Erlent

Órangútanar með öndunarfærasýkingar á Borneó

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Vonandi er þessi heill heilsu.
Vonandi er þessi heill heilsu. Vísir/AP
Árlegir skógareldar geisa nú í Indónesíu og hafa ekki verið verri frá árinu 2015. Skólum hefur verið lokað og fjöldi dýra er í bráðri hættu. Á heilsuhæli fyrir órangútana í Nyaru Menteng á eynni Borneó hefur starfsfólk unnið hörðum höndum að því að hjúkra þessum appelsínugulu mannöpum, enda teljast Borneó-órangútar í bráðri útrýmingarhættu eins og aðrir.

Helstu ástæðurnar fyrir stöðu stofnsins eru ólöglegar veiðar og eyðing búsvæða þeirra, þá einkum til framleiðslu á pálmaolíu. En það er önnur hætta sem steðjar að órangútönunum í Nyaru Menteng.

„Heildarfjöldi órangútana með öndunarfærasýkingu er 31. Þar af eru sjö ungar,“ sagði starfsmaður athvarfsins.

Athvarfið sjálft er einnig í hættu vegna eldanna. Skógareldar voru komnir í 300 metra fjarlægð í ágúst þegar slökkvilið náði stjórn á aðstæðum og bjargaði þannig starsfólki og þeim 355 órangútönum sem eru á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×