Gary: Er samningsbundinn ÍBV en ef þeir vilja selja mig þá ráða þeir því Einar Kárason skrifar 22. september 2019 17:12 Viðtölin við Gary Martin klikkar aldrei. vísir/skjáskot „Í fyrsta lagi hefði þessi leikur aldrei átt að fara fram,” sagði Gary Martin, framherji ÍBV, eftir 1-1 jafntefli Eyjamanna gegn Breiðablik á heimavelli. „Reglurnar sögðu að hann þyrfti að vera spilaður þannig að hann fór fram. Við vörðumst allan seinni hálfleikinn en áttum fyrri hálfleikinn. Stig er stig svo við erum sáttir.” „Ég trúði því ekki (þegar Blikar komust yfir). Ég var bara sáttur að það var ekki Thomas (Mikkelsen) sem skoraði. Neinei, mér var sama hver skoraði. Það er aldrei gott að fá á sig mark. Við þurftum að bregðast við og ég náði inn mínu marki. Mér fannst þeir aldrei eiga að skora í fyrri hálfleik. Þeir fengu samt betri færi í fyrri hálfleik en þeim síðari. Við hefðum getað unnið. Ég hefði getað skorað mark í fyrri hálfleik en misreiknaði vindinn.” Gary er í baráttu um gullskóinn og fyrir leik var Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks búinn að skora einu marki fleiri en Gary. Hann var því ánægður með sitt lið í dag. „Vörnin ásamt markmanni var frábær í dag. Þeir unnu sína vinnu. Ég sagði við þá fyrir leik að það væri ekki nóg að ég myndi gera mitt heldur þyrftu þeir að halda Blikum í skefjum. Nú förum við í síðasta leikinn og reynum að vinna hann. Það að ná inn 12 mörkum í 14 leikjum í þessari deild er fáránlegt svo ég er ánægður með sjálfan mig. Ég væri til í að vinna gullskóinn.” „Ég vonast til að skora í síðasta leiknum. Ég þarf að skora til að vinna gullskóinn og Hilmar (Árni Halldórsson) þarf að taka því rólega. Ég fer í síðasta leikinn með markmið.” Margir furðuðu sig á því þegar Gary Martin samdi við ÍBV og en fleiri urðu hissa þegar hann samdi um áframhaldandi samstarf þar sem framherjinn myndi spila með liðinu í Inkasso deildinni næsta sumar. „Ég er samningsbundinn. Ég samdi við ÍBV vegna þess að ég skulda þeim. Þeir tóku við mér þegar ég var hugarfar mitt var á slæmum stað. Allir hafa verið að spyrja mig hvort ég ætli að spila í Inkasso að ári. Ég er samningsbundinn. Ef ÍBV vilja selja mig þá ráða þeir því. Þeir stjórna framhaldinu. Ég samdi við þá vegna þess að ÍBV hafa komið vel fram við mig og hafa verið frábærir. Það er ástæðan. Ég vildi borga þeim til baka.” „Ég er leikmaður ÍBV. Ef ég verð áfram leikmaður ÍBV verð ég ánægður. Þá hef ég það markmið að koma liðinu upp úr Inkasso deildinni að ári. Ef ekki, þá veit maður aldrei. En ég er leikmaður ÍBV og er samningsbundinn,” sagði Gary að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
„Í fyrsta lagi hefði þessi leikur aldrei átt að fara fram,” sagði Gary Martin, framherji ÍBV, eftir 1-1 jafntefli Eyjamanna gegn Breiðablik á heimavelli. „Reglurnar sögðu að hann þyrfti að vera spilaður þannig að hann fór fram. Við vörðumst allan seinni hálfleikinn en áttum fyrri hálfleikinn. Stig er stig svo við erum sáttir.” „Ég trúði því ekki (þegar Blikar komust yfir). Ég var bara sáttur að það var ekki Thomas (Mikkelsen) sem skoraði. Neinei, mér var sama hver skoraði. Það er aldrei gott að fá á sig mark. Við þurftum að bregðast við og ég náði inn mínu marki. Mér fannst þeir aldrei eiga að skora í fyrri hálfleik. Þeir fengu samt betri færi í fyrri hálfleik en þeim síðari. Við hefðum getað unnið. Ég hefði getað skorað mark í fyrri hálfleik en misreiknaði vindinn.” Gary er í baráttu um gullskóinn og fyrir leik var Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks búinn að skora einu marki fleiri en Gary. Hann var því ánægður með sitt lið í dag. „Vörnin ásamt markmanni var frábær í dag. Þeir unnu sína vinnu. Ég sagði við þá fyrir leik að það væri ekki nóg að ég myndi gera mitt heldur þyrftu þeir að halda Blikum í skefjum. Nú förum við í síðasta leikinn og reynum að vinna hann. Það að ná inn 12 mörkum í 14 leikjum í þessari deild er fáránlegt svo ég er ánægður með sjálfan mig. Ég væri til í að vinna gullskóinn.” „Ég vonast til að skora í síðasta leiknum. Ég þarf að skora til að vinna gullskóinn og Hilmar (Árni Halldórsson) þarf að taka því rólega. Ég fer í síðasta leikinn með markmið.” Margir furðuðu sig á því þegar Gary Martin samdi við ÍBV og en fleiri urðu hissa þegar hann samdi um áframhaldandi samstarf þar sem framherjinn myndi spila með liðinu í Inkasso deildinni næsta sumar. „Ég er samningsbundinn. Ég samdi við ÍBV vegna þess að ég skulda þeim. Þeir tóku við mér þegar ég var hugarfar mitt var á slæmum stað. Allir hafa verið að spyrja mig hvort ég ætli að spila í Inkasso að ári. Ég er samningsbundinn. Ef ÍBV vilja selja mig þá ráða þeir því. Þeir stjórna framhaldinu. Ég samdi við þá vegna þess að ÍBV hafa komið vel fram við mig og hafa verið frábærir. Það er ástæðan. Ég vildi borga þeim til baka.” „Ég er leikmaður ÍBV. Ef ég verð áfram leikmaður ÍBV verð ég ánægður. Þá hef ég það markmið að koma liðinu upp úr Inkasso deildinni að ári. Ef ekki, þá veit maður aldrei. En ég er leikmaður ÍBV og er samningsbundinn,” sagði Gary að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Í beinni: Man. Utd - PAOK | Kemur fyrsti sigurinn í kvöld? Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti