Munaðarleysingjaheimilið hlaut Gullna lundann á RIFF Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 22:04 Munaðarleysingjaheimilið gerist á seinni hluta níunda áratugarins í afgönsku höfuðborginni Kabúl. Munaðarleysingjaheimilið (e. The Orphanage) hlaut í kvöld Gullna lundann, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar RIFF. Verðlaunin voru afhent í Norræna húsinu fyrr í kvöld, en þetta er í sextánda sinn sem hátíðin er haldin. Munaðarleysingjaheimilið er eftir leikstjórann Shahrbanoo Sadat og var Katja Adomeit framleiðandi myndarinnar. Katja var viðstödd afhendinguna og tók við verðlaununum. Myndin gerist á seinni hluta níunda áratugarins þar sem hinn fimmtán ára Qodrat býr á götum afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl þar sem hann selur bíómiða á svörtum markaði. Er hann mikill aðdáandi Bollywood-mynda og lifir sig sterkt inn í uppáhalds atriðin úr myndunum. „Dag einn fer lögreglan með hann á sovéska munaðarleysingjahælið. En stjórnmálaástandið er að breytast í Kabúl. Qodrat og öll börnin vilja verja heimili sitt,“ segir í umfjöllun RIFF um myndina.Minnst á Síðasta haustið Það var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem afhenti verðlaunin og sagði að þrátt fyrir lítil fjárráð tækist kvikmyndagerðarmönnunum að endurskapa litríkan heim Afganistan tíunda áratugarins. Í tilkynningu frá RIFF segir að sérstaklega hafi verið minnst á myndina Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg. Þetta er í annað skiptið í sextán ára sögu RIFF sem mynd eftir Íslending er samþykkt í keppnina. Fékk hún sérstaka umfjöllun dómnefndar ásamt myndunum Corpus Christi og Maternal. Sigraði í flokknum Önnur framtíð „Í flokknum Önnur framtíð vann myndin Ferðalangur að nóttu. Flokkurinn Önnur framtíð er metnaðarfullt framlag RIFF til Reykvíkinga þar sem reynt er að sýna áhorfendum það sem er helst á döfinni í heimildarmyndagerð. Erfiðum spurningum er kastað fram. Getum við haldið í það lífsmynstur sem við erum vön eða er kominn tími til að breyta til? Ræður plánetan við ágang mannsins? Komum við vel fram hvert við annað? Í flokknum Önnur framtíð er að finna áhrifamiklar kvikmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum. Dómnefndin minntist sérstaklega á myndina Guðirnir í Molenbeek sem heillaði dómnefndina en verðlaunin fóru til Ferðalangur að nóttu,“ segir í tilkynningunni.Íslenskar stuttmyndir Í flokknum Íslenskar stuttmyndir vann myndin Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur. Dómnefndin minntist einnig á stuttmyndina Gulrætur eftir Berg Árnason en myndin Blaðberinn eftir Ninnu vann. Í flokknum Gullna eggið vann myndin Muero Por Volver eftir Javier Marco. Sagt var frá því í gær að franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis, sem var heiðursgestur RIFF í ár, hafi tekið við heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn, úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseti á Bessastöðum í dag. Bíó og sjónvarp Reykjavík RIFF Tengdar fréttir Claire Denis hlaut heiðursverðlaun RIFF Guðni Th. forseti Íslands afhenti Claire Denis verðlaunin á Bessastöðum í dag. 3. október 2019 20:57 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Munaðarleysingjaheimilið (e. The Orphanage) hlaut í kvöld Gullna lundann, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar RIFF. Verðlaunin voru afhent í Norræna húsinu fyrr í kvöld, en þetta er í sextánda sinn sem hátíðin er haldin. Munaðarleysingjaheimilið er eftir leikstjórann Shahrbanoo Sadat og var Katja Adomeit framleiðandi myndarinnar. Katja var viðstödd afhendinguna og tók við verðlaununum. Myndin gerist á seinni hluta níunda áratugarins þar sem hinn fimmtán ára Qodrat býr á götum afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl þar sem hann selur bíómiða á svörtum markaði. Er hann mikill aðdáandi Bollywood-mynda og lifir sig sterkt inn í uppáhalds atriðin úr myndunum. „Dag einn fer lögreglan með hann á sovéska munaðarleysingjahælið. En stjórnmálaástandið er að breytast í Kabúl. Qodrat og öll börnin vilja verja heimili sitt,“ segir í umfjöllun RIFF um myndina.Minnst á Síðasta haustið Það var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem afhenti verðlaunin og sagði að þrátt fyrir lítil fjárráð tækist kvikmyndagerðarmönnunum að endurskapa litríkan heim Afganistan tíunda áratugarins. Í tilkynningu frá RIFF segir að sérstaklega hafi verið minnst á myndina Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg. Þetta er í annað skiptið í sextán ára sögu RIFF sem mynd eftir Íslending er samþykkt í keppnina. Fékk hún sérstaka umfjöllun dómnefndar ásamt myndunum Corpus Christi og Maternal. Sigraði í flokknum Önnur framtíð „Í flokknum Önnur framtíð vann myndin Ferðalangur að nóttu. Flokkurinn Önnur framtíð er metnaðarfullt framlag RIFF til Reykvíkinga þar sem reynt er að sýna áhorfendum það sem er helst á döfinni í heimildarmyndagerð. Erfiðum spurningum er kastað fram. Getum við haldið í það lífsmynstur sem við erum vön eða er kominn tími til að breyta til? Ræður plánetan við ágang mannsins? Komum við vel fram hvert við annað? Í flokknum Önnur framtíð er að finna áhrifamiklar kvikmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum. Dómnefndin minntist sérstaklega á myndina Guðirnir í Molenbeek sem heillaði dómnefndina en verðlaunin fóru til Ferðalangur að nóttu,“ segir í tilkynningunni.Íslenskar stuttmyndir Í flokknum Íslenskar stuttmyndir vann myndin Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur. Dómnefndin minntist einnig á stuttmyndina Gulrætur eftir Berg Árnason en myndin Blaðberinn eftir Ninnu vann. Í flokknum Gullna eggið vann myndin Muero Por Volver eftir Javier Marco. Sagt var frá því í gær að franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis, sem var heiðursgestur RIFF í ár, hafi tekið við heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn, úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseti á Bessastöðum í dag.
Bíó og sjónvarp Reykjavík RIFF Tengdar fréttir Claire Denis hlaut heiðursverðlaun RIFF Guðni Th. forseti Íslands afhenti Claire Denis verðlaunin á Bessastöðum í dag. 3. október 2019 20:57 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Claire Denis hlaut heiðursverðlaun RIFF Guðni Th. forseti Íslands afhenti Claire Denis verðlaunin á Bessastöðum í dag. 3. október 2019 20:57