Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. október 2019 19:00 Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. Sveitarstjórn hefur gert athugasemd vegna málsins en virðist ætla að samþykkja húsin samkvæmt fundargerð frá fundi sem hefur ekki farið fram. Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda á svæðinu segir húsin ólögleg og krefst aðgerða. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem rekið er af Eternal Resort sem er í eigu malasískra fjárfesta hefur verið með fimmtán hjólhýsi í rekstri á jörðinni Leyni sem tilheyrir Rangárþingi ytra síðan í vor. Sumarhúsa-og landeigendur á svæðinu eru afar ósáttir.Byggt í óleyfi Ásgeir Kristján Ólafsson húsasmiðameistari og byggingarstjóri er talsmaður þeirra. „Bæði kúluhúsin og hjólhýsin á svæðinu eru ólögleg á svæðinu. Það er búið að láta þá vita að þeir þurfa að aftengja aðveitu og fráveitu frá hjólhýsunum en þeir hafa ekki gert það. Þá eru þeir byrjaðir að setja upp kúluhúsin þrátt fyrir að engin leyfi séu fyrir hendi hvorki byggingar, né rekstrarleyfi. Hérna eru komnar rotþrær og annað slíkt. Þetta er á fjarrsvæði vatnsverndar, það eru 200 metrar í Blákoll sem er helsta ferskvatnslind sveitarinnar og allt vatn héðan rennur að Lækjarbotnum vatnsbóli Hellu,“ segir Ásgeir.Engin leyfi frá skipulags-og umferðarnefnd Fram hefur komið hjá Haraldi Eiríkssyni formanni skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra að við þetta hafi verið gerðar athugasemdir en hjólhýsin hafi aðeins fengið stöðuleyfi ekki leyfi til að tengja við fráveitu eða aðveitu. Ferðaþjónustan virðist því hafa farið eitthvað framúr sér. Þá kom fram að stöðuleyfi fyrir kúluhúsum hafi ekki komið fram ennþá þannig að það kom á óvart að þau séu þegar byrjuð að rísa. Á morgun verður fundur hjá skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings ytra og þar á að taka málið fyrir.Í versta falli hafi stjórnsýslulög verið brotin Fréttastofa fékk fundargerð sem birtist á heimasíðu sveitarfélagsins fyrir helgi þar sem kemur fram að á fundinum sem verður á morgun í nefndinni fái kúluhúsin svokallað stöðuleyfi. Hún hefur nú verið fjarlægð. Ásgeir lýsir furðu sinni á því að búið sé að veita leyfi áður en það hafi verið samþykkt á fundinum. „Þessi vinnubrögð samræmast engum stjórnsýslulögum og í versta falli hafa þau verið brotin sem er alvarlegt. Kannski eru þetta bara vinnubrögðin sem eru viðhöfð,“ segir Ásgeir.Ætla að byggja þorp á svæðinu Malasíska fyrirtækið Eternal resort hyggst byggja nokkur hundruð manna ferðaþjónustu á jörðinni Leyni 2 og 2 og hefur fólk áhyggjur af því hvað fyrirhugað er að byggja mikið nálægt vatnsverndarsvæðinu. „Þarna er verið að færa þéttbýli í sveitina og þetta er ofaná fjarsvæði vatnsverndar. Með einhverja fráveitu og þá setjum við vatnsbólin í hættu. Þetta hlýtur að fara í umhverfismat að fá þetta þorp hingað,“ segir Ásgeir að lokum. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. Sveitarstjórn hefur gert athugasemd vegna málsins en virðist ætla að samþykkja húsin samkvæmt fundargerð frá fundi sem hefur ekki farið fram. Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda á svæðinu segir húsin ólögleg og krefst aðgerða. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem rekið er af Eternal Resort sem er í eigu malasískra fjárfesta hefur verið með fimmtán hjólhýsi í rekstri á jörðinni Leyni sem tilheyrir Rangárþingi ytra síðan í vor. Sumarhúsa-og landeigendur á svæðinu eru afar ósáttir.Byggt í óleyfi Ásgeir Kristján Ólafsson húsasmiðameistari og byggingarstjóri er talsmaður þeirra. „Bæði kúluhúsin og hjólhýsin á svæðinu eru ólögleg á svæðinu. Það er búið að láta þá vita að þeir þurfa að aftengja aðveitu og fráveitu frá hjólhýsunum en þeir hafa ekki gert það. Þá eru þeir byrjaðir að setja upp kúluhúsin þrátt fyrir að engin leyfi séu fyrir hendi hvorki byggingar, né rekstrarleyfi. Hérna eru komnar rotþrær og annað slíkt. Þetta er á fjarrsvæði vatnsverndar, það eru 200 metrar í Blákoll sem er helsta ferskvatnslind sveitarinnar og allt vatn héðan rennur að Lækjarbotnum vatnsbóli Hellu,“ segir Ásgeir.Engin leyfi frá skipulags-og umferðarnefnd Fram hefur komið hjá Haraldi Eiríkssyni formanni skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra að við þetta hafi verið gerðar athugasemdir en hjólhýsin hafi aðeins fengið stöðuleyfi ekki leyfi til að tengja við fráveitu eða aðveitu. Ferðaþjónustan virðist því hafa farið eitthvað framúr sér. Þá kom fram að stöðuleyfi fyrir kúluhúsum hafi ekki komið fram ennþá þannig að það kom á óvart að þau séu þegar byrjuð að rísa. Á morgun verður fundur hjá skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings ytra og þar á að taka málið fyrir.Í versta falli hafi stjórnsýslulög verið brotin Fréttastofa fékk fundargerð sem birtist á heimasíðu sveitarfélagsins fyrir helgi þar sem kemur fram að á fundinum sem verður á morgun í nefndinni fái kúluhúsin svokallað stöðuleyfi. Hún hefur nú verið fjarlægð. Ásgeir lýsir furðu sinni á því að búið sé að veita leyfi áður en það hafi verið samþykkt á fundinum. „Þessi vinnubrögð samræmast engum stjórnsýslulögum og í versta falli hafa þau verið brotin sem er alvarlegt. Kannski eru þetta bara vinnubrögðin sem eru viðhöfð,“ segir Ásgeir.Ætla að byggja þorp á svæðinu Malasíska fyrirtækið Eternal resort hyggst byggja nokkur hundruð manna ferðaþjónustu á jörðinni Leyni 2 og 2 og hefur fólk áhyggjur af því hvað fyrirhugað er að byggja mikið nálægt vatnsverndarsvæðinu. „Þarna er verið að færa þéttbýli í sveitina og þetta er ofaná fjarsvæði vatnsverndar. Með einhverja fráveitu og þá setjum við vatnsbólin í hættu. Þetta hlýtur að fara í umhverfismat að fá þetta þorp hingað,“ segir Ásgeir að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15