Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta 8. október 2019 20:28 Forsætisráðherra mældi í kvöld fyrir frumvarpinu og skulu bæturnar meðal annars miðast við lengd frelsissviptingar. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. Forsætisráðherra mældi í kvöld fyrir frumvarpinu og skulu bæturnar meðal annars miðast við lengd frelsissviptingar. „Verði þetta frumvarp að lögum þá er í fyrsta lagi áréttaður sá skíri vilji Alþingis til þess að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem þetta fólk sem hér um ræðir, þessir fimm aðilar, máttu þola á sínum tíma. Þannig að sá skýr vilji er áréttaður. Sömuleiðis, ef þetta frumvarp verður að lögum, þeir jafnsettir sem enn eru á lífi og hins vegar aðstandendur þeirra sem eru látnir. Um þetta hefur verið töluvert rætt hér í þingsal en það var mat minna ráðgjafa að það þyrfti að koma til skýr lagaheimild til þess að hægt væri að bjóða bætur á jafnvægisgrundvelli. Þannig að það er þá annars vegar þessi skýri vilji til að lýsa vilja stjórnvalda í þessu að gera ákveðna fjárhagslega yfirbót og jafnsetja um leið þessa aðila.Sjá einnig: „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og GeirfinnsmálumKatrín sagði að koma yrði í ljóst hvort það myndi ganga betur að semja við aðila sem hafa höfðað mál til að fá bætur. „Við tökum ekki réttinn af neinum til að fara í dómsmál. Við leggjum þarna til frumvarp sem grundvallast af þeim bótagrundvelli sem lá hér undir í vor og sem var á bilinu sjö til átta hundruð milljónir. Fólk getur svo farið í dómsmál og látið reyna á rétt sinn með frekari hætti ef það vill en við teljum þetta vera sanngjarnt og skýran vilja.“ Frumvarpið hefur sólarlagsákvæði fram í júní á næsta ári og Katrín sagðist telja að sá frestur dugi til. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. Forsætisráðherra mældi í kvöld fyrir frumvarpinu og skulu bæturnar meðal annars miðast við lengd frelsissviptingar. „Verði þetta frumvarp að lögum þá er í fyrsta lagi áréttaður sá skíri vilji Alþingis til þess að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem þetta fólk sem hér um ræðir, þessir fimm aðilar, máttu þola á sínum tíma. Þannig að sá skýr vilji er áréttaður. Sömuleiðis, ef þetta frumvarp verður að lögum, þeir jafnsettir sem enn eru á lífi og hins vegar aðstandendur þeirra sem eru látnir. Um þetta hefur verið töluvert rætt hér í þingsal en það var mat minna ráðgjafa að það þyrfti að koma til skýr lagaheimild til þess að hægt væri að bjóða bætur á jafnvægisgrundvelli. Þannig að það er þá annars vegar þessi skýri vilji til að lýsa vilja stjórnvalda í þessu að gera ákveðna fjárhagslega yfirbót og jafnsetja um leið þessa aðila.Sjá einnig: „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og GeirfinnsmálumKatrín sagði að koma yrði í ljóst hvort það myndi ganga betur að semja við aðila sem hafa höfðað mál til að fá bætur. „Við tökum ekki réttinn af neinum til að fara í dómsmál. Við leggjum þarna til frumvarp sem grundvallast af þeim bótagrundvelli sem lá hér undir í vor og sem var á bilinu sjö til átta hundruð milljónir. Fólk getur svo farið í dómsmál og látið reyna á rétt sinn með frekari hætti ef það vill en við teljum þetta vera sanngjarnt og skýran vilja.“ Frumvarpið hefur sólarlagsákvæði fram í júní á næsta ári og Katrín sagðist telja að sá frestur dugi til.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira