Íslenski boltinn

Ólafur Kristjánsson: Við létum ekki kné fylgja kviði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. vísir/daníel
„Við létum ekki kné fylgja kviði eftir að við skoruðum fyrsta markið. Við komumst svo aldrei inn í leikinn fannst mér, breytum aðeins í hálfleik og jöfnuðum strax,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir 3-2 tap liðsins gegn Íslandsmeisturum KR í dag. 

„Ágætis svar þar sem fyrri hálfleikur var ekki nægilega góður en svo náðum við ekki að koma inn jöfnunarmarki en þessi leikur sýndi að þeir eru lið sem klárar jafna leiki.“

Sigurmark leiksins kom úr vítaspyrnu en Ólafur var ekki viss með þann dóm.

„Ég er ekki viss með þessa vítaspyrnu. Mér fannst Cedric ná boltanum, það leit þannig út fyrir mér.“ Miðað við viðbrögð Guðmunds Benediktssonar og Leifs Garðarsonar, sem lýstu leiknum, þá hefur Ólafur eitthvað til síns máls. 

„Já það er ljóst,“ sagði Ólafur að lokum þegar honum var sagt að FH þarf sigur í lokaleik tímabilsins til að tryggja sér Evrópusæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×