DNA.Þættir um eðlilegar aðstæður „Við erum fjögur sem skrifum þættina. Við vorum með samning við Símann um að gera seríu. Okkur langaði að gera leikna seríu,“ segir Vala. Fannar segir að þær hafi verið komnar með uppkast og hugmynd. „Síðan nálgast „deadline“-ið og þær þurfa að fá einhvern með sér í þetta. Þá heyra þær í mér og í samtali okkar kemur upp þessi hugmynd sem er núna Venjulegt fólk. Hugmyndin var sem sagt að gera seríu sem væri lauslega byggð á lífi stelpnanna, sería um eðlilegar aðstæður og fólk að tækla lífið og tilveruna,“ segir Fannar. Fannar lærði handritaskrif og leikstjórn í Kvikmyndaskóla Íslands. Hann hafði þó ekki komið að gerð leikins efnis oft fyrir Venjulegt fólk. „Ég hef gert stuttmyndir. Hraðfréttir á RÚV voru náttúrulega þannig séð skrifaðar, en ekki kannski svona eins og við erum að gera núna. Svo getur Vala svarað af hverju hún hringdi í mig,“ segir Fannar hlæjandi. „Já. Ég náttúrulega hringdi alls ekki í hann,“ svarar Vala til baka. „Við vorum öll saman í Versló en Júlíana þekkti Fannar talsvert betur en ég. Hún var alltaf að stinga upp á Fannari.“ „Vala hélt að ég hataði hana,“ skýtur Fannar inn í. „Ókei, kannski ekki hataðir mig en hélt að honum líkaði ekki vel við mig.“ „Maður gefur greinilega frá sér svona leiðinlegt „vibe“.“ svarar Fannar. „Ég var nýbyrjuð í skólanum og hann algjör spaði í 12:00, þá hugsaði ég náttúrulega: „Hva, ætli hann hafi einhvern áhuga á að tala við mig?“ en Júlíana lofaði að hann væri ótrúlega fínn og skemmtilegur. Þannig að ég sættist á að við myndum hitta hann. Ég ætlaði sko að sýna honum hvað ég væri næs.“Aðstæðurnar kómískar Fyrsti fundurinn var á sólríkum degi. Þau sátu og köstuðu milli sín hugmyndum út í garði. „Við Júlíana stóðum og vorum að útskýra fyrir Fannari ömurlegar hugmyndir sem við vorum með. Hann sat þarna og horfði á okkur, tvær leikkonur að berjast fyrir lífi sínu, að búa til efni með tilheyrandi hlátrasköllum. Síðan sagði hann allt í einu að honum þætti þetta eiginlega áhugaverðara. Þessi dýnamík okkar á milli og þessar aðstæður, hvað það væri fyndið að horfa á tvær leikkonur berjast við að reyna að vera klárar. Þá kom upp sú hugmynd að þetta væri einfaldlega um tvær leikkonur að reyna að fóta sig í bransanum,“ segir Vala. Hún segir að sagan hafi eignast sitt eigið líf þegar á leið. „Ekkert okkar hafði skrifað efni sem teygir sig svona langt. Þá kom upp sú hugmynd að hafa samband við Dóra DNA og fá hann til að vera svolítið svona skrifpabbi, því hann vinnur mest við að skrifa. Og þar með urðum við fjögur,“ segir Vala, og leggur höfuðið á öxl Fannars með hugljúfan svip. Fannar segir að seríurnar tvær hafi verið skrifaðar á mjög ólíkan máta. „Í fyrri seríunni skrifuðum við meira söguna alveg frá byrjun til enda. Tókum svo söguna og brutum hana niður í handrit. Með reynslunni og nýrri aðferðafræði frá Dóra þá byrjuðum við að gera seríu tvö aðeins öðruvísi. Dóri var með í fyrri seríunni líka og hann endaði á að gera miklu meira en hann ætlaði sér að gera.“ „Örugglega bara af því að það þurfti,“ grípur Vala inn í hlæjandi. „Það tók lengri tíma að fæða fyrstu seríuna, í henni þurftum við að kynna persónurnar. Hvernig þær eru, hvað þær eru að gera og hvar þær eiga heima. Sú vinna tók aðeins lengri tíma, eða um þrjá mánuði.“ „Það er nú samt alveg kraftaverk og stuttur tími miðað við það sem gengur og gerist,“ segir Vala og Fannar samsinnir því.Eru byrjuð á þriðju seríu „Þegar við byrjuðum að gera seinni seríuna þá var sögusviðið náttúrulega tilbúið. Þannig að þetta snerist meira um að láta söguna halda áfram. Við vorum líka komin með aðeins meiri reynslu í því að skrifa þannig að við vorum meira hvert í sínu horninu en í fyrri seríunni, en hittumst auðvitað reglulega. Það gekk mjög vel,“ segir Fannar. „Við spinnum ekki á settinu en við spinnum með kjaftinum þegar við erum að skrifa, ef það má komast þannig að orði,“ bætir Vala við. Margir skemmtilegir aukaleikarar voru í fyrri seríunni, og sú seinni gefur henni ekkert eftir í þeim málum. „Jóhannes Haukur leikur í nýjustu, Aron Mola, Björn Stefánsson og Hildur Vala sem var að taka við hlutverki Ronju í Þjóðleikhúsinu,“ segir Fannar. Vala heldur áfram að telja upp aukaleikarana. „Gunnar Hansson og Sigurður Þór, en hann var líka í fyrstu seríu.“ „Í fyrstu seríunni voru þetta alls sjötíu hlutverk, núna er þetta að slaga upp í það sama, um sextíu hlutverk,“ segir Fannar. Vala hnippir í Fannar og muldrar eitthvað í hljóðum. „Já, já,“ svarar Fannar. „Við erum sem sagt byrjuð að skrifa þriðju seríu. Ég held það þurfi ekkert að vera leyndarmál,“ bætir hann við. „Ég hugsaði, þegar við skiluðum af okkur þessari seríu, að núna vissi ég miklu betur hvað mig langaði að láta gerast í þeirri þriðju. Eftir fyrstu seríu var svo miklu meiri óvissa. Þá skilaði maður af sér og vonaði innilega að fólki þætti þetta skemmtilegt, en hugsaði ekki endilega mikið lengra en það. Maður var bara glaður yfir að hafa fengið að gera þetta. Maður gerði ekki endilega ráð fyrir að það kæmi svo önnur sería,“ segir Vala.Ber að ofan á klósettinu Þau segja tökurnar hafa gengið frekar áfallalaust fyrir sig. „Ég man bara eftir því þegar ég var brjáluð yfir því að fá ekki að vera allsber,“ segir Vala og heldur áfram: „Á ég að segja frá því? Við leggjum okkur fram við að reyna að hafa þetta venjulegt og raunsætt og reynum að sýna raunveruleikann eins og hann er. Persónan sem ég leik var í senu sem gerðist daginn eftir eitthvert djamm og hún var enn þá í samfestingi frá kvöldinu áður. Svo kemur sena þar sem hún situr á klósettinu. Ég hugsaði að allar konur þekkja það að sitja eins og lurkar á klósettinu, berar að ofan. Við vorum ekki búin að hugsa mikið út í þetta svo það var ekkert tekið fram um það í handritinu.“ Ekkert hafði því verið rætt um þetta við búningadeildina né aðrar ráðstafanir gerðar. „Þannig að ég bendi Fannari á þetta, að hún sé í samfestingi og þar af leiðandi ætti hún að vera nakin, sitja þarna ber að ofan. Ég hugsaði alls ekkert á þá leið að ég yrði nú að reyna koma brjóstunum mínum í mynd. Mig langaði bara að konur myndu horfa á þetta og tengja, hvað maður er asnalegur á klósettinu þegar maður er í samfestingi. En allt gerist svo hratt í svona tökum þannig að við höfðum bara mínútu til að ákveða af eða á. Á lokastundu var ákveðið að það væri minni áhætta að láta hana vera í peysunni sem hún var í yfir, við þyrftum ekkert að svara spurningunni um það hvernig hún hefði komist allt í einu í peysuna. Við vonuðum bara að enginn tæki eftir því. Guð, ætli fólk horfi núna á seríuna og bíði sérstaklega eftir að sjá þennan samfesting?“ segir Vala hlæjandi. Þannig hafi þau lent í þessari dýnamík og umræðunni um hvort hún ætti að vera ber eða ekki, en niðurstaðan var að sleppa því í þetta sinn. „Við höfðum ekkert verið að vinna með nekt í seríunum hingað til og það væri kannski skrýtið að byrja á því allt í einu. Við höfðum alveg gert senur þar sem viðkomandi hefði kannski átt að vera nakinn. Við ákváðum að „play it safe“. En þetta sat í mér, ég hugsaði að hún hefði alltaf verið nakin. Þetta var fyrsta og held ég eina skiptið sem ég komst í eitthvert uppnám,“ segir Vala.Venjulegt fólk án drama Hún segir að í raun hafi það gerst seinna, en ekki á settinu, þegar þau ræddu annað atriði. „Þá byrjaði ég aftur að tala um þetta og sagði alvarleg við Fannar að hann væri ekki alvöru femínisti af því að hann leyfði mér ekki að vera nakin á klósettinu,“ segir Vala og þau hlæja bæði. „Þetta er smá þannig að maður þarf að taka ákvörðun á staðnum. Þetta var ekki í handritinu og tíminn var naumur, en ég hugsaði að við skrifum þetta kannski bara þannig næst, ef svipað dæmi kemur upp,“ segir Fannar. Vala segir að þetta hafi verið smá öfugsnúin klemma í raun, miðað við sögur af því þegar leikkonur séu taldar á að sýna meiri nekt en þær kæri sig um. „Þarna átti ég ekki að vera nakin en ég fór að berjast fyrir að fá að vera það. Smá skrýtið. Mér finnst fallegt og gaman að þetta hafi verið stærsta málið sem kom upp. Mér finnst smá heillamerki að þetta hafi verið eina vandamálið,“ segir Vala. „Samstarfið gekk mjög vel. Ég man ekki eftir neinu öðru sem kom upp á eða einhverju sem varð að drama,“ segir Fannar að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Sjá meira
Önnur sería af sjónvarpsþáttunum Venjulegt fólk hefst á Sjónvarpi Símans þann 16. október. Vala Kristín Eiríksdóttir leikur eitt aðalhlutverkanna og Fannar Sveinsson leikstýrir þáttunum og skrifar þá ásamt þeim Völu, Júlíönu Söru og Dóra DNA.Þættir um eðlilegar aðstæður „Við erum fjögur sem skrifum þættina. Við vorum með samning við Símann um að gera seríu. Okkur langaði að gera leikna seríu,“ segir Vala. Fannar segir að þær hafi verið komnar með uppkast og hugmynd. „Síðan nálgast „deadline“-ið og þær þurfa að fá einhvern með sér í þetta. Þá heyra þær í mér og í samtali okkar kemur upp þessi hugmynd sem er núna Venjulegt fólk. Hugmyndin var sem sagt að gera seríu sem væri lauslega byggð á lífi stelpnanna, sería um eðlilegar aðstæður og fólk að tækla lífið og tilveruna,“ segir Fannar. Fannar lærði handritaskrif og leikstjórn í Kvikmyndaskóla Íslands. Hann hafði þó ekki komið að gerð leikins efnis oft fyrir Venjulegt fólk. „Ég hef gert stuttmyndir. Hraðfréttir á RÚV voru náttúrulega þannig séð skrifaðar, en ekki kannski svona eins og við erum að gera núna. Svo getur Vala svarað af hverju hún hringdi í mig,“ segir Fannar hlæjandi. „Já. Ég náttúrulega hringdi alls ekki í hann,“ svarar Vala til baka. „Við vorum öll saman í Versló en Júlíana þekkti Fannar talsvert betur en ég. Hún var alltaf að stinga upp á Fannari.“ „Vala hélt að ég hataði hana,“ skýtur Fannar inn í. „Ókei, kannski ekki hataðir mig en hélt að honum líkaði ekki vel við mig.“ „Maður gefur greinilega frá sér svona leiðinlegt „vibe“.“ svarar Fannar. „Ég var nýbyrjuð í skólanum og hann algjör spaði í 12:00, þá hugsaði ég náttúrulega: „Hva, ætli hann hafi einhvern áhuga á að tala við mig?“ en Júlíana lofaði að hann væri ótrúlega fínn og skemmtilegur. Þannig að ég sættist á að við myndum hitta hann. Ég ætlaði sko að sýna honum hvað ég væri næs.“Aðstæðurnar kómískar Fyrsti fundurinn var á sólríkum degi. Þau sátu og köstuðu milli sín hugmyndum út í garði. „Við Júlíana stóðum og vorum að útskýra fyrir Fannari ömurlegar hugmyndir sem við vorum með. Hann sat þarna og horfði á okkur, tvær leikkonur að berjast fyrir lífi sínu, að búa til efni með tilheyrandi hlátrasköllum. Síðan sagði hann allt í einu að honum þætti þetta eiginlega áhugaverðara. Þessi dýnamík okkar á milli og þessar aðstæður, hvað það væri fyndið að horfa á tvær leikkonur berjast við að reyna að vera klárar. Þá kom upp sú hugmynd að þetta væri einfaldlega um tvær leikkonur að reyna að fóta sig í bransanum,“ segir Vala. Hún segir að sagan hafi eignast sitt eigið líf þegar á leið. „Ekkert okkar hafði skrifað efni sem teygir sig svona langt. Þá kom upp sú hugmynd að hafa samband við Dóra DNA og fá hann til að vera svolítið svona skrifpabbi, því hann vinnur mest við að skrifa. Og þar með urðum við fjögur,“ segir Vala, og leggur höfuðið á öxl Fannars með hugljúfan svip. Fannar segir að seríurnar tvær hafi verið skrifaðar á mjög ólíkan máta. „Í fyrri seríunni skrifuðum við meira söguna alveg frá byrjun til enda. Tókum svo söguna og brutum hana niður í handrit. Með reynslunni og nýrri aðferðafræði frá Dóra þá byrjuðum við að gera seríu tvö aðeins öðruvísi. Dóri var með í fyrri seríunni líka og hann endaði á að gera miklu meira en hann ætlaði sér að gera.“ „Örugglega bara af því að það þurfti,“ grípur Vala inn í hlæjandi. „Það tók lengri tíma að fæða fyrstu seríuna, í henni þurftum við að kynna persónurnar. Hvernig þær eru, hvað þær eru að gera og hvar þær eiga heima. Sú vinna tók aðeins lengri tíma, eða um þrjá mánuði.“ „Það er nú samt alveg kraftaverk og stuttur tími miðað við það sem gengur og gerist,“ segir Vala og Fannar samsinnir því.Eru byrjuð á þriðju seríu „Þegar við byrjuðum að gera seinni seríuna þá var sögusviðið náttúrulega tilbúið. Þannig að þetta snerist meira um að láta söguna halda áfram. Við vorum líka komin með aðeins meiri reynslu í því að skrifa þannig að við vorum meira hvert í sínu horninu en í fyrri seríunni, en hittumst auðvitað reglulega. Það gekk mjög vel,“ segir Fannar. „Við spinnum ekki á settinu en við spinnum með kjaftinum þegar við erum að skrifa, ef það má komast þannig að orði,“ bætir Vala við. Margir skemmtilegir aukaleikarar voru í fyrri seríunni, og sú seinni gefur henni ekkert eftir í þeim málum. „Jóhannes Haukur leikur í nýjustu, Aron Mola, Björn Stefánsson og Hildur Vala sem var að taka við hlutverki Ronju í Þjóðleikhúsinu,“ segir Fannar. Vala heldur áfram að telja upp aukaleikarana. „Gunnar Hansson og Sigurður Þór, en hann var líka í fyrstu seríu.“ „Í fyrstu seríunni voru þetta alls sjötíu hlutverk, núna er þetta að slaga upp í það sama, um sextíu hlutverk,“ segir Fannar. Vala hnippir í Fannar og muldrar eitthvað í hljóðum. „Já, já,“ svarar Fannar. „Við erum sem sagt byrjuð að skrifa þriðju seríu. Ég held það þurfi ekkert að vera leyndarmál,“ bætir hann við. „Ég hugsaði, þegar við skiluðum af okkur þessari seríu, að núna vissi ég miklu betur hvað mig langaði að láta gerast í þeirri þriðju. Eftir fyrstu seríu var svo miklu meiri óvissa. Þá skilaði maður af sér og vonaði innilega að fólki þætti þetta skemmtilegt, en hugsaði ekki endilega mikið lengra en það. Maður var bara glaður yfir að hafa fengið að gera þetta. Maður gerði ekki endilega ráð fyrir að það kæmi svo önnur sería,“ segir Vala.Ber að ofan á klósettinu Þau segja tökurnar hafa gengið frekar áfallalaust fyrir sig. „Ég man bara eftir því þegar ég var brjáluð yfir því að fá ekki að vera allsber,“ segir Vala og heldur áfram: „Á ég að segja frá því? Við leggjum okkur fram við að reyna að hafa þetta venjulegt og raunsætt og reynum að sýna raunveruleikann eins og hann er. Persónan sem ég leik var í senu sem gerðist daginn eftir eitthvert djamm og hún var enn þá í samfestingi frá kvöldinu áður. Svo kemur sena þar sem hún situr á klósettinu. Ég hugsaði að allar konur þekkja það að sitja eins og lurkar á klósettinu, berar að ofan. Við vorum ekki búin að hugsa mikið út í þetta svo það var ekkert tekið fram um það í handritinu.“ Ekkert hafði því verið rætt um þetta við búningadeildina né aðrar ráðstafanir gerðar. „Þannig að ég bendi Fannari á þetta, að hún sé í samfestingi og þar af leiðandi ætti hún að vera nakin, sitja þarna ber að ofan. Ég hugsaði alls ekkert á þá leið að ég yrði nú að reyna koma brjóstunum mínum í mynd. Mig langaði bara að konur myndu horfa á þetta og tengja, hvað maður er asnalegur á klósettinu þegar maður er í samfestingi. En allt gerist svo hratt í svona tökum þannig að við höfðum bara mínútu til að ákveða af eða á. Á lokastundu var ákveðið að það væri minni áhætta að láta hana vera í peysunni sem hún var í yfir, við þyrftum ekkert að svara spurningunni um það hvernig hún hefði komist allt í einu í peysuna. Við vonuðum bara að enginn tæki eftir því. Guð, ætli fólk horfi núna á seríuna og bíði sérstaklega eftir að sjá þennan samfesting?“ segir Vala hlæjandi. Þannig hafi þau lent í þessari dýnamík og umræðunni um hvort hún ætti að vera ber eða ekki, en niðurstaðan var að sleppa því í þetta sinn. „Við höfðum ekkert verið að vinna með nekt í seríunum hingað til og það væri kannski skrýtið að byrja á því allt í einu. Við höfðum alveg gert senur þar sem viðkomandi hefði kannski átt að vera nakinn. Við ákváðum að „play it safe“. En þetta sat í mér, ég hugsaði að hún hefði alltaf verið nakin. Þetta var fyrsta og held ég eina skiptið sem ég komst í eitthvert uppnám,“ segir Vala.Venjulegt fólk án drama Hún segir að í raun hafi það gerst seinna, en ekki á settinu, þegar þau ræddu annað atriði. „Þá byrjaði ég aftur að tala um þetta og sagði alvarleg við Fannar að hann væri ekki alvöru femínisti af því að hann leyfði mér ekki að vera nakin á klósettinu,“ segir Vala og þau hlæja bæði. „Þetta er smá þannig að maður þarf að taka ákvörðun á staðnum. Þetta var ekki í handritinu og tíminn var naumur, en ég hugsaði að við skrifum þetta kannski bara þannig næst, ef svipað dæmi kemur upp,“ segir Fannar. Vala segir að þetta hafi verið smá öfugsnúin klemma í raun, miðað við sögur af því þegar leikkonur séu taldar á að sýna meiri nekt en þær kæri sig um. „Þarna átti ég ekki að vera nakin en ég fór að berjast fyrir að fá að vera það. Smá skrýtið. Mér finnst fallegt og gaman að þetta hafi verið stærsta málið sem kom upp. Mér finnst smá heillamerki að þetta hafi verið eina vandamálið,“ segir Vala. „Samstarfið gekk mjög vel. Ég man ekki eftir neinu öðru sem kom upp á eða einhverju sem varð að drama,“ segir Fannar að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Sjá meira