Fótbolti

Bayern skellt niður á jörðina eftir sigurinn á Tottenham og Dortmund gerði jafntefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lewandowski í baráttunni í dag.
Lewandowski í baráttunni í dag. vísir/getty
Bayern Munchen tapaði sínum fyrsta leik á þessari leiktíð er liðið beið í lægri hlut gegn Hoffenheim á heimavelli, 2-1.

Bayern fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í vikunni er liðið vann 7-2 sigur á Tottenham á útivelli en þeim þýsku var heldur betur skellt niður á jörðina.

Sargis Adamyan kom Hoffenheim yfir á 54. mínútu en Robert Lewandowski jafnaði metin fyrir Bæjara á 73. mínútu.

Einungis sex mínútum síðar var Sargis Adamyan aftur á ferðinni er hann skoraði sigurmark Hoffenheim og lokatölur 2-1

Bayern er enn á toppi deildarinnar, með jafn mörg stig og Leipzig, Freiburg og Bayern Leverkusen en Hoffenheim er með átta stig í 11. sætinu.







Freiburg og Dortmund gerðu 2-2 jafntefli á sama tíma. Axel Witsel kom Dortmund yfir í fyrri hálfleik en Luca Waldschmidt jafnaði fyrir Freiburg á 55. mínútu.

Tólf mínútum síðar komst Dortmund aftur yfir með marki frá Achraf Hakimi en sjálfsmark Manuel Akanji bjargaði stigi fyrir heimamenn.

Dortmund er í 7. sætinu með tólf stig en Freiburg er með fjórtán stig í öðru sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×