Innlent

Ferðamönnum brá er þeir keyrðu fram á risastórt búrhvalshræ

Jakob Bjarnar skrifar
Hvalshræið er engin smásmíði, á að giska 30 tonn.
Hvalshræið er engin smásmíði, á að giska 30 tonn. Einar Guðbjartsson
Þeim brá heldur betur í brún tveimur ferðamönnum frá Bandaríkjunum sem höfðu pantað sér ferð hjá Black Beach Tours og keyrðu fram á risastórt búrhvalshræ á fjórhjólum sínum.

Einar Guðbjartsson, fararstjóri Ameríkananna, segir að þeir hafi lent í dag og samhliða því að þeim hafi brugðið hafi þeir orðið harla glaðir því þetta er ævintýraleg sýn, eins og myndirnar bera með sér.

Engan fnyk leggur af hræinu þannig að tiltölulega skammt er síðan hann rak á land.Einar Guðbjartsson
Einar þekkir sig vel á þessum slóðum og segir þetta einstaka sýn. Hann hafi í það minnsta aldrei séð neitt í líkingu við þetta. „Það var enginn fnykur af honum þannig að þetta hefur sennilega gerst í morgun eða í gær,“ segir Einar sem giskar á að hvalurinn vegi um 30 tonn.

Hvalurinn liggur í fjörunni fáeinum kílómetrum austur af Þorlákshöfn, steinsnar frá veitingahúsinu Bláa hafið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×