Fótbolti

Óska eftir því að spila leikinn aftur vegna mistaka VAR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik liðanna í gær.
Úr leik liðanna í gær. vísir/getty
Leganes hefur óskað eftir því að leikur þeirra gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni verði leikinn aftur vegna mistaka VAR í leiknum.

Leganes vill meina að vítaspyrnan sem dæmd var á þá í fyrri hálfleik hafi átt sér stað fyrir utan vítateiginn.

Samskiptakerfið hjá dómara leiksins, Munuera Montero, hafi klikkað og því þurfti fjórði dómarinn að segja Munuera skilaboðin frá VARsjá dómaranum eftir að hafa tekið upp símann.





Levante vann leikinn í gær 2-1 og nú hefur forseti Leganes, Victoria Pavon, óskað eftir því að leikurinn verði leikinn aftur frá 44. mínútu.

Það er einmitt frá þeirri mínútu sem atvikið átti sér stað en spænska sambandið hefur ekki gefið út hvort að leikurinn verði spilaður aftur.

Leganes er á botni spænsku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×