Litla Grá sögð frökk en Litla Hvít er feimin Björn Þorfinnsson skrifar 9. október 2019 06:15 Litla Grá skoðar ljósmyndara Fréttablaðsins en Litla Hvít fylgist með úr öruggri fjarlægð. Hitastig laugarinnar sem þær dveljast í verður lækkað smátt og smátt á næstu mánuðum til þess að líkja eftir þeim aðstæðum sem bíða systranna í sjókví í Klettsvík í vor. Fréttablaðið/Óskar Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít eru ört að aðlagast nýju lífi sínu í Vestmannaeyjum og braggast vel. Eins og frægt voru systurnar fluttar til landsins í júní í sumar með ærinni fyrirhöfn frá Sjanghæ í Kína. Þar hafði dýragarðurinn Shang Feng Ocean World hafði verið heimkynni þeirra í áratug eða allt frá því að þær voru handsamaðar í rússneskri lögsögu og hnepptar í ánauð. „Aðlögunarferli þeirra hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum en allt hefur þó gengið vel. Systurnar eru duglegar að éta og þeim virðist líða mjög vel. Við erum smátt og smátt byrjuð að kæla vatnið þeirra svo það líkist sem mest því sem þær eiga í vændum í Klettsvík,“ segir Audrey Padgett, starfsmaður Sea Life-sjóðsins og talsmaður verkefnisins hér á landi. Að sögn Audrey reiknar hún með því að mjöldrunum verði sleppt í hina sérútbúnu sjókví á vormánuðum 2020 en upphaflega var gert ráð fyrir að það myndi gerast í september á þessu ári.Audrey Padgett ásamt hinni forvitnu Litlu Gráfréttablaðið/óskar„Þær áætlanir gerðu ráð fyrir að hvalirnir yrðu komnir til landsins í apríl en því seinkaði um nokkra mánuði. Við munum því ekki hætta á að sleppa hvölunum í kvína í vetur heldur bíða til vors þegar veðrið verður betra. Velferð hvalanna er algjört lykilatriði í starfi okkar og því munum við ekki ana að neinu,“ segir hún. Að hennar sögn hefur ferlið verið afar lærdómsríkt og mun nýtast vel við næstu verkefni. „Við reiknum með að þetta verkefni verði hið fyrsta af mörgum slíkum,“ segir hún. Návígi Audrey við þessar tignarlegu skepnur er mikið og aðspurð segir hún fólk átta sig fljótt á að systurnar eru gjörólíkar að skapgerð. „Litla Grá er mun frakkari og forvitnari. Hún vill helst vera miðpunktur athyglinnar. Litla Hvít er meira til baka og vill fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð,“ segir Audrey. Audrey hefur dvalið í Vestmannaeyjum síðan í sumar og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hana um hvernig hennar eigin aðlögun gangi. „Vestmannaeyingar hafa tekið mér afar vel. Þetta er stórkostlegur staður sem ég er heppin að fá að upplifa,“ segir Audrey og minnist sérstaklega á þátttöku sína í árlegum pysjubjörgunaraðgerðum. „Það var frábært ævintýri sem ég mun aldrei gleyma,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít eru ört að aðlagast nýju lífi sínu í Vestmannaeyjum og braggast vel. Eins og frægt voru systurnar fluttar til landsins í júní í sumar með ærinni fyrirhöfn frá Sjanghæ í Kína. Þar hafði dýragarðurinn Shang Feng Ocean World hafði verið heimkynni þeirra í áratug eða allt frá því að þær voru handsamaðar í rússneskri lögsögu og hnepptar í ánauð. „Aðlögunarferli þeirra hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum en allt hefur þó gengið vel. Systurnar eru duglegar að éta og þeim virðist líða mjög vel. Við erum smátt og smátt byrjuð að kæla vatnið þeirra svo það líkist sem mest því sem þær eiga í vændum í Klettsvík,“ segir Audrey Padgett, starfsmaður Sea Life-sjóðsins og talsmaður verkefnisins hér á landi. Að sögn Audrey reiknar hún með því að mjöldrunum verði sleppt í hina sérútbúnu sjókví á vormánuðum 2020 en upphaflega var gert ráð fyrir að það myndi gerast í september á þessu ári.Audrey Padgett ásamt hinni forvitnu Litlu Gráfréttablaðið/óskar„Þær áætlanir gerðu ráð fyrir að hvalirnir yrðu komnir til landsins í apríl en því seinkaði um nokkra mánuði. Við munum því ekki hætta á að sleppa hvölunum í kvína í vetur heldur bíða til vors þegar veðrið verður betra. Velferð hvalanna er algjört lykilatriði í starfi okkar og því munum við ekki ana að neinu,“ segir hún. Að hennar sögn hefur ferlið verið afar lærdómsríkt og mun nýtast vel við næstu verkefni. „Við reiknum með að þetta verkefni verði hið fyrsta af mörgum slíkum,“ segir hún. Návígi Audrey við þessar tignarlegu skepnur er mikið og aðspurð segir hún fólk átta sig fljótt á að systurnar eru gjörólíkar að skapgerð. „Litla Grá er mun frakkari og forvitnari. Hún vill helst vera miðpunktur athyglinnar. Litla Hvít er meira til baka og vill fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð,“ segir Audrey. Audrey hefur dvalið í Vestmannaeyjum síðan í sumar og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hana um hvernig hennar eigin aðlögun gangi. „Vestmannaeyingar hafa tekið mér afar vel. Þetta er stórkostlegur staður sem ég er heppin að fá að upplifa,“ segir Audrey og minnist sérstaklega á þátttöku sína í árlegum pysjubjörgunaraðgerðum. „Það var frábært ævintýri sem ég mun aldrei gleyma,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira