Gunnar: Hluti af stærri niðursveiflu hjá félaginu Smári Jökull Jónsson skrifar 22. september 2019 16:52 Gunnar Þorsteinsson var þungur á brún í leikslok í dag. vísir/bára Gunnari Þorsteinssyni var augljóslega mikið niðri fyrir þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir jafnteflið gegn Val í Pepsi-Max deildinni í dag. Jafnteflið þýðir að Grindvíkingar eru fallnir. „Því miður þá var tímabilið í hnotskurn hér í einum leik. Við gjörsamlega gáfum allt sem við gátum og erum búnir að gera í allt sumar. Fyrir utan einhverja tvo sem fóru í glugganum þá höfum við allir verið að róa í sömu ótt og gera okkar besta,“ sagði fyrirliði Grindavíkur eftir leikinn í dag. „Það þarf einhver að vera í þessari stöðu og mér finnst ótrúlega sorglegt að það þurfum að vera við. Þetta var stöngin út, Zeba skallar í stöngina og boltinn fer á bakvið Hannes. Hannes á svo algjöra landsliðsklassavörslu í restina," bætti Gunnar við en hélt svo áfram að ræða um framhald félagsins og hann er á því að margt þurfi að laga. „Þetta er hluti af stærri niðursveiflu hjá félaginu. Kvennaliðið er búið að falla um tvær deildir á tveimur árum og við núna að falla. Reksturinn hjá félaginu er mjög erfiður og til að bæta gráu ofan á svart finnst mér ekki nógu vel haldið á spilunum varðandi yngri flokkana, því miður.“ „Við erum ekki að framleiða nóg og knattspyrnudeild Grindavíkur er í mikilli lægð. Þetta hefur verið meiri körfuboltabær en það hafa alltaf verið sterkir einstaklingar sem hafa stýrt skútunni rekstrarlega séð. Þetta virðist vera mjög eriftt núna eftir að okkar aðalstyrktaraðili til 30-40 ára sleit samstarfinu við okkur,“ bætti Gunnar við. „Þá þarf að framleiða fleiri leikmenn og það er erfitt að gera það þegar þú ert með svona fámennt bæjarfélag.“ Þetta er alltaf mikil pólitíkGunnar Þorsteinsson segist ennþá vera of mikið peð til að berjast í pólitíkinni í kringum íþróttirnar.vísir/daníelGunnar hélt áfram og ræddi einnig stöðu knattspyrnunnar á landsbyggðinni. „Ég veit ekki hvort það er tilviljun að núna eru tvö félög af landsbyggðinni að falla og tvö lið af höfuðborgarsvæðinu að koma upp. Á næsta ári verða tvö lið af landsbyggðinni í efstu deild. Annars vegar KA sem er með allt Norðurlandið á bakvið sig og stóran iðkendafjölda fyrir utan að hafa úr miklum fjármunum að spila.“ „Hjá ÍA er frábærlega haldið á málum og þeir framleiða mikið af leikmönnum sem þeir selja og þess vegna eiga þeir peninga. Við erum ekki í þessari stöðu núna og það er ótrúlega sorglegt. Ég vona að félagið í heild sinni fari í naflaskoðun og skoði hvað málið sé. Það er ekki tilviljun að við erum að falla, við vorum einfaldlega ekki nógu góðir.“ „Það hyllir vonandi í betri tíð, það var verið að ráða mjög flottan mann sem yfirþjálfara yngri flokka þannig að ég hef vonir um að hægt sé að snúa skútunni við. Ég er þá ekki að hugsa um 1-2 ár heldur lengri tíma, 5-10 ár.“ Finnst Gunnari vanta betra bakland í bænum í heild sinni? „Ég er of mikið peð til að geta beitt mér í þessu, þetta er alltaf mikil pólítík. Það er mjög dýrt að reka fótboltalið. Þetta er ekki eins og karfan, þar sem er haldið ótrúlega vel utan um hlutina og allt upp á tíu rekstrarlega séð, enda er veltan miklu minni. Þú ert kannski með 1/3 af leikmönnum á launaskrá miðað við fótboltann.“ „Það er auðveldara að vera með gott lið þar fyrir utan að það er rosalega sterkt hefð fyrir því að búa til leikmenn. Það er erfitt að búa til góða leikmenn og menn þurfa að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. Ég verð eiginlega að skora á unga leikmenn í Grindavík að leggja meira á sig til að virklega vera tilbúnir að brjótast inn í aðalliðið.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Gunnari Þorsteinssyni var augljóslega mikið niðri fyrir þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli eftir jafnteflið gegn Val í Pepsi-Max deildinni í dag. Jafnteflið þýðir að Grindvíkingar eru fallnir. „Því miður þá var tímabilið í hnotskurn hér í einum leik. Við gjörsamlega gáfum allt sem við gátum og erum búnir að gera í allt sumar. Fyrir utan einhverja tvo sem fóru í glugganum þá höfum við allir verið að róa í sömu ótt og gera okkar besta,“ sagði fyrirliði Grindavíkur eftir leikinn í dag. „Það þarf einhver að vera í þessari stöðu og mér finnst ótrúlega sorglegt að það þurfum að vera við. Þetta var stöngin út, Zeba skallar í stöngina og boltinn fer á bakvið Hannes. Hannes á svo algjöra landsliðsklassavörslu í restina," bætti Gunnar við en hélt svo áfram að ræða um framhald félagsins og hann er á því að margt þurfi að laga. „Þetta er hluti af stærri niðursveiflu hjá félaginu. Kvennaliðið er búið að falla um tvær deildir á tveimur árum og við núna að falla. Reksturinn hjá félaginu er mjög erfiður og til að bæta gráu ofan á svart finnst mér ekki nógu vel haldið á spilunum varðandi yngri flokkana, því miður.“ „Við erum ekki að framleiða nóg og knattspyrnudeild Grindavíkur er í mikilli lægð. Þetta hefur verið meiri körfuboltabær en það hafa alltaf verið sterkir einstaklingar sem hafa stýrt skútunni rekstrarlega séð. Þetta virðist vera mjög eriftt núna eftir að okkar aðalstyrktaraðili til 30-40 ára sleit samstarfinu við okkur,“ bætti Gunnar við. „Þá þarf að framleiða fleiri leikmenn og það er erfitt að gera það þegar þú ert með svona fámennt bæjarfélag.“ Þetta er alltaf mikil pólitíkGunnar Þorsteinsson segist ennþá vera of mikið peð til að berjast í pólitíkinni í kringum íþróttirnar.vísir/daníelGunnar hélt áfram og ræddi einnig stöðu knattspyrnunnar á landsbyggðinni. „Ég veit ekki hvort það er tilviljun að núna eru tvö félög af landsbyggðinni að falla og tvö lið af höfuðborgarsvæðinu að koma upp. Á næsta ári verða tvö lið af landsbyggðinni í efstu deild. Annars vegar KA sem er með allt Norðurlandið á bakvið sig og stóran iðkendafjölda fyrir utan að hafa úr miklum fjármunum að spila.“ „Hjá ÍA er frábærlega haldið á málum og þeir framleiða mikið af leikmönnum sem þeir selja og þess vegna eiga þeir peninga. Við erum ekki í þessari stöðu núna og það er ótrúlega sorglegt. Ég vona að félagið í heild sinni fari í naflaskoðun og skoði hvað málið sé. Það er ekki tilviljun að við erum að falla, við vorum einfaldlega ekki nógu góðir.“ „Það hyllir vonandi í betri tíð, það var verið að ráða mjög flottan mann sem yfirþjálfara yngri flokka þannig að ég hef vonir um að hægt sé að snúa skútunni við. Ég er þá ekki að hugsa um 1-2 ár heldur lengri tíma, 5-10 ár.“ Finnst Gunnari vanta betra bakland í bænum í heild sinni? „Ég er of mikið peð til að geta beitt mér í þessu, þetta er alltaf mikil pólítík. Það er mjög dýrt að reka fótboltalið. Þetta er ekki eins og karfan, þar sem er haldið ótrúlega vel utan um hlutina og allt upp á tíu rekstrarlega séð, enda er veltan miklu minni. Þú ert kannski með 1/3 af leikmönnum á launaskrá miðað við fótboltann.“ „Það er auðveldara að vera með gott lið þar fyrir utan að það er rosalega sterkt hefð fyrir því að búa til leikmenn. Það er erfitt að búa til góða leikmenn og menn þurfa að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. Ég verð eiginlega að skora á unga leikmenn í Grindavík að leggja meira á sig til að virklega vera tilbúnir að brjótast inn í aðalliðið.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti