Innlent

Vilja þjónustu­mið­stöð fyrir Alz­heimer­sjúk­linga

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri Alzheimersamtakanna.
Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri Alzheimersamtakanna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Alzheimersamt ö kin vilja hefja formlegar viðræður við Hafnarfjarðarbæ um að fá að setja á fót sérstaka þjónustumiðstöð í nýstofnuðu Lífsgæðasetri í bænum. 

Lífsgæðasetrið var formlega opnað nú í september það er í húsnæði sem Hafnafjarðarbær á. Þar var áður rekinn St. Jósefsspítali eða allt til ársins 2011. Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, segir að lengi hafi skort úrræði fyrir fólk sem greinist snemma með alzheimer

„Efst í huga okkar núna er í rauninni að finna úrræði fyrir fólk sem við segjum að séu snemmgreindir. Sem eru greindir fyrir 65 ára aldur. Það er hópur sem fær sína greiningu og fer svo síðan bara út og í einhver óræð ár hefur í rauninni enga þjónustu og það er ekkert við að vera fyrir þennan hóp. Það sem tekur við er svo sérhæfðar dagþjálfanir svokallaðar en fólk er orðið dálítið mikið veikara þegar það kemur þangað inn,“ segir Vilborg.

Hún segir að það gæti hentað vel að slík þjónustumiðstöðin verði í Lífsgæðasetrinu. „Fólk gæti bara komið og farið að vild. Þetta er svolítið svona í anda Ljóssins á Langholtsveginum fyrir krabbameinssjúka,“ segir Vilborg og að samtökin hafi rætt málið við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×