Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 13:21 Meira en 150 þúsund ferðamenn gætu strandað verði Thomas Cook gjaldþrota. getty/Fabrizio Gandolfo Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. Rúmlega 150 þúsund breskir ferðamenn eru á ferðalagi á vegum Thomas Cook núna. Þetta segir Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands. Raab sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að neyðaráætlun væri tilbúin til að tryggja að enginn ferðamannanna yrði strandaður. Hann sagði þó að ekki væru miklar líkur á því að ríkið kæmi fyrirtækinu til hjálpar. Ráðherrar gripu ekki bara inn í þegar fyrirtæki færu á hausinn nema það væri í þágu þjóðarhagsmuna. Þá sagðist hann ekki vilja gera lítið úr neyðarfundinum sem er nú í gangi á milli Thomas Cook og stærstu hluthafa fyrirtækisins í Lundúnum. Fjárhagslegir erfiðleikar hafa aukist hjá fyrirtækinu síðasta árið sem náðu hámarki í ágúst þegar stærsti hluthafi fyrirtækisins, kínverska fyrirtækið Fosun, lagði til áætlun um endurfjármögnun fyrirtækisins. Bankar, sem lánað hafa Thomas Cook fé, vilja að fyrirtækið safni aukalegu fjármagni á næstu dögum, annars verður það gjaldþrota ef það nær ekki að fá auka innspýtingu sem heyrir upp á 200 milljón pund, sem nema rúmum 30 milljörðum íslenskra króna. Verkalýðsfélag samgöngustarfsmanna í Bretlandi hvetur ríkið til að grípa inn í og koma í veg fyrir að fyrirtækið fari á hausinn, en ef fyrirtækið verður gjaldþrota gætu allt að 20.000 manns misst vinnuna og þar af 9.000 manns í Bretlandi sem flest eru í verkalýðsfélagi samgöngustarfsmanna. Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54 Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. Rúmlega 150 þúsund breskir ferðamenn eru á ferðalagi á vegum Thomas Cook núna. Þetta segir Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands. Raab sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að neyðaráætlun væri tilbúin til að tryggja að enginn ferðamannanna yrði strandaður. Hann sagði þó að ekki væru miklar líkur á því að ríkið kæmi fyrirtækinu til hjálpar. Ráðherrar gripu ekki bara inn í þegar fyrirtæki færu á hausinn nema það væri í þágu þjóðarhagsmuna. Þá sagðist hann ekki vilja gera lítið úr neyðarfundinum sem er nú í gangi á milli Thomas Cook og stærstu hluthafa fyrirtækisins í Lundúnum. Fjárhagslegir erfiðleikar hafa aukist hjá fyrirtækinu síðasta árið sem náðu hámarki í ágúst þegar stærsti hluthafi fyrirtækisins, kínverska fyrirtækið Fosun, lagði til áætlun um endurfjármögnun fyrirtækisins. Bankar, sem lánað hafa Thomas Cook fé, vilja að fyrirtækið safni aukalegu fjármagni á næstu dögum, annars verður það gjaldþrota ef það nær ekki að fá auka innspýtingu sem heyrir upp á 200 milljón pund, sem nema rúmum 30 milljörðum íslenskra króna. Verkalýðsfélag samgöngustarfsmanna í Bretlandi hvetur ríkið til að grípa inn í og koma í veg fyrir að fyrirtækið fari á hausinn, en ef fyrirtækið verður gjaldþrota gætu allt að 20.000 manns misst vinnuna og þar af 9.000 manns í Bretlandi sem flest eru í verkalýðsfélagi samgöngustarfsmanna.
Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54 Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54
Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. 21. september 2019 13:28