Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. október 2019 13:00 Fundargerð sem birtist fyir helgi á vef Rangársþings ytra frá fundi sem ekki hefur farið fram. Hún hefur nú verið fjarlægð af síðunni. Hópur sumarhúsa-og landeigenda í Landssveit hafa lýst yfir áhyggjum sínum og sent athugasemdir til sveitarstjórnar vegna auglýsts deiliskipulags á jörðunum Leyni 2 og Leyni 3 þar sem fyrirhugað er að reisa nokkur hundruð manna ferðaþjónustu þorp. Svæðið sé í fjarrbyggð vatnsverndarsvæðis og þá sé verið að reisa þéttbýli á stað sem skilgreindur sé sem dreifbýli. Ferðaþjónustufyrirtækið sem hyggst byggja á svæðinu heitir Eternal Resort og rekur t.d. Iceland Igloo Village og er í eigu malasískra fjárfesta. Haraldur Eiríksson formaður skipulags-og umferðanefndar Rangárþings ytra.Haraldur Eiríksson formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangársþings ytra segir að málið sé rétt að ahefjast og farið verði yfir allar athugasemdir varðandi það og verið sé að auglýsa nýtt deiliskipulag. „Áhyggjur sumarhúsaeigenda þarna uppfrá eru svo sem skiljanlegar breytingar geta vakið ugg hjá mörgum. Það er ekkert óeðlilegt við það. Málið er í eðlilegum fasa hjá skipulagsyfirvöldum hér í Rangárþingi ytra. Það komu athugasemdir frá á síðasta fundi nefndarinnar og þá var deiliskipulagið auglýst aftur ef ég man rétt,“ segir Haraldur. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village rekur 15 hjóhýsi á jörðinni Leyni og í fréttum í gær kom fram að þau væru tengd við fráveitu en hafi ekki leyfi til þess. Haraldur segir að gerðar hafi verið athugasemdir vegna þess.Fráveita er frá hjólhýsunum í óleyfi.„Stöðuleyfi fyrir hjólhýsunum voru ekki gefin með því fororði að þeir fengju að vera með fráveitu. Þannig að þarna er nú verið að fara svolítið fram úr sér. Þessir aðilar verða að sjálfsögðu beðnir um að aftengja þetta allt saman. Kannski þurfum við að vera meira vakandi fyrir að leiðbeina þeim meira. Þeir þekkja ekki lögin á sama hátt og hérlendir aðilar,“ segir Haraldur.Nokkru kúlushús eru risin á jörðinni Leyni í óleyfi.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ferðaþjónustufyrirtækið jafnframt reist nokkur kúluhús á svæðinu en leyfi er ekki enn þá komið frá skipulags-og umferðarnefnd. Þetta kemur Haraldi á óvart. „Við ætlum að taka það fyrir á fundi skipulags-og umferðarnefndar á morgun. Þessi aðili virðist vera að fara eitthvað framúrsér,“ segir Haraldur. Á morgun verður fundur í skipulags og umferðarnefnd og verður málið þá tekið fyrir. Fundargerð frá fundinum á morgun birtist hins vegar á heimasíðu Rangárþings ytra fyrir helgi samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum og er rituð af byggingafulltrúa. Þar kemur fram að skipulagsnefnd telji rétt að veitt verði stöðuleyfi fyrir kúluhús til eins árs. Haraldur hafði ekki vitnesku um að fundargerðin hefði birst og hefur hún verið fjarlægð af heimasíðunni. Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Hópur sumarhúsa-og landeigenda í Landssveit hafa lýst yfir áhyggjum sínum og sent athugasemdir til sveitarstjórnar vegna auglýsts deiliskipulags á jörðunum Leyni 2 og Leyni 3 þar sem fyrirhugað er að reisa nokkur hundruð manna ferðaþjónustu þorp. Svæðið sé í fjarrbyggð vatnsverndarsvæðis og þá sé verið að reisa þéttbýli á stað sem skilgreindur sé sem dreifbýli. Ferðaþjónustufyrirtækið sem hyggst byggja á svæðinu heitir Eternal Resort og rekur t.d. Iceland Igloo Village og er í eigu malasískra fjárfesta. Haraldur Eiríksson formaður skipulags-og umferðanefndar Rangárþings ytra.Haraldur Eiríksson formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangársþings ytra segir að málið sé rétt að ahefjast og farið verði yfir allar athugasemdir varðandi það og verið sé að auglýsa nýtt deiliskipulag. „Áhyggjur sumarhúsaeigenda þarna uppfrá eru svo sem skiljanlegar breytingar geta vakið ugg hjá mörgum. Það er ekkert óeðlilegt við það. Málið er í eðlilegum fasa hjá skipulagsyfirvöldum hér í Rangárþingi ytra. Það komu athugasemdir frá á síðasta fundi nefndarinnar og þá var deiliskipulagið auglýst aftur ef ég man rétt,“ segir Haraldur. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village rekur 15 hjóhýsi á jörðinni Leyni og í fréttum í gær kom fram að þau væru tengd við fráveitu en hafi ekki leyfi til þess. Haraldur segir að gerðar hafi verið athugasemdir vegna þess.Fráveita er frá hjólhýsunum í óleyfi.„Stöðuleyfi fyrir hjólhýsunum voru ekki gefin með því fororði að þeir fengju að vera með fráveitu. Þannig að þarna er nú verið að fara svolítið fram úr sér. Þessir aðilar verða að sjálfsögðu beðnir um að aftengja þetta allt saman. Kannski þurfum við að vera meira vakandi fyrir að leiðbeina þeim meira. Þeir þekkja ekki lögin á sama hátt og hérlendir aðilar,“ segir Haraldur.Nokkru kúlushús eru risin á jörðinni Leyni í óleyfi.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ferðaþjónustufyrirtækið jafnframt reist nokkur kúluhús á svæðinu en leyfi er ekki enn þá komið frá skipulags-og umferðarnefnd. Þetta kemur Haraldi á óvart. „Við ætlum að taka það fyrir á fundi skipulags-og umferðarnefndar á morgun. Þessi aðili virðist vera að fara eitthvað framúrsér,“ segir Haraldur. Á morgun verður fundur í skipulags og umferðarnefnd og verður málið þá tekið fyrir. Fundargerð frá fundinum á morgun birtist hins vegar á heimasíðu Rangárþings ytra fyrir helgi samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum og er rituð af byggingafulltrúa. Þar kemur fram að skipulagsnefnd telji rétt að veitt verði stöðuleyfi fyrir kúluhús til eins árs. Haraldur hafði ekki vitnesku um að fundargerðin hefði birst og hefur hún verið fjarlægð af heimasíðunni.
Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15