Lykilatriði að geta ropað almennilega Björn Þorfinnsson skrifar 20. september 2019 06:45 Magnús Már og Einar Örn eru spenntir fyrir hlaupinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Búist er við að 600 keppendur muni taka þátt í alþjóðlegu bjórhlaupi RVK Brewing á laugardaginn sem byrjar og endar í Nauthólsvík. Hlaupið fór fram í fyrsta sinn síðasta vetur og tókst vel til þrátt fyrir slagviðri. „Í fyrra voru um hundrað keppendur skráðir en síðan setti slæmt veður strik í reikninginn. Við vorum frekar seint á ferðinni, í október, en miðað við áhugann á því hlaupi sáum við að grundvöllur væri fyrir enn stærri viðburði í ár,“ segir Einar Örn Steindórsson, einn eigenda RVK Brewing sem stendur fyrir viðburðinum. Að hans sögn voru það ekki fastagestir brugghússins sem mættu til leiks heldur fyrst og fremst þaulreyndir hlauparar. „Það kom okkur talsvert á óvart. Þarna mætti grjóthart keppnisfólk til leiks og við reiknum með því sama í ár. Veðurspáin lítur vel út og því reiknum við líka með að bjórelskandi keppendur mæti til leiks og skokki vegalengdina. Þeir virðast vera viðkvæmari fyrir veðri heldur en keppnisfólkið,“ segir Einar Örn kíminn. RVK Brewing leggur mikið í hlaupið því bruggaður verður sérstakur bjór af tilefninu. „Hann heitir að sjálfsögðu Keppnis og er ferskur lager sem ætti að henta vel til þess að vökva fólk á hlaupum.“ Hlaupið gengur þannig fyrir sig að hlaupnir eru 1,6 kílómetrar og eru þrjár drykkjarstöðvar á leiðinni þar sem boðið er upp á íslenskar veigar. Ljúka verður einum bjór á hverri stöð til þess að mega halda hlaupinu áfram. Meðal skráðra til leiks í hlaupið er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í bjórhlaupi, Helga Jóna Jónasdóttir. Hún hyggst verja titilinn með kjafti og klóm en ekki síður gera atlögu að sigri í opnum flokki. „Ég er enn fúl yfir því að hafa ekki unnið í fyrra. Ég var fyrst að þriðju og síðustu drykkjarstöðinni en þá rakst ég á vegg og átti erfitt með að koma síðasta drykknum niður,“ segir Helga. Hún missti því tvo keppendur fram úr sér undir lokin og segir það hafa verið sárt. „Ég er búin að læra af reynslunni. Það kom mér á óvart hvað það var erfitt að spretta af stað eftir að hafa drukkið heilan bjór. Ég held að lykillinn sé að geta ropað almennilega,“ segir Helga og hlær. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Búist er við að 600 keppendur muni taka þátt í alþjóðlegu bjórhlaupi RVK Brewing á laugardaginn sem byrjar og endar í Nauthólsvík. Hlaupið fór fram í fyrsta sinn síðasta vetur og tókst vel til þrátt fyrir slagviðri. „Í fyrra voru um hundrað keppendur skráðir en síðan setti slæmt veður strik í reikninginn. Við vorum frekar seint á ferðinni, í október, en miðað við áhugann á því hlaupi sáum við að grundvöllur væri fyrir enn stærri viðburði í ár,“ segir Einar Örn Steindórsson, einn eigenda RVK Brewing sem stendur fyrir viðburðinum. Að hans sögn voru það ekki fastagestir brugghússins sem mættu til leiks heldur fyrst og fremst þaulreyndir hlauparar. „Það kom okkur talsvert á óvart. Þarna mætti grjóthart keppnisfólk til leiks og við reiknum með því sama í ár. Veðurspáin lítur vel út og því reiknum við líka með að bjórelskandi keppendur mæti til leiks og skokki vegalengdina. Þeir virðast vera viðkvæmari fyrir veðri heldur en keppnisfólkið,“ segir Einar Örn kíminn. RVK Brewing leggur mikið í hlaupið því bruggaður verður sérstakur bjór af tilefninu. „Hann heitir að sjálfsögðu Keppnis og er ferskur lager sem ætti að henta vel til þess að vökva fólk á hlaupum.“ Hlaupið gengur þannig fyrir sig að hlaupnir eru 1,6 kílómetrar og eru þrjár drykkjarstöðvar á leiðinni þar sem boðið er upp á íslenskar veigar. Ljúka verður einum bjór á hverri stöð til þess að mega halda hlaupinu áfram. Meðal skráðra til leiks í hlaupið er ríkjandi Íslandsmeistari kvenna í bjórhlaupi, Helga Jóna Jónasdóttir. Hún hyggst verja titilinn með kjafti og klóm en ekki síður gera atlögu að sigri í opnum flokki. „Ég er enn fúl yfir því að hafa ekki unnið í fyrra. Ég var fyrst að þriðju og síðustu drykkjarstöðinni en þá rakst ég á vegg og átti erfitt með að koma síðasta drykknum niður,“ segir Helga. Hún missti því tvo keppendur fram úr sér undir lokin og segir það hafa verið sárt. „Ég er búin að læra af reynslunni. Það kom mér á óvart hvað það var erfitt að spretta af stað eftir að hafa drukkið heilan bjór. Ég held að lykillinn sé að geta ropað almennilega,“ segir Helga og hlær.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira