Fótbolti

Howard hendir hönskunum á hilluna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Howard í kveðjuleiknum í gær.
Howard í kveðjuleiknum í gær. vísir/getty
Bandaríski markvörðurinn Tim Howard spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í gær. Howard er orðinn fertugur.

Hann endaði ferilinn hjá MLS-liði Colorado Rapids. Hann spilaði með því félagi síðustu þrjú ár ferilsins.

Lengst var hann hjá Everton en þar spilaði hann frá 2007 til 2016. Náði hann 329 leikjum fyrir Everton.





Howard spilaði með Man. Utd frá 2003 til 2007 og varð bæði bikar- og deildabikarmeistari með United.

Landsleikirnir fyrir Bandaríkin urðu 121 og Howard náði því að spila tvisvar á HM. Hann á metið yfir flestar vörslur í leik á HM eða 15 í leik gegn Belgíu árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×