Byggt og byggt á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2019 19:15 Sjaldan eða aldrei hefur verið byggt eins mikið af íbúðarhúsnæði á Hvolsvelli eins og um þessar mundir því þar rísa ný hverfi eins og hendi væri veifað. Hvolsvöllur tilheyrir sveitarfélaginu Rangárþingi eystra en þá er verið að tala um sveitirnar þar í kring eins og Fljótshlíð, Landeyjarnar og Eyjafjöllin. Alls staðar er verið að byggja í sveitarfélaginu en þó hvergi eins mikið og á Hvolsvelli, þar hafa risið ný hverfi og íbúum fjölgar stöðugt. „Það er bara að fjölga hjá okkur íbúum og fólk vill búa hjá okkur sem er hið besta mál og mikið byggt þessa dagana. Það eru um 30 byggingar í byggingu og svo erum við að plana ný hverfi með fjöldann allan af fjölbreyttu íbúðarhúsnæði. Við erum gríðarlega ánægð með þetta og að sjálfsögðu bjóðum við fólk velkomið til okkar á Hvolsvöll, hér er gott að vera“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri. En hvað er það við Hvolsvöll sem er svona gott að fólk flykkist þangað til að eiga heima? „Við höfum bara ýmislegt að bjóða eins og næga atvinnu, gott umhverfi, góða umgjörð og góða skóla. Það er alls lags fólk að flytja til okkar, fólk sem er að koma að vinna hjá okkur, mikið náttúrulega í tengslum við ferðaþjónustu og ungt fólk er að flytja til baka eftir nám, já, það er bara bjart framundan“. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað með íbúðaverð á Hvolsvelli? „Það hefur náttúrulega hækkað talsvert á undanförnum árum, sem er bæði gott og slæmt en ég held að við séum á pari við það sem gengur og gerist á Suðurlandi“, segir Anton Kári og bætir við. „Það er gríðarlega skemmtilegt að vera sveitarstjóri í svona sveitarfélagi og ekki síður krefjandi þegar næg verkefni eru til staðar og gaman að vera til“. Fólk með börn flytur mikið á Hvolsvöll enda góðir skólar á staðnum og ýmis afþreying í boði fyrir barnafjölskyldur. Myndin var tekin á Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Íbúar á Hvolsvelli eru um 1950 í dag en Anton Kári vonast til að þeir verði orðnir um tvö þúsund fljótlega á nýju ári. Húsnæðismál Rangárþing eystra Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur verið byggt eins mikið af íbúðarhúsnæði á Hvolsvelli eins og um þessar mundir því þar rísa ný hverfi eins og hendi væri veifað. Hvolsvöllur tilheyrir sveitarfélaginu Rangárþingi eystra en þá er verið að tala um sveitirnar þar í kring eins og Fljótshlíð, Landeyjarnar og Eyjafjöllin. Alls staðar er verið að byggja í sveitarfélaginu en þó hvergi eins mikið og á Hvolsvelli, þar hafa risið ný hverfi og íbúum fjölgar stöðugt. „Það er bara að fjölga hjá okkur íbúum og fólk vill búa hjá okkur sem er hið besta mál og mikið byggt þessa dagana. Það eru um 30 byggingar í byggingu og svo erum við að plana ný hverfi með fjöldann allan af fjölbreyttu íbúðarhúsnæði. Við erum gríðarlega ánægð með þetta og að sjálfsögðu bjóðum við fólk velkomið til okkar á Hvolsvöll, hér er gott að vera“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri. En hvað er það við Hvolsvöll sem er svona gott að fólk flykkist þangað til að eiga heima? „Við höfum bara ýmislegt að bjóða eins og næga atvinnu, gott umhverfi, góða umgjörð og góða skóla. Það er alls lags fólk að flytja til okkar, fólk sem er að koma að vinna hjá okkur, mikið náttúrulega í tengslum við ferðaþjónustu og ungt fólk er að flytja til baka eftir nám, já, það er bara bjart framundan“. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað með íbúðaverð á Hvolsvelli? „Það hefur náttúrulega hækkað talsvert á undanförnum árum, sem er bæði gott og slæmt en ég held að við séum á pari við það sem gengur og gerist á Suðurlandi“, segir Anton Kári og bætir við. „Það er gríðarlega skemmtilegt að vera sveitarstjóri í svona sveitarfélagi og ekki síður krefjandi þegar næg verkefni eru til staðar og gaman að vera til“. Fólk með börn flytur mikið á Hvolsvöll enda góðir skólar á staðnum og ýmis afþreying í boði fyrir barnafjölskyldur. Myndin var tekin á Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Íbúar á Hvolsvelli eru um 1950 í dag en Anton Kári vonast til að þeir verði orðnir um tvö þúsund fljótlega á nýju ári.
Húsnæðismál Rangárþing eystra Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira