Íslenski boltinn

Bryndís Lára og Lára Kristín fara frá Þór/KA

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir vísir/bára
Þór/KA missir tvo sterka leikmenn úr liði sínu, þær Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og Lára Kristín Pedersen munu ekki spila með liðinu í Pepsi Max deild kvenna næsta sumar.

Félagið tilkynnti þetta í dag en í tilkynnignu á heimasíðu félagsins segir að Bryndís Lára hafi tilkynnt stjórninni það í gær að hún myndi nýta uppsagnarákvæði í samningi sínum.

Bryndís Lára varði mark Þórs/KA Íslandsmeistarasumarið 2017 en fór svo í pásu frá fótbolta. Hún sneri aftur fyrir nýliðið sumar, eftir að hafa spilað nokkra leiki vegna forfalla 2018.

Í byrjun október sagði Lára Kristín við Fótbolta.net að hún myndi yfirgefa Þór/KA, en hún ætlar að snúa aftur til höfuðborgarinnar.

Lára Kristín kom til Þórs/KA í upphafi árs og spilaði allar mínútur liðsins í öllum leikjum í sumar. Hún var valin besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins.

Lára Kristín Pedersenvísir/bára



Fleiri fréttir

Sjá meira


×