Skaðlausar samsæriskenningar? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 9. október 2019 09:30 Við búum í heimi sem er stór, flókinn og oft beinlínis óreiðukenndur. Það er ekki hlaupið að því að greiða úr óreiðunni en til þess höfum við fengið ómetanlega hjálp. Heilinn okkar býr yfir meðfæddum eiginleikum sem hjálpa okkur að setja hlutina í samhengi. Þessir eiginleikar hafa meðal annars gert okkur kleift að færast stöðugt í átt að aukinni þekkingu og lífsgæðum á nokkrum kynslóðum. En þessir eiginleikar eiga sér einnig myrka hlið. Við höfum nefnilega tilhneigingu til að finna samhengi þar sem ekkert raunverulegt samhengi er til staðar. Þaðan eru samsæriskenningar sprottnar. Með orðinu „samsæriskenning“ á ég við endurskoðun atburða eða athafna þar sem illum öflum er eignuð ábyrgð án þess að haldbær sönnunargögn liggi fyrir og einfaldari, líklegri skýringar eru hundsaðar. Oft fylgir samsæriskenningum gríðarlegt ofmat á getu hópa til að leggjast í stórtækar leynilegar aðgerðir. Margir sjá ekki ástæðu til að líta samsæriskenningar alvarlegum augum. Vissulega eru þær af ýmsum toga og fela í sér misalvarleg ósannindi. Megnið af mannkynssögunni voru þær aðallega hugmyndasmíð sérvitringa sem bjuggu hver í sínu horni. En með tilkomu Internetsins – einnar af merkustu uppfinningum mannsins – hafa samsæriskenningamenn úr öllum heimshlutum fundið skoðanabræður sína. Vefsíður sem eru öllum aðgengilegar hafa orðið að gróðrarstíu slíkra kenninga sem sumar hverjar hafa haft alvarlegar og jafnvel mannskæðar afleiðingar.Mannskæðar afleiðingar Fyrir rétt rúmu ári – þann 28. október 2018 – gekk vopnaður maður í samkunduhús Gyðinga í Pittsburgh og myrti þar 11 manns og særði 6 manns til viðbótar. Hann hafði um skeið gefið út yfirlýsingar sem endurspegla andgyðinglegar samsæriskenningar á vefsíðu sem hefur á örfáum árum dregið að sér fjölda öfgamanna. Fleiri hópar hafa orðið fyrir barðinu á öfgamönnum. Hálfu ári eftir árásina í Pittsburgh – þann 15. mars síðastliðinn – gekk vopnaður maður inn í tvær moskur í Christchurch á Nýja Sjálandi og myrti þar samtals 51 manns og særði fjölmarga til viðbótar. Tilefnið fyrir árásinni var trú hans á samsæriskenningu um að stefnt væri að útrýmingu „hvíta kynstofnsins“. Hægt væri að tína til fjölda svipaðra dæma. Það sem þessar árásir eiga sameiginlegt er að þær byrjuðu sem illa rökstuddar vangaveltur manna sem náðu sambandi hver við annan á óritskoðuðum vefsíðum. Þar voru þeir staddir í bergmálshelli (echo chamber) sem dró upp heimsmynd sem virtist svo raunveruleg að þeir fóru að lokum fram af brúninni og tóku fjölda mannslífa. En það eru ekki bara sláandi hryðjuverkaárásir sem þarf að hafa áhyggjur af. Sumar samsæriskenningar hafa haft lúmsk en engu að síður alvarleg áhrif. Til dæmis má nefna staðhæfingar um orsakasamhengi milli bólusetninga og einhverfu (upphaflega fölsuð niðurstaða í stakri rannsókn frá 1998) sem hafa þróast í hugmyndir um einhvers konar samsæri yfirvalda gegn almenningi, og valdið því að fjöldi mislingatilfella hefur stóraukist á Vesturlöndum. Í hinu stærra samhengi aðhyllast þeir sem eru á móti bólusetningum oft svipaða samsæriskenningu um lyfjafyrirtækin og hafa í ákveðnum tilvikum hafnað lífsnauðsynlegum lyfjum.Mörk tjáningarfrelsisins Það sem einkennir alla þá sem aðhyllast samsæriskenningar eru litlar sem engar kröfur til sönnunargagna. Yfirleitt eru lélegar heimildir látnar nægja, t.d. vafasöm myndskeið á Youtube, eða ógrynnin öll af óstaðfestum upplýsingum sem eru síðan notaðar til að „kaffæra“ hvern þann sem er ósammála. Þeir eiga það einnig til að líta á alla sem andmæla þeim sem leiksoppa óvinarins og hafa með því gefið sér leyfi til að hundsa allar athugasemdir þeirra. Þessi afstaða kemur í veg fyrir málefnalegar umræður og tryggir að viðkomandi sitji fastur í sínum þankagangi. Sér til varnar vísa samsæriskenningamenn gjarnan í tjáningarfrelsið, sem er vissulega mikilvæg undirstaða réttarríkisins. En þar er einmitt komið að kjarna málsins: Ákveðin tjáning, t.d. ærumeiðing og hatursorðræða, fellur ekki undir tjáningarfrelsið í lagalegum skilningi. Að því gefnu er vert að spyrja hvort opinber tjáning samsæriskenninga sem djöfulgera hópa fólks og stofna öðrum í hættu sé yfirhöfuð varin af tjáningarfrelsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Við búum í heimi sem er stór, flókinn og oft beinlínis óreiðukenndur. Það er ekki hlaupið að því að greiða úr óreiðunni en til þess höfum við fengið ómetanlega hjálp. Heilinn okkar býr yfir meðfæddum eiginleikum sem hjálpa okkur að setja hlutina í samhengi. Þessir eiginleikar hafa meðal annars gert okkur kleift að færast stöðugt í átt að aukinni þekkingu og lífsgæðum á nokkrum kynslóðum. En þessir eiginleikar eiga sér einnig myrka hlið. Við höfum nefnilega tilhneigingu til að finna samhengi þar sem ekkert raunverulegt samhengi er til staðar. Þaðan eru samsæriskenningar sprottnar. Með orðinu „samsæriskenning“ á ég við endurskoðun atburða eða athafna þar sem illum öflum er eignuð ábyrgð án þess að haldbær sönnunargögn liggi fyrir og einfaldari, líklegri skýringar eru hundsaðar. Oft fylgir samsæriskenningum gríðarlegt ofmat á getu hópa til að leggjast í stórtækar leynilegar aðgerðir. Margir sjá ekki ástæðu til að líta samsæriskenningar alvarlegum augum. Vissulega eru þær af ýmsum toga og fela í sér misalvarleg ósannindi. Megnið af mannkynssögunni voru þær aðallega hugmyndasmíð sérvitringa sem bjuggu hver í sínu horni. En með tilkomu Internetsins – einnar af merkustu uppfinningum mannsins – hafa samsæriskenningamenn úr öllum heimshlutum fundið skoðanabræður sína. Vefsíður sem eru öllum aðgengilegar hafa orðið að gróðrarstíu slíkra kenninga sem sumar hverjar hafa haft alvarlegar og jafnvel mannskæðar afleiðingar.Mannskæðar afleiðingar Fyrir rétt rúmu ári – þann 28. október 2018 – gekk vopnaður maður í samkunduhús Gyðinga í Pittsburgh og myrti þar 11 manns og særði 6 manns til viðbótar. Hann hafði um skeið gefið út yfirlýsingar sem endurspegla andgyðinglegar samsæriskenningar á vefsíðu sem hefur á örfáum árum dregið að sér fjölda öfgamanna. Fleiri hópar hafa orðið fyrir barðinu á öfgamönnum. Hálfu ári eftir árásina í Pittsburgh – þann 15. mars síðastliðinn – gekk vopnaður maður inn í tvær moskur í Christchurch á Nýja Sjálandi og myrti þar samtals 51 manns og særði fjölmarga til viðbótar. Tilefnið fyrir árásinni var trú hans á samsæriskenningu um að stefnt væri að útrýmingu „hvíta kynstofnsins“. Hægt væri að tína til fjölda svipaðra dæma. Það sem þessar árásir eiga sameiginlegt er að þær byrjuðu sem illa rökstuddar vangaveltur manna sem náðu sambandi hver við annan á óritskoðuðum vefsíðum. Þar voru þeir staddir í bergmálshelli (echo chamber) sem dró upp heimsmynd sem virtist svo raunveruleg að þeir fóru að lokum fram af brúninni og tóku fjölda mannslífa. En það eru ekki bara sláandi hryðjuverkaárásir sem þarf að hafa áhyggjur af. Sumar samsæriskenningar hafa haft lúmsk en engu að síður alvarleg áhrif. Til dæmis má nefna staðhæfingar um orsakasamhengi milli bólusetninga og einhverfu (upphaflega fölsuð niðurstaða í stakri rannsókn frá 1998) sem hafa þróast í hugmyndir um einhvers konar samsæri yfirvalda gegn almenningi, og valdið því að fjöldi mislingatilfella hefur stóraukist á Vesturlöndum. Í hinu stærra samhengi aðhyllast þeir sem eru á móti bólusetningum oft svipaða samsæriskenningu um lyfjafyrirtækin og hafa í ákveðnum tilvikum hafnað lífsnauðsynlegum lyfjum.Mörk tjáningarfrelsisins Það sem einkennir alla þá sem aðhyllast samsæriskenningar eru litlar sem engar kröfur til sönnunargagna. Yfirleitt eru lélegar heimildir látnar nægja, t.d. vafasöm myndskeið á Youtube, eða ógrynnin öll af óstaðfestum upplýsingum sem eru síðan notaðar til að „kaffæra“ hvern þann sem er ósammála. Þeir eiga það einnig til að líta á alla sem andmæla þeim sem leiksoppa óvinarins og hafa með því gefið sér leyfi til að hundsa allar athugasemdir þeirra. Þessi afstaða kemur í veg fyrir málefnalegar umræður og tryggir að viðkomandi sitji fastur í sínum þankagangi. Sér til varnar vísa samsæriskenningamenn gjarnan í tjáningarfrelsið, sem er vissulega mikilvæg undirstaða réttarríkisins. En þar er einmitt komið að kjarna málsins: Ákveðin tjáning, t.d. ærumeiðing og hatursorðræða, fellur ekki undir tjáningarfrelsið í lagalegum skilningi. Að því gefnu er vert að spyrja hvort opinber tjáning samsæriskenninga sem djöfulgera hópa fólks og stofna öðrum í hættu sé yfirhöfuð varin af tjáningarfrelsinu.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar