Helgi: Leikmenn segja oft hluti við dómara og hann sagði hluti við mig sem var ekki í lagi Axel Örn Sæmundsson skrifar 22. september 2019 16:28 Helgi Sigurðsson. vísir/daníel „Við byrjum seinni hálfleikinn vel og komumst yfir en svo er eins og við séum rotaðir og fáum á okkur þrjú mörk á fimm mínútum og þá er þetta orðið ansi erfitt og við þurfum að fara að sækja það og þá opnast svæði fyrir Stjörnuna,“ sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis eftir 1-4 tap gegn Stjörnunni. „Jafn fyrri hálfleikur og mikið af færum en því miður gáfum við þennan leik á 5 mínútna kafla. Ég hélt að liðið myndi nýta þann meðbyr sem það fékk við markið en svo var ekki og okkur var refsað.“ Helgi og 4.dómari leiksins lentu upp á kanti í dag og lentu í hörku rifrildum á hliðarlínunni. „Ég ætla ekki að gera neitt stórmál úr því, þið verðið bara að spyrja hann að því. Menn láta út úr sér orð sem þeir eiga ekki að gera.“ „Leikmenn segja oft hluti við dómara og hann sagði hluti við mig sem var ekki í lagi, en leikurinn er búinn svo ég ætla ekki að vera að spá í því.“ Helgi var nú að stýra Fylkisliðinu í síðasta sinn á heimavelli og voru þetta ekki alveg úrslitin sem hann átti von á. „Já það skiptir engu hvort það sé minn síðasti heimaleikur eða ekki, maður er bara svekktur að tapa fótboltaleikjum.“ „Sérstaklega þegar svona sterkt lið eins og Stjarnan er hérna að vera komnir í 1-0 og gefa þeim svo bara leikinn það er bara ekki nógu gott en svona er bara fótboltinn.“ Hvað tekur við hjá Helga Sigurðssyni beint eftir tímabil? „Það er bara beint í frí og svo sjáum við til hvað gerist. Það koma vonandi einhverjir boltar á loft sem maður vonandi nær að grípa.“ „Þetta er búinn að vera frábær tími hjá Fylki, tók við á erfiðum tímum og planið alltaf að fara beint upp sem gekk eftir og svo erum við búnir að gera liðið að stöðugu úrvalsdeildarliði svo það er jákvætt.“ „Þetta er gott lið og þetta er frábært umhverfi og sá sem tekur við þessu er að taka við frábæru búi hérna í Árbænum.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 1-4 | Stjarnan heldur voninni um Evrópusæti á lífi Helgi Sigurðsson stýrði Fylki í síðasta sinn á heimavelli í dag. 22. september 2019 16:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
„Við byrjum seinni hálfleikinn vel og komumst yfir en svo er eins og við séum rotaðir og fáum á okkur þrjú mörk á fimm mínútum og þá er þetta orðið ansi erfitt og við þurfum að fara að sækja það og þá opnast svæði fyrir Stjörnuna,“ sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis eftir 1-4 tap gegn Stjörnunni. „Jafn fyrri hálfleikur og mikið af færum en því miður gáfum við þennan leik á 5 mínútna kafla. Ég hélt að liðið myndi nýta þann meðbyr sem það fékk við markið en svo var ekki og okkur var refsað.“ Helgi og 4.dómari leiksins lentu upp á kanti í dag og lentu í hörku rifrildum á hliðarlínunni. „Ég ætla ekki að gera neitt stórmál úr því, þið verðið bara að spyrja hann að því. Menn láta út úr sér orð sem þeir eiga ekki að gera.“ „Leikmenn segja oft hluti við dómara og hann sagði hluti við mig sem var ekki í lagi, en leikurinn er búinn svo ég ætla ekki að vera að spá í því.“ Helgi var nú að stýra Fylkisliðinu í síðasta sinn á heimavelli og voru þetta ekki alveg úrslitin sem hann átti von á. „Já það skiptir engu hvort það sé minn síðasti heimaleikur eða ekki, maður er bara svekktur að tapa fótboltaleikjum.“ „Sérstaklega þegar svona sterkt lið eins og Stjarnan er hérna að vera komnir í 1-0 og gefa þeim svo bara leikinn það er bara ekki nógu gott en svona er bara fótboltinn.“ Hvað tekur við hjá Helga Sigurðssyni beint eftir tímabil? „Það er bara beint í frí og svo sjáum við til hvað gerist. Það koma vonandi einhverjir boltar á loft sem maður vonandi nær að grípa.“ „Þetta er búinn að vera frábær tími hjá Fylki, tók við á erfiðum tímum og planið alltaf að fara beint upp sem gekk eftir og svo erum við búnir að gera liðið að stöðugu úrvalsdeildarliði svo það er jákvætt.“ „Þetta er gott lið og þetta er frábært umhverfi og sá sem tekur við þessu er að taka við frábæru búi hérna í Árbænum.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 1-4 | Stjarnan heldur voninni um Evrópusæti á lífi Helgi Sigurðsson stýrði Fylki í síðasta sinn á heimavelli í dag. 22. september 2019 16:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 1-4 | Stjarnan heldur voninni um Evrópusæti á lífi Helgi Sigurðsson stýrði Fylki í síðasta sinn á heimavelli í dag. 22. september 2019 16:00