Eldhús eru hjarta heimilisins Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 30. september 2019 09:00 Ragnheiður Sverrisdóttir er innanhússarkitekt og hefur starfað sjálfstætt við hönnun síðan 1994. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ragnheiður Sverrisdóttir innanhússarkitekt hefur starfað við alhliða hönnun frá því hún lauk námi í Mílanó árið 1991. Nýlega hannaði hún ólík eldhús í tveimur húsum í Fossvoginum en hún hannar eftir smekk fólks sem er að sjálfsögðu mjög misjafn. „Ég var að vinna úti í Mílanó eftir að ég útskrifaðist en flutti heim 1994. Síðan þá hef ég unnið sjálfstætt við að teikna fyrir fólk,“ segir Ragnheiður. Hún segir ekki mikið hafa breyst í eldhúsum síðan hún byrjaði að hann „Það eru til dæmis miklar tískusveiflur í hvort fólk vilji höldur, grip eða þrýstiopnun og það hefur orðið mikil framför í öllu innvolsi, skúffubrautum og fylgihlutum fyrir eldhús. Eins er fólk farið að nota granít og marmara í borðplötur meira en áður og fólk spáir meira í lýsingu. En í grunninn hefur samt ekki mikið breyst.“ Ragnheiður segir að þegar eldhús eru hönnuð sé mikilvægt að spá í vinnuplássið. Það þarf að vera þægilegt að vinna í eldhúsinu, gott aðgengi og flæði svo allt virki vel saman. „En svo hef ég alltaf efst í huga hvað eigandinn vill fá út úr eldhúsinu. Það er svo misjafnt hvernig eldhús fólk vill hafa, hvernig vinnuaðstæður og hvernig útlit. Ég vinn algjörlega með eigandanum.“Gott er að tengja saman eldhús og borðstofu eins og gert er í þessu fallega eldhúsi.Eitt sem gott er að hafa í huga er fjarlægð milli vasks og eldavélar. Hún má ekki vera of lítil og heldur ekki of mikil, að sögn Ragnheiðar. „Það þarf líka að huga að rýminu í kringum eyjur. Stundum er gott að hafa eyju en stundum ekki. Eyjur eru mjög rýmisfrekar og henta því ekki alltaf.“ Eldhúsin í Fossvoginum eru bæði opin eldhús. Opin eldhús hafa notið aukinna vinsælda undanfarin ár og Ragnheiður segir að þau séu langalgengust í nýju húsnæði í dag. „ Fólk er líka að opna gömlu eldhúsin. Eldhúsið er hjarta heimilisins og það er gott að tengja eldhús og borðstofu saman.Eldhúsin eru nýuppgerð eldhús í eldri húsum. Ragnheiður segir að breytingarnar hafi verið miklar þar sem verið var að skipta um gólfefni, raflagnir og allt í leiðinni. „Eldhúsið með dökku borðplötunni teiknaði ég og innréttingarnar voru keyptar í Eirvík. Granítið heitir Negresco og er frá Figaro. Eikareldhúsið með ljósu borðplötunni er sérsmíðað af SBS innréttingum. Granítið heitir Imperial White og er frá F.Helgason.“ Ragnheiður segir að henni finnist alveg jafn gaman að teikna eldhús fyrir ný hús og gömul. „Það er auðvitað ólíkt að vera með rými þar sem er innrétting fyrir og rými sem maður getur hannað alveg frá grunni, en það er bæði skemmtilegt. Mér finnst gaman að taka þátt í að skapa þetta rými á heimilum fólks.“Borðplatan er úr graníti sem heitir Imperial White og er frá F. Helgason.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKRagnheiður teiknaði eldhúsið en innréttingarnar eru sérsmíðaðar af SBS innréttingum.Eldhúsið er nýuppgert í eldra húsi.FRÉTTABLAÐIÐ/?ANTON BRINK Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Ragnheiður Sverrisdóttir innanhússarkitekt hefur starfað við alhliða hönnun frá því hún lauk námi í Mílanó árið 1991. Nýlega hannaði hún ólík eldhús í tveimur húsum í Fossvoginum en hún hannar eftir smekk fólks sem er að sjálfsögðu mjög misjafn. „Ég var að vinna úti í Mílanó eftir að ég útskrifaðist en flutti heim 1994. Síðan þá hef ég unnið sjálfstætt við að teikna fyrir fólk,“ segir Ragnheiður. Hún segir ekki mikið hafa breyst í eldhúsum síðan hún byrjaði að hann „Það eru til dæmis miklar tískusveiflur í hvort fólk vilji höldur, grip eða þrýstiopnun og það hefur orðið mikil framför í öllu innvolsi, skúffubrautum og fylgihlutum fyrir eldhús. Eins er fólk farið að nota granít og marmara í borðplötur meira en áður og fólk spáir meira í lýsingu. En í grunninn hefur samt ekki mikið breyst.“ Ragnheiður segir að þegar eldhús eru hönnuð sé mikilvægt að spá í vinnuplássið. Það þarf að vera þægilegt að vinna í eldhúsinu, gott aðgengi og flæði svo allt virki vel saman. „En svo hef ég alltaf efst í huga hvað eigandinn vill fá út úr eldhúsinu. Það er svo misjafnt hvernig eldhús fólk vill hafa, hvernig vinnuaðstæður og hvernig útlit. Ég vinn algjörlega með eigandanum.“Gott er að tengja saman eldhús og borðstofu eins og gert er í þessu fallega eldhúsi.Eitt sem gott er að hafa í huga er fjarlægð milli vasks og eldavélar. Hún má ekki vera of lítil og heldur ekki of mikil, að sögn Ragnheiðar. „Það þarf líka að huga að rýminu í kringum eyjur. Stundum er gott að hafa eyju en stundum ekki. Eyjur eru mjög rýmisfrekar og henta því ekki alltaf.“ Eldhúsin í Fossvoginum eru bæði opin eldhús. Opin eldhús hafa notið aukinna vinsælda undanfarin ár og Ragnheiður segir að þau séu langalgengust í nýju húsnæði í dag. „ Fólk er líka að opna gömlu eldhúsin. Eldhúsið er hjarta heimilisins og það er gott að tengja eldhús og borðstofu saman.Eldhúsin eru nýuppgerð eldhús í eldri húsum. Ragnheiður segir að breytingarnar hafi verið miklar þar sem verið var að skipta um gólfefni, raflagnir og allt í leiðinni. „Eldhúsið með dökku borðplötunni teiknaði ég og innréttingarnar voru keyptar í Eirvík. Granítið heitir Negresco og er frá Figaro. Eikareldhúsið með ljósu borðplötunni er sérsmíðað af SBS innréttingum. Granítið heitir Imperial White og er frá F.Helgason.“ Ragnheiður segir að henni finnist alveg jafn gaman að teikna eldhús fyrir ný hús og gömul. „Það er auðvitað ólíkt að vera með rými þar sem er innrétting fyrir og rými sem maður getur hannað alveg frá grunni, en það er bæði skemmtilegt. Mér finnst gaman að taka þátt í að skapa þetta rými á heimilum fólks.“Borðplatan er úr graníti sem heitir Imperial White og er frá F. Helgason.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKRagnheiður teiknaði eldhúsið en innréttingarnar eru sérsmíðaðar af SBS innréttingum.Eldhúsið er nýuppgert í eldra húsi.FRÉTTABLAÐIÐ/?ANTON BRINK
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira